Fréttablaðið - 14.02.2015, Síða 52

Fréttablaðið - 14.02.2015, Síða 52
Lögreglumaður – Lögreglustjórinn Norðurlandi vestra Við embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra eru lausar til umsóknar tvær stöður lögreglumanna. Annarsvegar er tímabundin staða lögreglumanns, til eins árs, í almennri löggæslu með starfsstöð á Sauðárkróki. Sett verður í stöðuna frá og með 01. mars 2015, til eins árs. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttis- áætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um. Hinsvegar er um að ræða tímabundna stöðu, til eins árs, lögreglumanns með starfsstöð á Blönduósi. Sett verður í stöðuna frá og með 01. mars 2015, til eins árs. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins og vera sjálfstæðir í vinnubrögðum þar sem umsækjandi þarf að vera undir það búinn að vinna að einhverju leyti einn. Leitað er að einstaklingi með góða samskipta- og samstarfshæfni, vandvirkni, þjónustulund og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að umsækjendur hafi góða almenna tölvukunnáttu. Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2015. Umsóknum skal skila til Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra Suðurgötu 1, 550 Sauðárkróki. Nánari upplýsingar um stöðurnar veitir Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn í s. 8921713 eða í tölvupósti kristjan@tmd.is og Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn í s. 8477437 eða í tölvupósti 9806@tmd.is . Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlut- fall er 100%. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðu- blöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum: Eyðublöð. Lögreglustjórinn Norðurlandi vestra. Starfsmaður óskast í afgreiðslu Gleraugnaverslun auglýsir eftir starfskrafti í afgreiðslu frá 12-18 á virkum dögum og er um 75% starf að ræða. Hæfniskröfur: Þjónustulund, jákvæðni og stundvísi. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur. Umsóknir berist á gleraugnasalan@simnet.is fyrir þriðjudaginn 17. feb. Lífsglaður og jafnréttissinnaður leikskólakennari Leikskólinn Barnaból á Skagaströnd auglýsir eftir skólastjóra, leikskólakennara til að stýra leikskólanum. Leikskólinn Barnaból er hluti af Hjallastefnufjölskyldunni og við leitum að jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar að metnaði, gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa brennandi áhuga á jafnrétti og lýðræði í leikskólastarfi. Skólar Hjallastefnunnar starfa að sameiginlegum markmiðum eftir sömu hugmyndafræði en sjálfstæði hvers skóla er mikið. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um, áhugasamir hafi samband við Þorgerði Önnu leikskólastýru á netfangið thaa@hjalli.is eða í síma 8240604. Umsóknarfrestur er til 21. febrúar 2015. United Silicon hefur hafið byggingu kísilvers í Helguvík á Reykjanesi og framleiðsla mun hefjast á vordögum 2016. Áætlanir gera ráð fyrir að um 60 starfsmenn muni starfa hjá verksmiðjunni á rekstrartíma en 200 starfsmenn meðan á uppbyggingu og uppsetningu búnaðar stendur. Við leitum að öflugum rafmagnstæknifræðingi eða rafmagnsverkfræðingi sem mun bera ábyrgð á rekstri og viðhaldi á umfangsmiklum rafbúnaði verksmiðjunnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Viðkomandi þarf að uppfylla skilyrði Mannvirkjastofnunar um ábyrgðarmann raforkuvirkis stóriðju. Nánari upplýsingar veitir Rut Ragnarsdóttir í síma 669 6003. Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað til rut@silicon.is fyrir þriðjudaginn 24. febrúar. Starfssvið: • Ábyrgð á viðhaldi og rekstri raforkuvirkis og rafbúnaðar • Móttaka, skráning og prófun á búnaði meðan á byggingu stendur • Uppbygging fyrirbyggjandi viðhaldskerfis • Innkaup á vörum og aðkeyptri þjónustu sem tengist viðhaldi búnaðar Menntunar og hæfniskröfur: • Rafmagnstæknifræði/verkfræði • Að minnsta kosti 5 ára starfsreynsla • Reynsla og/eða menntun innan skipulagðs fyrirbyggjandi viðhalds er kostur • Jákvætt viðhorf, frumkvæði og dugnaður • Góð hæfni í mannlegum samskiptum United Silicon leitar að stjórnanda raforkuvirkis og fyrirbyggjandi viðhalds 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D 0 -2 D 5 4 1 3 D 0 -2 C 1 8 1 3 D 0 -2 A D C 1 3 D 0 -2 9 A 0 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 1 1 2 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.