Fréttablaðið - 14.02.2015, Side 74

Fréttablaðið - 14.02.2015, Side 74
KYNNING − AUGLÝSINGRáðstefnur og fundir LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 20154 Leiðtogafundurinn í Höfða í októbermánuði árið 1986 er líklegast merkilegasti við- burður Íslandssögunnar í alþjóð- legu samhengi. Fundurinn var upphaflega hugsaður sem upphit- un fyrir stærri fund sem halda átti ári síðar en hann reyndist svo vera einn merkilegasti leiðtogafundur áranna sem kennd eru við kalda stríðið. Í Höfða funduðu leiðtog- ar Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna, þeir Míkhaíl Gorbatsjov og Ronald Reagan, og freistuðu þess að ná árangri í afvopnunarmálum stórveldanna. Beiðni um fundinn barst ís- lenskum stjórnvöldum tólf dögum fyrir fund og er óhætt að segja að allt hafi farið á annan endann hér á landi. Það var Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjun- um, sem hafði meginumsjón með skipulagi alþjóðlegu fjölmiðla- þjónustunnar ásamt Jóni Há- koni Magnússyni almannatengli en um 2.300 blaðamenn mættu hingað til lands. Helgi var sjálfur nýsestur inn í bíl sinn í Washing- ton þegar hann heyrði í útvarpinu að búið væri að ákveða leiðtoga- fund á Íslandi. Hann hringdi strax heim í Matthías Á. Mathiesen, þá- verandi utanríkisráðherra, og tjáði honum að þeir þyrftu að fá vanan mann til að stýra skipulagn- ingunni. „Ég var vanur að fást við erlenda blaðamenn úr fyrri störf- um mínum. Matthías talaði við Steingrím Hermannsson, þáver- andi forsætisráðherra, og ég var ráðinn í verkefnið og flaug heim sama kvöld.“ Helgi og Jón Hákon fengu góða menn með sér í lið og segir Helgi að í gegnum sambönd Jóns Há- konar hafi þeir fengið til liðs við sig þrjá þrautreynda bandaríska fjölmiðlamenn sem hafi reynst þeim mjög vel. „Þeir voru alvanir að fást við erlenda fréttamenn og skildu þarfir þeirra mjög vel sem gerði allt miklu auðveldara fyrir okkur.“ Hagaskóli og Melaskóli hýstu alþjóðlegu fjölmiðlastöðina, Sovét- menn tóku yfir Hótel Sögu og Há- skólabíó og fjölmiðlamiðstöð Hvíta hússins var til húsa á Hótel Loft- leiðum. „Við Jón Hákon höfðum að- stöðu í herbergi hjúkrunarkonunn- ar í Hagaskóla. Dagarnir fram að fundi voru langir, við mættum eld- snemma morguns og fórum seint heim á kvöldin ef við sváfum ekki þar yfir nóttina.“ Fréttamenn komu víðs vegar að úr heiminum og voru margir þeirra heimsfrægir, til dæmis Dan Rather hjá CBS og Peter Jennings frá ABC. „Ég man þegar Rather tók viðtal við Steingrím Hermannsson. Þar spurði hann hvort Íslendingar tryðu á álfa og huldufólk. Steingrímur svaraði svo skemmtilega: Ja, amma mín gerði það nú. Ætli það sé ekki öruggara að gera það líka.“ Hlutverk þeirra var einnig að finna áhugavert efni fyrir erlenda fréttamenn til að fylla upp í dag- skrána. „Fundurinn var auð vitað frábært tækifæri til landkynn- ingar og það reyndum við að nýta sem best. Við skipulögðum ýmsa viðburði og útveguðum viðtöl við þekkta Íslendinga, til dæmis Hall- dór Laxness.“ Sá mikli hraði sem einkenndi undirbúninginn leiddi eðlilega til einhverra mistaka þótt engin þeirra væru stór. „Við létum til dæmis útbúa veggspjald með fánum og dagsetningum fundarins og tókst þar að setja vitlausa dagsetningu á spjaldið. Allt var unnið svo hratt á þessum tíma og við unnum eins og skepnur.“ Þegar fundinum lauk ríkti lítil bjartsýni í herbúðum beggja þjóð- höfðingja. „Þar var þó ýmsum fræj- um sáð og þegar á leið kom í ljós að þar voru ræddar ýmsar grund- vallarbreytingar á samskiptum stórveldanna. Fundurinn fór því í sögubækurnar sem einn af vendi- punktum í samskiptum austurs og vesturs á sínum tíma.“ Unnum eins og skepnur Höfði í Reykjavík var miðdepill alheimsins í nokkra daga árið 1986. Þar var leiðtogafundur stórveldanna haldinn en skipuleggjendur fundarins höfðu nokkra daga til að undirbúa hann. Mikið þrekvirki var unnið af hópi Íslendinga sem fæstir höfðu reynslu af skipulagningu slíkra funda. Helgi Ágústsson, fyrir framan Höfða í október mánuði árið 1986. MYND/ÚR EINKASAFNI Veislumiðstöðin í Rúgbrauðsgerðinni býður uppá 4 fallega og vel búna veislu og ráðstefnusali í Borgartúni og í Húsi Verslunarinar • Miðbæ Reykjavíkur • Gott aðgengi • Ráðstefnusalir frá 30 í 350 manns UPPLÝSINGAFUNDUR UM MÁLEFNI FATLAÐRA Málefni fatlaðra hafa verið mikið í umræðunni undan- farið, ekki síst vegna ferðaþjónustu. Samband íslenskra sveitarfélaga er með fjölmarga fundi og ráðstefnur. Þar á meðal er upp- lýsingafundur um málefni fatlaðra innan samþættrar nærþjónustu sveitar- félaga sem haldin er í samvinnu við Jöfnunarsjóð sveitar- félaga. Ráðstefnan fer fram á fimmtudaginn, 19. febrúar kl. 13.15 í Gullteigi, Grand hóteli í Reykjavík. Halldór Halldórsson, formaður stjórnar, setur fundinn en síðan ræðir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um stefnumörkun og framtíðarskipan húsnæðismála: Áhrif á uppbygg- ingu húsnæðisúrræða í málaflokki fatlaðs fólks. Atvinnumál fatlaðra verða til umræðu, samstarf Vinnumála- stofnunar og félagsþjónustu fatlaðra. Það er Soffía Gísladóttir, for- stöðumaður hjá Vinnumálastofnun og formaður samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks, sem flytur erindi. Willum Þór Þórsson, alþingismaður og formaður starfshóps um endurskoðun hvorra tveggja laganna, ræðir um áskoranir við endur- skoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um málefni fatlaðra. Þá mun Þór Garðar Þórarinsson ræða um þjónustu á heim- ilum og mat á stuðningsþörfum. Fundarstjóri verður Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og vel- ferðarsviðs hjá sambandinu. Markmið fundarins: ● Að fara yfir stöðu mála á því tímamarki þegar málefni fatlaðs fólks eru að festa sig í sessi sem hluti af samþættri nærþjónustu sveitar- félaga ● Að ræða áskoranir í þróun þjónustunnar ● Að kynna lausnir á helstu faglegum málum sem unnið hefur verið að samhliða endurmati á yfirfærslunni, m.a. um atvinnumálin og um húsnæðisúrræði og tengda þjónustu (Fengið á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem skoða má dag- skrána) 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 D 0 -2 8 6 4 1 3 D 0 -2 7 2 8 1 3 D 0 -2 5 E C 1 3 D 0 -2 4 B 0 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 1 2 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.