Fréttablaðið - 14.02.2015, Side 80

Fréttablaðið - 14.02.2015, Side 80
| HELGIN KRAKKAR | 44 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Ljóðið Brandarar Í hvaða skóla ertu, Unnur Hlíf, og hvað þykir þér skemmti- legast að læra? „Vatnsenda- skóli er minn skóli og tungumál eru algjörlega mín sterka hlið, mér finnst langskemmtilegast í öllum tungumálatímunum.“ Er langt síðan þú byrjaðir að yrkja? „Ég hef ort svo lengi sem ég man eftir mér. Ég fann mjög skemmtilegt ljóð um dag- inn eftir mig sem ég orti um himininn þegar ég var fimm ára, mamma sagði mér reynd- ar að það væri nokkurs konar afbrigði af texta við lag sem ég lærði þá í leikskólanum.“ Sestu niður með blað og blý- ant þegar þú yrkir eða koma ljóðin til þín hvar sem er? „Ljóðin eru mjög gjörn á að koma til mín þegar ég er alveg að sofna. Stundum fer ég út í göngutúra með bókina mína og skrifa niður það sem ég sé. Sum ljóð sem ég yrki eru tengd verkefnum í skólanum og mörg eru sprottin af pers- ónulegri reynslu. Þannig að það má segja að ég skrifi eigin- lega hvar sem er og á hvaða tíma sem er. Síðan skrifa ég líka sögur og lagatexta og sem jafnvel lög.“ Veltir þú fyrir þér bragar- háttum? „Ég prófaði einhvern tímann að skrifa ljóð með stuðlum og höfuðstöfum sem átti að vera fjórar línur en ég komst ekki lengra en í þriðju, þá var ég stopp. Ég legg aftur á móti upp úr hrynjandinni í ljóðunum, að textinn flæði vel.“ Lestu mikið og þá hvern- ig bækur? „Ég elska að lesa og mér finnst það ótrúlega gaman en ég var miklu dug- legri að lesa þegar ég var yngri. Mér finnst skemmtileg- ast að lesa um skáldaðan raun- veruleika, ef svo má komast að orði, sem sagt skáldsögur sem gætu átt sér stað í raunveru- leikanum. Í augnablikinu er ég að lesa Töfradísina, sem er að vísu ævintýrabók og síðasta bókin í röðinni um gullgerðar- manninn Nicholas Flamel.“ Hver eru helstu áhugamálin? „Listir, tónlist, píanó, að lesa og skrifa, mér finnst líka mjög gaman að dansa heima í stofu og syngja hástöfum í sturt- unni.“ Hefurðu farið í eftirminnilegt ferðalag? „Ég fór til Noregs og Danmerkur í sömu ferðinni fyrir nokkrum árum og ákvað að fara ekkert í tölvuna á meðan ég var þar. Það er ansi eftirminnilegt þar sem ég naut ferðarinnar miklu betur.“ Hvað dreymir þig helst um að verða? „Ég ætla mér að verða leikkona, rithöfundur og skáld. Ég stefni á leiklistarsvið í fram- haldsskóla en gæti líka hugsað mér að læra leikstjórn í fram- tíðinni.“ Ákvað að opna ekki tölvuna í ferðalagi Hin 15 ára Unnur Hlíf Rúnarsdóttir hlaut 1. verðlaun í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs, fyrir tvö ljóð. Hún elskar að lesa og hefur ort svo lengi sem hún man, dansar líka heima í stofu og syngur hástöfum í sturtunni. LJÓÐSKÁLDIÐ „Stundum fer ég í göngutúra með bókina mína og skrifa niður það sem ég sé,“ segir Unnur Hlíf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tveir meingallaðir túnfiskar sem koma hvor úr sinni dós sameinast á miðri leið og verða sem eitt að undurfallegri rós Ljóð eft ir Unni Hlíf Auðlindir alheimsins Kennari: „Af hverju lærir þú ekki neitt, Hlynur minn?“ Svenni: „Af því að ég er alltaf að hlusta á þig.“ Kennarinn: „Jæja, nú skuluð þið skrifa stíl um hvað þið munduð gera ef þið eignuðust allt í einu hundrað milljónir.“ Lati Geiri var fljótastur með sinn stíl, aldrei þessu vant. Þegar kenn- arinn tók við stílnum stóð þar bara eitt orð: Ekkert. Kennari er að kenna Ingu litlu að skrifa stafi. „Hvar er nú punkturinn yfir i-ið, Inga mín?“ spurði hann. „Hann er í blýantinum enn þá,“ svar- aði sú stutta. Sigga var í fyrsta bekk. Einn daginn þegar hún kom heim spurði pabbi: „Jæja, lærðirðu eitthvað í skólanum í dag, Sigga mín?“ „Nei, ekki ég, bara kennarinn. Ég sýndi honum hvernig ætti að skrifa nafnið hennar kisu.“ Bragi Halldórsson 135 „Ekki eru þetta frýnilegir fiskar,“ sagði Róbert og hryllti sig. „Þeir éta örugglega hvern annan.“ „Það er líka þrautin,“ sagði Lísaloppa og spenningur leyndi sér ekki í röddinni. „Getum við dregið þrjú bein strik á milli þeirra svo að hver fiskur verði í sér hólfi og þá geta þeir ekki étið hvern annan.“ „Hm,“ sagði Kata. „Bara þrjú strik?“ Hún efaðist um að það yrði nóg. Konráð horfði á fiskabúrið nokkra stund og sagði svo. „Ég held að ég sé komin með þetta.“ Getur þú teiknað þrjú bein strik á milli fiskanna svo að hver þeirra verði í sér hólfi og geti ekki étið hvern annan? Sum ljóð sem ég yrki eru tengd verkefn- um í skólanum og mörg eru sprottin af persónu- legri reynslu. Þannig að það má segja að ég skrifi eiginlega hvar sem er og á hvaða tíma sem er. 14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C F -F B F 4 1 3 C F -F A B 8 1 3 C F -F 9 7 C 1 3 C F -F 8 4 0 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 1 1 2 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.