Fréttablaðið - 06.03.2015, Page 11
FÖSTUDAGUR 6. mars 2015 | FRÉTTIR | 11
Nýr SKODA Octavia frá 3.740.000 kr.
Íslendingar elska Skoda enda eru vandfundnari bílar sem henta íslenskum fjölskyldum betur. Þeir eru einstaklega
rúmgóðir, sparneytnir, öruggir og endingargóðir og þess vegna sérlega vinsælir í endursölu. Komdu við hjá
okkur í Heklu og prófaðu skemmtilega Skoda.
www.skoda.is
SKEMMTILEGUR
Á ALLA VEGU
SAMGÖNGUR Skúli Mogensen, eig-
andi og forstjóri WOW air, stefnir
á að fimmfalda flugflota félagsins
á næstu fimm árum samhliða upp-
byggingu á leiðakerfi milli Evrópu
og Bandaríkjanna. Bæði verður
um leigu og kaup á farþegaþotum
að ræða, en flugfloti félagsins gæti
því verið 30 vélar árið 2020.
Frá þessu greindi Skúli í viðtali
á ITB-ferðaþjónustusýningunni
í Berlín sem stendur yfir, og stað-
festir í viðtali við Fréttablaðið. Skúli
ætlar með þessari uppbyggingu
félagsins að fjölga farþegum WOW
um 50% á ári yfir þetta tímabil.
„Við erum að bæta við okkur
þremur vélum til næsta árs, förum
því úr sex í níu vélar. Í framhaldi af
því hef ég sagt að miðað við stærð
markaðarins, en 50 milljónir manna
fljúga yfir hafið árlega frá Norður-
Ameríku til Evrópu, þá er þetta
raunhæft. Þetta er sá markaður sem
Icelandair sækir á, en lággjalda-
flugfélögin hafa ekkert sinnt hing-
að til, og því er þetta nærri lagi,“
segir Skúli en til samanburðar má
nefna að flugfloti Icelandair í milli-
landaflugi – farþegaflugi – er í dag
24 vélar; sex fleiri en árið 2013.
Ekki er liðinn mánuður síðan
WOW air tilkynnti um kaup á tveim-
ur nýjum Airbus A321-211 farþega-
þotum. Vélarnar voru fengnar
með kaupleigu til 12 ára þannig að
félagið eignast þær á þeim tíma.
Skúli sagði í viðtali við Fréttablaðið
19. febrúar að WOW hafi gengið inn
í mun stærri kaupsamning á mjög
hagstæðum kjörum sem hafi gert
félaginu kleift að ljúka fjármögn-
un, án þess að gefa upp kaupverð-
ið. Listaverð þessara farþegavéla er
hins vegar um 15 milljarðar króna.
Spurður hvort um frekari kaup
verði að ræða eða leigu á þeim 24
vélum sem hér um ræðir, segir
Skúli: „Þessi uppbygging mun
áfram verða blanda af þessu tvennu.
Þetta verða nýjar og nýlegar Air-
bus 320- og Airbus 321-vélar,“ segir
Skúli en þær vélar sem WOW hefur
til umráða í dag eru einmitt af þess-
ari tegund.
Spurður um þessa hröðu upp-
byggingu segir Skúli að á milli ára
hafi vöxturinn í farþegafjölda verið
úr 500.000 í tæplega 800.000 far-
þega, eða 65%. „Við búumst aftur
við 50% vexti inn á árið 2016, þann-
ig að þetta er aðeins rökrétt fram-
hald á uppbyggingu félagsins,“ segir
Skúli og bætir við að yfirbyggingin
muni ekki vaxa verulega þrátt fyrir
vöxt, enda búið að fjárfesta mikið í
nauðsynlegum innviðum. Starfs-
mönnum muni þó eðlilega fjölga, og
þá aðallega flugliðum og flugmönn-
um. Hjá WOW air vinna nú um 175
starfsmenn.
Hyggst fimmfalda flugflota
WOW air næstu fimm árin
Framtíðarsýn Skúla Mogensen fyrir WOW air er að árið 2020 verði 30 vélar í flota flugfélagsins. Þær eru sex í
dag eftir kaup á tveimur Airbus-farþegaþotum nýlega. Skúli ætlar sér hlutdeild í 50 milljóna manna markaði.
Þetta
verða nýjar
og nýlegar
Airbus 320- og
Airbus 321-
vélar.
Skúli Mogensen,
forstjóri WOW air
SAMKEPPNI WOW air stefnir fyrst lággjaldaflugfélaga á flugleiðina á milli Evrópu og Norður-Ameríku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Svavar Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
VÍSINDI Nýjar rannsóknir benda
til að 95 prósent fýla á Norður-
sjávarsvæðinu séu með plast í
maganum.
Á vefnum forskning.no segir
að meðfram Noregsströndum og
einkum í Skagerak hafi fundist
0,1 g af plasti í maga helmings
þeirra fýla sem voru rannsak-
aðir.
Bent er á að míkróplast dragi
að sér umhverfiseitur. Þar með
fái dýr sem éta plastið ekki bara
plastagnir í sig heldur einnig
umhverfiseitrið. - ibs
Rannsóknir á fýlum:
90 prósent með
plast í maga
SVÍÞJÓÐ Skop-
myndateiknar-
inn Lars Vilks
hefur eftir
hryðju verka-
árásina í Kaup-
mannahöfn
ekki getað búið
heima, heldur
flytur hann sig
stöðugt á milli staða í Svíþjóð. Í
frétt á vef Dagens Nyheter sem
vitnar í AP-fréttastofuna er haft
eftir Vilks að þetta sé eins og að
hefja nýtt líf. Nú sé allt breytt.
Nú sé hann hættur að spauga.
Vilks kveðst samt ekki iðr-
ast þess að hafa teiknað skop-
myndir af Múhameð í hundslíki.
Umræðufundi sem Vilks átti að
halda í Gautaborg á dögunum
var aflýst. - ibs
Í kjölfar hryðjuverka:
Kveðst hættur
öllu spaugi
LARS VILKS
0
5
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:5
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
0
9
-8
E
6
4
1
4
0
9
-8
D
2
8
1
4
0
9
-8
B
E
C
1
4
0
9
-8
A
B
0
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K