Fréttablaðið - 06.03.2015, Page 24

Fréttablaðið - 06.03.2015, Page 24
2 • LÍFIÐ 6. MARS 2015 ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is ● Ábyrgðarmaður Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Vilhelm Gunnarsson Lífi ð www.visir.is/lifid Eva Laufey Kjaran Hermanns- dóttir er mörgum kunn sem mat- gæðingur mikill en hún hefur deilt gómsætum uppskriftum með sjónvarpsþáttum og blogg- inu sínu. Hér eru tíu lög sem Eva Lauf- ey hlustar á þegar hún er úti að hlaupa, heima að þrífa, að kokka eldhúsinu eða þá bara þegar hana langar að komast í stuð. XO BEYONCÉ BLACK SKINHEAD KANYE WEST UPTOWN FUNK MARK RONSON LA BAMBA RITCHIE VALENS TWIST AND SHOUT THE BEATLES DON‘T STOP ME NOW QUEEN HOUND DOG ELVIS PRESLEY ROCK AROUND THE CLOCK BILL HALEY CLICHE LOVE SONG BASIM FÅNGAD AV EN STORMVIND CAROLA MATGÆÐINGUR DILLAR SÉR Í ELDHÚSINU Hristingar eru eitt af því besta sem ég fæ mér í morgunmat og börnin mín líka. Ég geri sérstak- ar útgáfur handa þeim sem ég nefni eftir vinsælustu ofurhetjun- um hverju sinni. Ég, eins og aðrir, vakna þó stundum aðeins of seint og hef þá ekki tíma til þess að fara að saxa, undirbúa og hvað þá þrífa eftir eldamennskuna. Í stað þess að rjúka út í morgunmyrkr- ið dag eftir dag með tóman maga ákvað ég að reyna að finna lausnir á þessu vandamáli mínu. 1 Keyptu inn á sunnudögum Vertu búin að ákveða uppskriftir að hristingum fyrir vikuna og keyptu inn hráefnið á sunnudegi. Það sem þig vantar helst eru: ● frosnir ávextir (jarðarber, bláber, mangó, lárperur) ● ferskt salat (spínat, grænkál) ● ferskar jurtir (engifer, túrmerik) ● ferskir ávextir (bananar, epli, sítrus- ávextir) ● hnetur og fræ (chia-fræ, hörfræ, kasjúhnetur) ● olíur og smjör (kókosolía, hnetu- smjör, omega-olíur) ● vökvi (möndlumjólk, kókosvatn, safar) ● næringarduft, prótínduft, bee poll- en, maca-duft o.fl. 2 Skerðu niður grænmetið og ávextina sem þú þarft fyrir vik- una og settu þá í plastbox sem má frysta, það er miklu umhverfis vænna en að setja allt í plastpoka eins og marg- ir gera. Ef þú ert að undirbúa fleiri en eina uppskrift getur verið ágætt að skrifa á boxin þann vökva sem á að blanda í hristinginn. 3 Það skiptir svolitlu máli að raða rétt í blandarann. Byrjaðu á því að setja vökvann og létta hráefnið fyrst og endaðu svo á því að setja frosnu bitana saman við. Þá bland- ast þetta allt betur saman. Ekki gleyma því að setja lokið á, ég veit um þó nokkur dæmi þar sem það hefur gerst. 4 Helltu drykknum úr og njóttu strax eða taktu með þér í ferðaglas. Settu volgt vatn upp að helmingi blandara- glassins, einn dropa af uppþvottalegi og settu aftur í gang. Sko, nú er þrif- unum lokið á örskotsstundu. HRIST FRAM ÚR ERMINNI Væri ekki dásamlegt að vakna í rólegheitum, byrja á því að fá sér ljúfan kaffibolla og skella svo í einn hristing án vandkvæða? Þetta er kjörinn morgumverður til að taka með sér út í daginn. Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is „Hristingar eru eitt af því besta sem ég fæ mér í morgunmat og börnin mín líka. Ég geri sérstakar útgáfur handa þeim sem ég nefni eftir vinsælustu ofurhetjunum hverju sinni. UNICEF og Fatímusjóðurinn eru um þessar mundir að safna fyrir skóla- göngu sýrlenskra barna og unglinga sem eru flóttamenn í Jórdaníu. Þetta eru þau börn sem fá vonandi það verkefni að byggja upp sýrlenskt sam- félag á ný. Menntun er öflugasta vopnið gegn fátækt og hungri, stuðl- ar að minni barnadauða og er mikil- væg til að ná fram jafnrétti kynjanna. Fjáröflun hefst formlega um helgina með skákmóti í Hörpu þar sem lands- menn geta komið og tekið þátt í mara- þonskák með Hrafni Jökulssyni, gefið í söfnunarbauka eða með smáskila- boðum. Styrkur úr Fatímusjóðnum er mjög kærkominn fyrir störf UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum til að gera líf sýrlenskra barna bærilegra og veita þeim vernd og stuðning. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu UNICEF, www.unicef.is. LÍFIÐ MÆLIR MEÐ FJÁRÖFLUN UNICEF OG FATÍMUSJÓÐSINS Vinsamlegast láttu vita í gjaldfrjálst númer 800 1177 eða á dreifing@postdreifing.is Hjálpaðu okkur að bæta þjónustuna. Blaðið á að berast þér fyrir kl. 7:15 virka morgna og 8:15 á laugardögum FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í MORGUN? KOM ÞAÐ OF SEINT? Heilsuvísir 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 9 -A 7 1 4 1 4 0 9 -A 5 D 8 1 4 0 9 -A 4 9 C 1 4 0 9 -A 3 6 0 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.