Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Side 9

Skessuhorn - 26.06.2013, Side 9
9MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Fimmtudaginn 20. júní síðastlið- inn fékk Leikskólinn Andabær á Hvanneyri afhentan Grænfánann í fimmta sinn. Grænfáninn er al- þjóðlegt verkefni sem er á vegum Landverndar hér á landi, en verk- efnið er til þess gert að auka um- hverfismennt og styrkja umhverf- isstefnu í skólum. Til að fá nýjan fána þarf viðkomandi skóli að sýna fram á gott starf í þágu umhverf- issins. Það felst meðal annars í því að skólinn setur sér ný markmið á tveggja ára fresti. Í dag er Andabær kominn með 20 markmið og vinnur ötullega að þeim. Af þessum 20 markmið- um setti skólinn sér þrjú ný í vor, sem eru eftirfarandi: Útikennsla og vettvangsferðir, molta sjálf og að gróðursetja trjáplöntur á skólalóð- inni og hlúa að þeim. Í tilefni dags- ins var foreldrum, sveitarstjórn og fleirum boðið að vera viðstödd af- hendinguna og þiggja léttar veit- ingar að henni lokinni. hj Tuttugu og fjórir afburðanemend- ur úr framhaldsskólum víðsveg- ar af landinu tóku við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúd- enta Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi sl. fimmtu- dag. Nemendurnir eiga það sam- eiginlegt að hafa náð framúrskar- andi árangri á stúdentsprófi. Með- al þeirra sem hlutu styrk að þessu sinni er Guðrún Valdís Jónsdótt- ir frá Akranesi en hún brautskráð- ist frá Fjölbrautskóla Vesturlands á Akranesi um síðustu áramót. Hún var dúx skólans og hlaut m.a. við- urkenningar fyrir árangur í íslensku og sögu, íþróttum, raungreinum og erlendum tungumálum. Þá hlaut hún afreksstyrk Akraneskaupstaðar í vor fyrir árangur sinn. Guðrún á að baki tíu ára píanónám við Tón- listarskóla Akraness og hefur lok- ið miðstigsprófi. Auk þess hefur hún æft knattspyrnu í átta ár og er markmaður í meistaraflokki kvenna hjá ÍA ásamt því að hafa æft og spil- að með yngri landsliðum Íslands í íþróttinni. Guðrún hyggur á nám í læknisfræði í haust. mm Um miðja síðustu viku var lokið við að landa fyrsta farminum af frystum afurðum í Ísbjörninn, nýja frysti- geymslu HB Granda við Norður- garð í Reykjavík. Afurðirnar voru úr síðustu veiðiferð Helgu Maríu AK sem frystitogara en skipinu verð- ur nú siglt til Póllands þar sem því verður breytt í ísfisktogara. Áætlað er að breytingarnar taki tæpa fjóra mánuði. Þar með er 25 ára farsæl- um ferli skipsins sem frystitogara lokið. Eftir breytinguna mun verða rými fyrir 640 kör af fiski í kælilest skipsins en það samsvarar um 180 tonnum af fiski upp úr sjó. Á þilfari verður svo kælirými fyrir um 50 kör af lifur og öðrum aukaafurðum. Að sögn Steindórs Sverrisson- ar, útgerðarstjóra frystiskipa HB Granda, var afli Helgu Maríu úr síðustu veiðiferð um 8.000 kass- ar en það svarar til um 190 tonna af afurðum eða um 275 tonnum af fiski upp úr sjó. Uppistaða aflans var þorskur og karfi, auk grálúðu og minna magns af öðrum fiskteg- undum. mm Nafn: Aldís Thea Daníelsdótt- ir Glad. Aldur: 7 ára. Hvenær lestu? Þegar ég er heima, stundum á kvöldin. Áttu uppáhalds bók? Já! Iðn- ir krakkar. Áttu einhvern uppáhalds höf- und? Sigrún Eldjárn. Hvaða bók lastu síðast? Nýir nágrannar og Svona stór. Viltu mæla með einhverri bók fyrir aðra krakka að lesa? Nei. Sumarlesari vikunnar Sumarlestur fyrir börn heldur áfram á Bókasafni Akraness. Guðrún Valdís í hópi afreksstyrkþega HÍ Styrkþegar og fulltrúar þeirra við athöfnina sl. fimmtudag. Með þeim á myndinni er Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands. Ljósm. Arnaldur Halldórsson. Guðrún Valdís þegar hún lauk námi við FVA í desember 2012. Hér er hún ásamt Atla Harðarsyni skólameistara. Grænfáni í Andabæ í fimmta skipti Frystum afurðum landað úr Helgu Maríu AK. Mynd HB Grandi/Kristján Maack. Helgu Maríu AK verður nú breytt í ísfisktogara

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.