Skessuhorn - 26.06.2013, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013
Gleðileg tímamót urðu í bæjarmál-
um á Akranesi í síðustu viku þeg-
ar forystuparið í meirihluta bæj-
arstjórnar, Guðmundur Páll og
Sveinn, birtist á ritvellinum í kjölfar
greinar okkar félaga í Skessuhorni
fyrir nokkru. Tímamótin eru ekki
vegna innihalds greinarinnar held-
ur vegna þess að greinin er sú fyrsta
sem parið ritar um bæjarmál á kjör-
tímabilinu, sem nú er komið á sitt
síðasta ár. Þriggja ára þögn parsins
á opinberum vettvangi er rofin.
Eins og fram kom í grein okk-
ar á sínum tíma hafa nettóskuldir
Akraneskaupstaðar aukist um rúm-
an einn milljarð króna með lífeyris-
skuldbindingum undir stjórn þeirra
félaga án þess að óhóflegri fram-
kvæmdagleði verði um kennt held-
ur eingöngu miklum hallarekstri
sveitarfélagsins. Með grein okk-
ar vildum við kalla eftir upplýs-
ingum um með hvaða hætti meiri-
hluti bæjarstjórnar vildi bregð-
ast við hallarekstrinum og aukn-
ingu skulda. En þeir félagar skil-
uðu auðu. Meirihlutinn er stefnu-
laus. „Ábyrgðin og festan“ eru orð-
in tóm þrátt fyrir að meirihlutinn sé
sá sterkasti í seinni tíma sögu Akra-
ness í bæjarfulltrúum talið.
Verst er þó að þrátt fyrir rekstr-
artap á árinu 2011, sem lá í loft-
inu allt árið og vísbendingar stærst-
an hluta ársins 2012 um áfram-
haldandi rekstrartap sá forustupar-
ið niðurstöðuna ekki fyrir ef marka
má tímamótagrein þeirra. Af orðum
þeirra í ræðu og riti má hins vegar
halda að rekstrartapið sé vegna þess
að við bæjarfulltrúar Sjálfsstæðis-
flokksins þögðum þunnu hljóði.
Slíkt er fjarri raunveruleikanum
því við fjölmörg tækifæri höfum
við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins varað við þróuninni en það er
greinilegt af skrifum og verkum
forystuparsins að ekki hefur verið
tekið eftir þeim viðvörunarorðum.
Guðmundur Páll og Sveinn
benda á að rekstrarvandi Akraness-
kaupstaðar sé hluti af sameiginleg-
um vanda sveitarfélaga í landinu.
Það er fjarri sanni eins og ársreikn-
ingar nágrannasveitarfélaga okkar
bera vitni um. „Við eigum við vanda
að glíma og þann vanda leysum við
ekki með því að benda á vanda ann-
arra. Stjórnmálamenn verða að gera
fortíðina upp með staðreyndum en
ekki óskhyggju,“ sagði sami Sveinn
af öðru tilefni sem minnihlutamað-
ur á síðasta kjörtímabili. Við getum
ekki svarað skrifum þeirra félaga
nú betur en með því að nota þessa
gömlu skoðun Sveins.
Akranes á sér glæsta sögu og
þjónusta sveitarfélagins til fyrir-
myndar á flestum sviðum. Þá stöðu
verða kjörnir fulltrúar að verja. Það
verður hins vegar ekki gert með
því að loka augunum fyrir stað-
reyndum. Góð ímynd byggist upp
á löngum tíma og verður að málast
með litrófi raunveruleikans. Hin-
ir dökknandi litir rekstrarins verða
að víkja fyrir bjartari litum bætts
rekstrar. Því miður virðist núver-
andi meirihluti ekki finna þá á lita-
spjaldi sínu.
Gunnar Sigurðsson
Einar Brandsson.
Höf. eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins á Akranesi.
Staðreyndir víkja
fyrir óskhyggju
Pennagrein
Pennagrein
Ég hef verið að velta fyrir mér til
hvers við höfum verkalýðsfélög
þegar þau geta ekki komið í veg
fyrir að verið sé að brjóta á verka-
fólki í landinu. Ég veit að þau koma
að gerð kjarasamninga og afla verk-
fallsheimilda og er ég þeim þakklát
fyrir það. Að öðru leyti finnst mér
þetta vera orðið að frístundafélög-
um, því í mínu tilfelli gátu þau ekki
varist þess að ég ásamt fjörum öðr-
um konum voru reknar. Við störf-
uðum í mötuneyti Elkem á Grund-
artanga. Fyrstu þrjú árin störfuðum
við á þeirra vegum, en frá 1. sept-
ember 2002 störfuðum við und-
ir nafninu Fang en þó enn á þeirra
vegum. Þá gerðum við fyrirtækja-
samning og var okkur sagt að með
gerð hans gæti annar rekstraraðili
ekki komið inn í mötuneytið og
við reknar, en þá höfðum við heyrt
af því að láglaunafyrirtæki væri að
reyna að komast yfir mötuneyt-
ið. Þá vorum við með sambærileg
laun og starfsmenn Elkem. Þann 1.
júlí 2009 gerðist það að láglauna-
fyrirtækið ISS Ísland tók yfir rekst-
ur mötuneytis, ræstingu og þvotta-
hússins en það er starfandi hjá
Norðuráli og þau lofuðu okkur að
við héldum öllu okkar. Það var þó
ekki með öllu rétt því við þurft-
um að sækja margt sem við höfð-
um haft og sumu náðum við í gegn
en öðru ekki. Við vissum að ISS
er láglaunafyrirtæki en héldum að
við værum varin af fyrirtækjasamn-
ingnum.
Þann 31. janúar á þessu ári gerð-
ist það að við í mötuneyti og ræst-
ingu fengum uppsagnarbréf með
þeirri skýringu að ekki væri búið
að endurnýja samninginn við El-
kem. Einum og hálfum mánuði
síðar voru þær í ræstingunni endur-
ráðnar. Þær eru allar nema ein bún-
ar að vinna við ræstingarnar í frek-
ar fá ár. Ég var búin að vinna í 14
ár, önnur í 12 ár og hinar styttra.
Þegar við spurðumst fyrir um okk-
ar stöðu fengum við einungis loð-
in svör og þann 23. apríl sl. komu
tveir yfirmenn að sunnan og sögðu
okkur að gera ætti skipulagsbreyt-
ingu og að við værum ekki æskileg-
ar í þeim breytingum. Við fengum
hvorki þakkir fyrir störfin né nokkra
hjálp við að komast yfir brottrekst-
urinn sem er ofboðslegt áfall. Samt
skreytir þetta fyrirtæki sig með því
að bera hag starfsmanna sinna fyr-
ir brjósti.
Það hafði aldrei verið kvartað
undan vinnu okkar og ég get full-
yrt að allir sem komu í mat til okk-
ar líkaði vel við okkur. Auðvitað
höfum við veikst en sem betur fer
mjög lítið. Við unnum þessu fyr-
irtæki mjög og eigum þessa fram-
komu ISS ekki skilda. Að því sögðu
vil ég vita eitt: Vilja góð fyrirtæki í
landinu að svona sé komið fram við
verkafólk? Er það stefna Elkem á
Grundartanga að hafa viðskipti við
fyrirtæki eins og ISS? Við vorum
allar fyrrverandi starfsmenn þeirra
og ég spyr verkalýðsfélög í landinu:
Er það í lagi að fyrirtæki segi góðu
starfsfólki upp og beri fyrir sig
skipulagsbreytingum, en eru eft-
ir sem áður með jafn marga starfs-
menn, en með minni starfsaldur og
lægri laun? Okkur var aldrei boð-
ið að taka þátt í þessari skipulags-
breytingu. Gæti verið að það sé
vegna þess að við stóðum kannski
of fast á rétti okkar og af hverju
eru við ekki varin fyrir svona fram-
komu? Ég er búin að borga í verka-
lýðsfélög í 40 ár og ég spyr: Eru það
svona fyrirtæki sem þið viljið verð-
launa?
Virðingafyllst,
Málmfríður Guðrún
Sigurvinsdóttir.
Til verkalýðsfélaga og
vinnustaða í landinu
Aðalmót Sjóstanga veiðfélagsins
Skipaskaga (SjóSkip) fór fram á
föstudag og laugardag í blíðskap-
arveðri. Mótið var vel sótt en 33
keppendur af báðum kynjum tóku
þátt í mótinu. Þar af voru sex
heimamenn. Þokkalega fiskað-
ist miðað við árstíma og var einna
skást veiði næst landi fyrri daginn
og seinni daginn í Hvalfirði. Róið
var á ellefu bátum sem skipstjórar
og útgerðarmenn á Akranesi lán-
uðu í keppnina.
Aflahæsta konan á mótinu og
jafnframt aflahæsti keppandi móts-
ins var Sigríður Rögnvaldsdóttir
Sjóstangaveiðimót í blíðuveðri
Bátarnir bíða eftir blæstri þokulúðurs áður en þeir halda úr höfn klukkan 6 að
morgni.
Þrjár aflahæstu konur mótsins ásamt skipstjórum sínum. F.v: Sigríður Rögnvalds-
dóttir í 1 sæti, Þröstur Reynisson skipstjóri á Snarfara, Guðrún Jóhannesdóttir í
öðru sæti, Elín Snorradóttir í þriðja sæti og Jóhannes Eyleifsson skipstjóri á Leifa.
frá Siglufirði með 528,70 kíló sam-
anlagt yfir báða daga. Aflahæsti
karlinn var Arnar Eyþórsson Sjóst-
angaveiðifélagi Akureyrar með
521,13 kíló. Aflahæsti báturinn var
Snarfari AK 17, skipstjóri Þröst-
ur Reynisson með 527,46 kíló að
meðaltali á stöng en í áhöfn Þrast-
ar voru tvær konur, þær Guðrún
Jóhannesdóttir frá Sjóstangaveiði-
félagi Akureyrar og Sigríður Rögn-
valdsdóttir frá Siglufirði. Sjaldgæft
er að eingöngu konur skipi áhöfn
aflahæsta bátsins en karlavígi falla
hvert af öðru í þessu sem öðru. Í
öðru sæti varð Gári AK-5, und-
ir stjórn Rögnvaldar Einarssonar
með 469,345 að meðaltali á stöng
og í þriðja sæti Máni AK-73 með
421,494 kíló að meðaltali á stöng.
Stærsti þorskur sem veiddist var
17,1 kíló en hann veiddi Kristján
Tryggvason frá Reykjavík en þetta
var jafnframt stærsti fiskur móts-
ins. Fjölmörg önnur verðlaun voru
veitt fyrir stærstu fiska af hverri
tegund, aflahæstu sveitir og fleira.
Aflahæsti heimamaðurinn var Jó-
hannes Marian Simonsen og þess
má geta að aðeins vantaði 1,4 kíló
upp á afla hans til að hann yrði
aflahæsti karl mótsins. Jóhannes
var á sínu fyrsta stóra sjóstanga-
veiðimóti en áður hafði hann tek-
ið þátt í innanfélagsmóti SjóSkip í
maí síðastliðnum.
hb
Þrír aflahæstu skipstjórar. Hörður Jónsson í 2. sæti, Þröstur Reynisson í 1. sæti og
Rögnvaldur Einarsson í 2. sæti.
Aflahæsti Akurnesingurinn, Jóhannes Simonsen t.h. ásamt Gísla Geirssyni skip-
stjóra sínum.
Daði Jóhannesson var yngsti þátttakandinn, 16 ára gamall. Hér er hann ásamt
móður sinni Ragnhildi Bjarnadóttur, sem hefur stundað sjóstangaveiðimótin í
mörg ár og er einn af stofnendum SjóSkip fyrir 19 árum.