Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2001, Page 10

Læknablaðið - 15.06.2001, Page 10
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN ástungu á eistalyppunni (percutaneous ependidymal sperm aspiration, PESA) eða á eistanu sjálfu (testicular sperm aspiration, TESA). Biðlistar Fjölgun meðferða eftir stækkun deildarinnar gerði kleift að minnka biðlista úr rúmlega tveimur árum í eitt ár fyrir pör sem bíða eftir sinni fyrstu glasafrjóvgunameðferð. Hjá þeim sem ekki tekst í fyrstu tilraun er biðin nokkru styttri eða sex til átta mánuðir. Pá er ekki lengur nauðsynlegt að neita pörum um meðferð sem eiga þegar eitt eða fleiri börn saman og kjósa að stækka fjölskylduna enn frekar. Pað hefur hins vegar ekki reynst unnt að verða við beiðnum sem borist hafa erlendis frá um meðferð. Árangur Glasafrjóvgunarmeðferðir hófust á Landspítalanum í október 1991 og fyrsta barnið fæddist níu mánuðuðum síðar. Um og yfir eitt hundrað börn hafa fæðst árlega eftir glasafrjóvganir og nú eru fædd vel á annað þúsund börn eftir tæknifrjóvganir a deildinni. Árangur hefur verið góður frá upphafi þannig að tekið hefur verið eftir erlendis. Hver tilraun til glasafrjóvgunar hefur leitt af sér fætt barn eða börn í um þriðjungi tilfella og hver eggheimta hefur leitt til þungunar hjá um 50% kvenna. Árið 1999 var sett á fót nefnd á vegum Evrópusamtaka tæknifrjóvgunar- deilda (ESHRE) sem hefur það hlutverk að safna saman tölulegum upplýsingum um árangur tækni- frjóvgunardeilda í Evrópu. Á síðasta Evrópuþingi tæknifrjóvgunardeilda í Bologna á Ítalíu var birtur árangur í Evrópu fyrir árið 1997 og var hann borinn saman við árangur í öðrum heimsálfum. I ljós kom að um helmingur allra glasfrjóvgunarmeðferða sem framkvæmdar eru í heiminum eru gerðar í Evrópu. Árangur í Evrópu var svipaður og í Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Norður-Ameríku og Kanada. Innan Evrópu komu Norðurlöndin betur út en aðrir hlutar álfunnar þrátt fyrir vaxandi tilhneigingu á Norðurlöndum til að koma fyrir færri fósturvísum í von um færri fjölburavandamál sem hingað til hafa verið fylgifiskur glasafrjóvgana. Tíðni þungana eftir fósturfærslu í Evrópu var 26,1%; lægst í Sviss, 17,9% en hæst á íslandi 44,7%. Næstu lönd fyrir neðan ísland voru Grikkland með 34,2% og Svíþjóð 32,5%. Pess ber að geta að í Grikklandi er í 42,4% tilvika settir upp fjórir eða fleiri fósturvísar en slíkt er aldrei gert á Norður löndum. Athygli vekur að aldursdreifing kvenna er ólík milli landa. Vel þekkt er minnkandi frjósemi með hækkandi aldri konunnar. í ljós kom að hlutfall kvenna yngri en 30 ára var 19,1%; hæst í Rússlandi 35,2% en langlægst á íslandi 3,2%. Hlutfall kvenna eldri en 40 ára var 11,8%; lægst í Portúgal 6,3% en hæst í Grikklandi 17,9% og á íslandi var það næsthæst 14,7%. Hvað varðar fjölburatíðni þá var Island um miðjan hóp Evrópulanda með tvíburatíðni 27,8% og þríbura- tíðnin var 4,8%. Meðalfjöldi glasafrjóvgunarmeð- ferða á hverja miljón íbúa í Evrópu var 765 og þar var ísland í þriðja sæti með 1422 meðferðir, á eftir Finn- landi með 1538 meðferðir og Danmörku með 1448 meðferðir. Framtíðin Þegar horft er fram á veginn þarf að gæta vel að þeim þátlum sem ráða mestu um árangur tæknifrjóvgana. Þar vegur þungt mikilvægi þess að deildinni haldist vel á því starfsfólki sem skapað hefur þennan góða árangur. Þetta hefur reynst æ erfiðara með vaxandi samkeppni um vel menntað og þjálfað starfsfólk. Svigrúm til að taka þátt í þessari samkeppni hefur verið takmarkað innan ríkisgeirans og hafa einkarekin fyrirtæki óumdeilanlega staðið þar betur að vígi. Meðferð við ófrjósemi hefur tekið stórstígum framförum á síðastliðnum 20 árum. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með eftirsóknarverðum nýjungum sem fram koma og einnig með umdeildum þáttum frjósemilækninga sem áberandi hafa verið í fjólmiðlum undanfarna mánuði. Má þar nefna ræktanir á stofnfrumum í þeim tilgangi að lækna sjúkdóma. Hlutverk glasafrjóvgana kann því að víkka út á næstu árum og áratugum. Það er því mikilvægt að fagfólk sem og stjórnmálamenn fylgist vel með þróun þessara vísinda og gæti þess að gildandi lög og reglur verði endurskoðuð eftir því sem tilefni gefst til. 510 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.