Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / HJARTASJÚKDÓMAR með sögu um kransæðastíflu fyrir fimmtugt. (Fyrstu gráðu ættingjar eru systkini, börn og foreldrar en annarrar gráðu ættingjar eru afar, ömmur og systkini foreldra.) 4. Fjölskyldusaga um heildarkólesteról hærra en 7,5 mmól/L í fyrstu eða annarrar gráðu ættingja. Sjúkdómsgreining er talin örugg ef skilmerki 1 og 2 eru uppfyllt en lfkleg ef skilmerki 1 og 3 eða 1 og 4 eru uppfyllt (11). Príglýseríðar og HDL (high density lipoprotein, háþéttnifituprótín) -kólesteról eru hins vegar eðlileg hjá einstaklingum með arfbundna kólesterólhækkun nema aðrir erfðaþættir eða umhverfisþættir komi ti! viðbótar. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar með arfbundna kólesterólhækkun eru iðulega ekki meðhöndlaðir á fullnægjandi hátt (13). Því er í skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar frá 1997 um arfbundna kólesterólhækkun (1) hvatt til þess að skýrar leiðbeiningar séu kynntar um greiningu og meðferð á sjúkdómnum og meðferðarúrræði á hverjum stað gerð aðgengileg. Hjartavernd leggur til eftirfarandi vinnutilhögun ef klínískur grunur um arfbundna kólesteról vaknar: 1. Auk heildarkólesteróls verði mæld þríglýseríð, háþéttnifituprótín, kreatínin, blóðsykur og TSH (thyroid stimulating hormone) í sermi eftir næturföstu. 2. Farið verði yfir klínísk skilmerki sem lýst er hér að ofan. 3. Meðferðarlæknirinn feli Hjartavernd að gera DNA-próf til að kanna hvort sjúklingurinn hafi þekkta stökkbreytingu sem orsök sjúkdómsins og hvort viðkomandi ættrekist til þekktra ætta með arfbundna kólesterólhækkun. Hjartavernd býður sjúklingum þessa rannsókn, þeim að kostnaðar- lausu. 4. Hjartavernd mun senda svarbréf til viðkomandi læknis með niðurstöðum rannsóknanna. 5. Læknar geta ávallt vísað einstaklingum með háa blóðfitu á göngudeild háþrýstings og blóðfitu til greiningar og meðferðar. Meðferð hækkaðs kólesteróls hjá einstaklingum með arfbundna kólesterólhækkun Hornsteinn meðferðar við arfbundinni kólesteról- hækkun eru lyf í flokki HMG-coA reduktasa hemlara eða statín. Þessi lyf eru mjög virk til lækkunar á LDL kólesteróli hjá einstaklingum með arfbundna kólesterólhækkun (14) og hafa rann- sóknir sýnt að meðferðin dregur úr kransæðaþreng- slum hjá einstaklingum í þessum sjúklingahópi (15). Rannsóknir á gildi þessarar meðferðar, bæði meðal sjúklinga með kransæðasjúkdóm og í almennu þýði, Table II. Mean cholesterol level for lcelandic men and women based on cholesterol measurements from the lcelandic Heart Association in December 2000. Age (years) Mean cholesterol level for lcelandic men (mmol/L) (±SD) Mean cholesterol level for lcelandic women (mmol/L) (±SD) 15-19 4.50 (±0.84) 4.72 (±0.83) 20-29 5.05 (±0.96) 4.93 (±0.92) 30-39 5.65 (±1.04) 5.29 (±0.96) 40-49 6.16 (±1.09) 5.88 (±1.10) 50-59 6.34 (±1.06) 6.60 (±1.21) 60-69 6.24 (±1.05) 6.79 (±1.18) 70-79 6.05 (±1.11) 6.82 (±1.22) hafa einnig sýnt fram á verulegan ávinning bæði með tilliti til ævilengdar og til að hindra kransæðastíflu (16,17). Matarráðgjöf er mikilvæg en árangur hennar er minni en hjá öðrum með sambærileg kólesterógildi vegna erfðagallans. Fullorðinn einstaklingur með arfbundna kólesterólhækkun er í meiri hættu á að fá krans- æðasjúkdóm en jafnaldri hans með sama kólesteról- gildi og aðra svipaða áhættuþætti. Ástæða þessa er að kólesterólhækkun einstaklinga með arfbundna kólesterólhækkun er fyrir hendi frá fæðingu og börn með arfbundna kólesterólhækkun hafa einnig verulega hækkað kólesteról. Sjúkdómsgreiningin felur því í sér þörf á ákveðnari meðferð við áhættu- þáttum kransæðasjúkdóms hjá einstaklingum með arfbundna kólesterólhækkun heldur en jafnöldrum með svipaða áhættuþætti að öðru leyti. Markmið blóðfitumeðferðarinnar er að ná kólesterólgildi viðkomandi niður fyrir aldursbundið meðaltal. I töflu II er meðaltalskólesterólgildi Islendinga samkvæmt hóprannsókn Hjartaverndar eftir aldurshópum og kyni. Hafi viðkomandi þegar einkenni kransæðasjúkdóms er stefnt að því að koma kólesteróli vel niður fyrir 5 mmól/L. Byrja skal með- ferð með statínum samkvæmt leiðbeiningum í Sérlyfjaskrá. Skammtur skal aukinn á þriggja mánaða fresti uns meðferðarmarkmiði er náð eða aukaverkanir koma fram. Oft þarf að gefa hámarks- skammt af statínum og í vissum tilfellum einnig önnur blóðfitulækkandi lyf eins og fíbröt og gallsýru- bindandi resín. Mikilvægt er að einstaklingar með arfbundna kólesterólhækkun reyki ekki og að háþrýstingur og aðrir áhættuþættir kransæðasjúk- dóms séu vel meðhöndlaðir. Hefja skal meðferð með statínum um 20 ára aldur en mælt er með að börnum með arfbundna kólesterólhækkun sé vísað til sérfræðings í efna- skiptasjúkdómum barna eða á göngudeild háþrýst- ings og blóðfitu á Landspítala Hringbraut. Statínlyfin eru ekki skráð fyrir börn og unglinga en vert er að hefja meðferð með gallsýrubindandi resínum ef kólesteról er mjög hátt. Arfbundin kólesterólhækkun á íslandi Undanfarna tvo áratugi hefur verið leitað að einstak- Læknablaðið 2001/87 515
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.