Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2001, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.06.2001, Qupperneq 27
FRÆÐIGREINAR / LYFLÆKNINGAR-KRABBAMEIN Lifrarfrumukrabbamein á íslandi Brynja Ragnarsdóttir1, Jón Gunnlaugur Jónasson1,2 Hrafn Tulinius1,3, Sigurður Ólafsson4 'Læknadeild Háskóla íslands, !Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, ’Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, ‘Iyflækningadeild Landspítala Fossvogi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Sigurður Ólafsson, lyflækningadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími: 525 1000. Netfang: sigurdol@landspitali.is Lykilorð: lifrarfrumukrabbamein, faraldsfrœöi, orsakir, ísland. Ágrip Inngangur: Nýgengi lifrarfrumukrabbameins (hepatocellular carcinoma) er mjög mismunandi eftir löndum og landsvæðum. I Norður-Evrópu er ný- gengið lágt (um það bil fimm á 100.000) og hefur stærsti hluti sjúklinganna skorpulifur. Á íslandi hefur tíðni skorpulifrar og sýkinga af lifrarbólguveirum verið talin lág, en þetta eru megináhættuþættir fyrir lifrarfrumukrabbameini. Markmið þessarar rann- sóknar var að kanna nýgengi lifrarfrumukrabba- meins á íslandi og tengsl við þekkta áhættuþætti þessa sjúkdóms. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar á íslandi, sem greindust með þessa tegund krabbameins á tímabilinu 1984-1998, voru með í rannsókninni. Leitað var í tölvuskrám Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, meinafræðideildar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og í Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélags Islands. Greining var staðfest með vefjasýni. Upplýsingar voru unnar úr vefjagrein- ingarsvörum, krufningarskýrslum og sjúkraskrám sjúkrahúsa. Niðurstöður: Alls greindist 71 einstaklingur, 51 karl og 20 konur. Meðalaldur karla við greiningu var 69,3 ár (18-95) og kvenna 72,9 ár (52-89). Aldursstaðlað nýgengi á tímabilinu var 1,08 á 100.000 (nýgengi karla 2,10, kvenna 0,67). Nýgengi hækkaði ekki marktækt á tímabilinu. Algengustu áhættuþættirnir voru misnotkun áfengis (15,5%) og hemochromatosis (11%). Skorpulifur höfðu 23 (32%) en 39 (55%) höfðu engan þekktan áhættuþátt. Af þeim 55 tilvikum þar sem upplýs- ingar voru til um lifrarvef reyndust 27 hafa lifrar- sjúkdóm utan æxlis. Ályktanir: 1) Nýgengi lifrarfrumukrabbameins er lægra á Islandi en í nágrannalöndum. 2) Mis- notkun áfengis og hemochromatosis eru algengustu áhættuþættirnir hér á landi. 3) Hlutfall sjúklinga með skorpulifur er lágt. Inngangur Lifrarfrumukrabbamein (hepatocellular carcinoma) eru æxli upprunnin frá lifrarfrumum. Pau eru meðal algengustu krabbameina í heiminum en nýgengi er þó afar mismunandi eftir landsvæðum (1). Pað er hæst í Asíu þar sem 20-30 ný tilfelli greinast árlega á hverja 100.000 íbúa. Sjúkdómurinn er mun sjald- gæfari í Mið- og Norður-Evrópu, þar sem nýgengi er innan við fimm á 100.000 íbúa. Pessi mikli munur ENGLISH SUMMARY Ragnarsdóttir B, Ólafsson S, Jónasson JG, Tulinius H Hepatocellular carcinoma in lceland Læknablaöiö 2001; 87: 527-31 Introduction: The incidence of hepatocellular carcinoma (HCC) varies throughout the world, being relatively low in Northern Europe (less than five per 100,000 population) where the majority of the patients have cirrhosis. In lceland the prevalence of viral hepatitis and cirrhosis, the main risk factors for HCC, is lower than reported in many other countries. The aim of our study was to investigate the incidence and etiology of HCC in lceland. Material and methods: All patients diagnosed with HCC in lceland in 1984-1998 were included in the study. Histologic diagnosis was required for inclusion. Patients were identified from the lcelandic Cancer Registry and by reviewing autopsy and histopathology reports. Further information was obtained from medical records. Results: A total of 71 cases of HCC were identified, 51 males and 20 females. The mean age for males was 69.3 years (18-95) and 73 years (52-89) for females. The age- standardized annual incidence rate of HCC was 1.08/100,000 (males 2.10, females 0.67). The incidence did not increase significantly during the study period. Alcohol abuse (15.5%) and hemochromatosis (11 %) were the most common risk factors. Twenty-three (32%) had cirrhosis but 39 (55%) had no known risk factors. Of 55 cases where non-neoplastic tissue was available for examination, 27 had liver disease. Conclusions: 1) The incidence of HCC in lceland is lower than reported in other countries. 2) Alcohol abuse and hemochromatosis are the most common risk factors. 3) The ratio of patients with cirrhosis is low. Key words: hepatocellular carcinoma, epidemiology, etioiogy, lceland. Correspondence: Sigurður Ólafsson: sigurdol@landspitali.is skýrist aðallega af mismunandi tíðni áhættuþátta. Aðaláhættuþættir lifrarfrumukrabbameins eru lifrarbólga B og C, skorpulifur og alfatoxín B. Þar sem nýgengi lifrarfrumukrabbameins er hæst svo sem í sumum löndum Asíu og Afríku er lifrarbólga B landlæg (2). Nýgengi sjúkdómsins hefur farið vaxandi á undanförnum árum, ekki síst í Bandaríkjunum og Læknablaðið 2001/87 527
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.