Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2001, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.06.2001, Qupperneq 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR Af gagnagrunnum Jón Snædal Höfundur er varaformaöur Læknafélags íslands. Sjónarmið þau er fram koma t' pistlunum Afsjónarhóli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki að taka sem samþykktir stjórnar LÍ. SÍÐASTI AÐALFUNDUR LÍ FÓL STJÓRN AÐ GANGA TIL viðræðna við íslenska erfðagreiningu um ágrein- ingsmál varðandi notkun heilsufarsupplýsinga úr gagnagrunnum. Peim viðræðum lauk án niðurstöðu um síðastliðin áramót og fengu félagsmenn bréf frá formanni LÍ þar sem sjónarmið stjórnarinnar voru skýrð. Undangengið hálft ár hefur rekstrarleyfishafi gert samninga við margar heilbrigðisstofnanir um afhendingu heilsufarsupplýsinga og síðasti stóri samningurinn af því tagi er nú til umfjöllunar en hann er við Landspítala háskólasjúkrahús (LSH). Formaður LÍ ’nefur fyrir hönd stjórnar gert athugasemdir við það hvernig læknaráð heil- brigðisstofnana hafa verið sniðgengin við fyrri samninga og hefur starfrækslunefnd gagna- grunnsins tekið undir þau sjónarmið að samráð hafi ekki verið fullnægjandi við læknaráðin. Tillit hefur verið tekið til þessa á Landspítala háskóla- sjúkrahúsi og samningurinn lagður formlega fyrir læknaráð til umsagnar. Samráðið felur þó ekki í sér að læknaráðið geti komið í veg fyrir að samningur verði gerður en líklega geta þau haft einhver lítilsháttar áhrif á innihald hans. Samkvæmt rekstraleyfi þarf fyrirtækið að reiða fram kr. 70 milljónir til ríkisins innan tiltekins tíma frá undirritun samningsins við Landspítala háskólasjúkrahús. Það er því greinilega full alvara í þeirri fyrirætlan að safna heilsufarsupplýsingum í einn grunn og vinnan við það fer vafalítið í gang á næstu mánuðum. Andstaða LÍ virðist því ekki hafa haft nein áhrif en þegar nánar er að gætt kernur annað í ljós. Stjórn LÍ, undir forystu þáverandi formanns, Guðmundar Björnssonar, óskaði þess að Alþjóðafélag lækna (World Medical Association, WMA) tæki þetta mál til skoðunar. Það var gert vorið 1999 á fundi samtakanna í Santiago í Chile og hlýddu fundarmenn þar á málflutning LI og heilbrigðisráðuneytisins íslenska en fulltrúar beggja sóttu fundinn. Eftir það hefur þetta málefni verið rætt á öllum fundum Alþjóðafélagsins og samtökin hafa nú í vinnslu eigin yfirlýsingu um gagnagrunna á heilbrigðissviði. Samtökin telja þetta málefni vera eitt af stóru málum sínum og líkja því við Helsinkiyfirlýsinguna. Þau vilja því vanda vel til verksins og eftir umræður um málið á vorfundi samtakanna nýverið er ljóst að mikil vinna er eftir við yfirlýsinguna og að það mun vafalítið taka eitt ár til viðbótar að ljúka henni. Umræðan um gagnagrunna er víða miklu skemur á veg komin en hér og því mörg atriði sem okkur eru ljós sem vefjast fyrir öðrum. Það virðist þó vera sameiginlegur skilningur að afla verði samþykkis sjúklinga fyrirfram áður en gögn um þá verði flutt í gagnagrunna, en þegar kemur að útfærslu þarf að gæta ýmissa sjónarmiða svo sem þegar almenningsheill er í húfi eða þegar grunnar eru notaðir til gæðaeftirlits á afmörkuðum deildum. Samtökin reyna því að auka réttindi sjúklinga og ákvörðunarrétt, en vilja hins vegar ekki tefla öryggi sjúklinga í tvísýnu eða standa í vegi fyrir framþróun. Utkoman er því ekki ljós í dag, en þó er ljóst að fyrirframgefið samþykki (explicit consent) verði meginreglan. í þessu ljósi er mikilvægt að vita að í reglugerð um gagna- grunna sem og í rekstraleyfi er sagt beinlínis að fara verði eftir alþjóðasamþykktum og bæði stjórnvöld og fulltrúar rekstraraðila hafa sagt að farið verði eftir yfirlýsingu Alþjóðafélags lækna þegar hún liggi fyrir. Það er áþreifanleg niðurstaða af vinnu LÍ undanfarin misseri. Nú þegar staðið er frammi fyrir því að miðlægur gagnagrunnur verði að veruleika er eðlilegt að spyrja hvernig auka megi áhrif og réttindi almennings og koma til móts við félaga okkar sem vinna á þeim heilbrigðisstofnunum sem gera samning um llutning gagna en geta ekki unað því (eða láta það yfir sig ganga). Nú er til umræðu hugmynd sem er í augum okkar sem styðjum hana ásættanlegur áfangi að því markmiði að réttindi almennings verði viðunandi. Ef fallist verður á að almenningur geti hvenær sem er farið fram á að gögnum sem þegar finnast um hann í grunninum verði fargað aukast réttindi hans frá því sem nú er. Þessi hugmynd er ekki ný því þegar lögin voru í undirbúningi var þessu varpað fram en talið tæknilega ógerlegt enda grunnurinn ópersónu- greinanlegur. Nú hefur hins vegar verið upplýst að þetta sé hægt á sama hátt og þegar nýjar upplýsingar eru sendar inn í grunninn og rata í sama bás og upplýsingar sem fyrir eru um sama einstakling. Munurinn er sá að í slað nýrra upp- lýsinga kemur skipun um að eyða þeim sem fyrir eru. Þetta verður auðvitað ekki hægt með upp- lýsingar sem þegar eru komnar í úrvinnslu, en þær nýtast þó ekki við síðari vinnslu. í fljótu bragði er hægt að sjá þetta gagnast í nokkrum tilvikum. Eitt 540 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.