Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FORMANNARÁÐSTEFNA
Formannaráðstefna LÍ
Formannaráðstefna LÍ var haldin í
húsnæði læknasamtakanna að Hlíða-
smára 8 hinn 11. maí síðastliðinn.
Fundinn sóttu formenn aðildarfélaga
LÍ auk formanna og/eða fulltrúa fasta-
nefnda og einstakra starfshópa.
Formaður, Sigurbjörn Sveinsson, gerði
grein fyrir starfi stjórnar frá síðasta aðal-
fundi og hvernig unnið hefur verið að
framkvæmd samþykkta þess fundar.
Mikill tími stjórnar hefur farið í umfjöllun
um væntanlegan miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði, Sigurbjörn rakti þá sögu
og samskipti LÍ við fulltrúa íslenskrar
erfðagreiningar. Hann gerði einnig grein
fyrir umræðu á nýlegum fundi Alþjóða-
félags lækna sem þrír fulltrúar LÍ sátu, en
skýrslu frá þeim fundi má lesa annars
staðar í blaðinu.
Læknaskortur
í máli formanna einstakra aðildarfélaga
bar hátt mönnunarmál og lýstu menn
þungum áhyggjum vegna þess skorts sem
þegar er orðinn á læknum hér á landi.
Fulltrúar svæðafélaga, einkum utan Stór-
Reykjavíkur hafa miklar áhyggjur af
mönnunarmálum þar sem víða eru
ósetnar stöður og viðvarandi lækna-
skortur sem ekki er fyrirsjáanlegt að rætist
úr. Ágúst Oddsson formaður Félags
landsbyggðarlækna benti á að á lands-
byggðinni eru 85 stöðugildi lækna, af þeim
eru 15-20 ósetin. Einungis eru um 50%
setin sérfræðingum í heimilislækningum.
Svipað kom fram í máli formanns Félags
sjálfstætt starfandi heimilislækna og eins
fulltrúa Félags ungra lækna, Þorvarðar
Jóns Löve. Þorvarður Jón benti á þann
skort sem þegar er orðinn á ungum
læknum. Á sama tíma og sjúklingum
fjölgar fækkar læknum. Hann fjallaði
einnig um það gífurlega álag og aðstöðu-
leysi sem unglæknar búa við og kvað
unglækna hafa dregist aftur úr sambæri-
legum háskólamenntuðum stéttum kjara-
lega.
Aðrir tóku undir það álit að fjölga
þyrfti útskrifuðum læknum. Jón Snædal
benti á skýrslu sem Læknafélag Dan-
merkur fékk Vinnueftirlitið þar í landi til
að taka saman um starfsaðstöðu unglækna
og deildarlækna. Niðurstöður Vinnu-
eftirlitsins voru missvartar skýrslur um
einstaka spítala, en allar svartar.
Ýmis mál
Nokkuð var fjallað um samninga deCode
og einstakra heilbrigðisstofnana sem
þegar hafa verið gerðir eða eru í
undirbúningi. Fram kom að í samninga-
viðræðum milli félagsins og Heilbrigðis-
stofnunar Vesturlands hefði verið gengið
framhjá læknaráði stofnunarinnar og
mönnum þar þótti í raun að tjáningarfrelsi
í opinberri þjónustu hefði verið afnumið.
Á vegum Skurðlæknafélags íslands
hefur allnokkur umræða átt sér stað um
kjaramál og hvaða leiðir geti verið færar
til úrbóta. Lítil nýliðun er meðal
skurðlækna, námið er langt og meðalaldur
hár. Helgi H. Sigurðsson formaður
félagsins sagði skurðlækna langþreytta á
stöðunni og menn íhuguðu jafnvel hvort
vænlegt væri að segja sig úr LÍ til þess að
ná þeim markmiðum sem sett hefðu verið
fram.
Ólöf Sigurðardóttir formaður Félags
kvenna í læknastétt á ísland skýrði frá
starfsemi félagsins til þessa, en mikil
gróska hefur verið þau tvö ár sem félagið
hefur starfað. Hún greindi frá fyrirhuguðu
málþingi þann 17. maí en um það má lesa
annars staðar í blaðinu.
Á fundinum varpaði formaður LÍ fram
þeirri spurningu hvort mönnum þætti for-
mannafundir sem þessi nauðsynlegir eða
hvort þetta væri ef til vill arfur liðins tíma
sem rétt væri að leggja af.
Fundarmenn lýstu almennt þeirri
skoðun að formannafundir væru afar
gagnlegir til þess að skiptast á skoðunum
og bera saman bækur, hvort heldur væri
um kjaramál, tryggingamál eða önnur
heilbrigðispólitísk mál svo sem gagna-
grunninn. Hér væri afar góður vettvangur
til umræðna, sem vert væri að viðhalda.
Sigurbjörn lýsti því jafnframt yfir að á
aðalfundi LÍ næsta haust myndi hann gefa
kost á sér til áframhaldandi starfa for-
manns næstu tvö árin. Gerðu aðrir
fundarmenn góðan róm að því.
-bþ
dæmið er af unglingi sem gegn sínum vilja (en með
vilja foreldranna) sér að gögn um hann fara í
grunninn, en getur við 18 ára aldur látið eyða þeim
gögnum. Annað dæmi er af einstaklingi sem gefur
þessu máli ekki gaum en skiptir af einhverjum
sökum um skoðun og getur þá látið farga upp-
lýsingum um sig. Síðast en ekki síst hefur
almenningur möguleika á að hafa veruleg áhrif á
afdrif grunnsins ef fyrirtækið glatar trausti hans.
Rekstrarleyfishafi getur einnig haft af þessu hag
því þetta fyrirkomulag er einfalt og þarfnast ekki
sérstakrar útfærslu eða kostnaðar. Líklega verður
meiri friður um fyrirOtækið en verið hefur og
hugsanlegt er að færri verði í úrsagnargrunni fyrir
vikið. Rétt er að taka fram að stjórn LÍ hefur
þegar þetta er skrifað ekki samþykkt þessa hug-
mynd, en er með hana til umfjöllunar.
Er þessi lausn of dýru verði keypt? Verður
Læknafélagið trúverðugt eftir alla þá vinnu sem
lögð hefur verið í að breyta því fyrirkomulagi sem
nú er? Þessu verður hver að svara fyrir sig en
undirritaður telur að ef félagið ákveður að standa
að slíkri lausn sé náð áfanga að því lokatakmarki
að enginn sjái á eftir upplýsingum um sig í
gagnagrunn án þess að hafa gefið til þess ótvírætt,
skriflegt samþykki.
Læknablaðið 2001/87 541