Læknablaðið - 15.06.2001, Side 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / UNGAR KONUR í LÆKNASTÉTT
Starfsbróðirinn Kristján
Guðmundsson var gripinn
í óvœnta skoðun í
skoðunarherberginu á
háls-, nef- og eyrnadeild
Landspítala Fossvogi.
sneri mér til fagfélagsins og fékk að lokum þau
laun sem ég gat sælt mig við.
Fékkstu einhver viðbrögð? Já, þeim fannst ég
dæmigerður Islendingur sem gefst ekki upp. En
það var mjög einkennilegt að lenda í þessu. Þegar
maður er staddur erlendis er maður auðvitað alltaf
útlendingur og finnur fyrir því. Ég var þar að auki
útlendingur og kona og átti ekki að fá viðunandi
laun af því ég átti ekki börn.“
Heldttr þú að ef þú hefðir átt börn, hefði kannski
verið fundin önnur ástœða?
„Já, að minnsta kosti ef ég hefði verið gift, þá
hefði ég væntanlega átt góða fyrirvinnu og ekki
þurft að fá eins há laun og ella þess vegna. Það var
sagt við konur sem voru í launabaráttu þarna úti:
„Þú þarft nú varla svona góð laun, þú átt svo góða
fyrirvinnu.“
Hverjtt áttir þú von á þegar þú snerir heim til
íslands?
„Ég velti því lítið fyrir mér. Ég taldi mig eiga
jafna möguleika á stöðu hér heima og kollegar
mínir og það reyndist vera rétt. Hálfu ári eftir að
ég kom heim fékk ég stöðu þar sem ég vinn enn.
Yfirlæknir deildarinnar er ungur maður, var innan
við fertugt þegar hann tók við starfinu. Hann
hefur kannski ferskan skilning þannig að ég er
heppnin með yfirmann. Mér hefur ekki fundist ég
vera að kljást við gömul sjónarmið sem ég veit að
sumar konur þurfa að glíma við. En ég hef heyrt af
dæmum um slíkt frá félögum mínum í Félagi
kvenna í læknastétt á íslandi."
Tengslanet og að vera sýnilegar
Hvað kom til að þú gerðist virk íþvífélagi?
„Ég var ein af þeim sem undirbjuggu stofnun
félagsins. Félaginu er fyrst og fremst ætlað að vera
staður fyrir umræðu um ýmis mál sem tengjast
konum meira en körlum og til að styðja hver aðra
og styrka á framabrautinni. Þetta er ekki félag
byggt í kringum óánægðar konur. I félaginu eru
margar konur sem gengið hefur mjög vel og ekki
lent í neinum leiðindum, hvorki hér heima né
erlendis, en þar eru líka konur sem hafa lent í því
að vera mismunað.
Við höfum gert margt skemmtilegt í þessu
félagi, meðal annars staðið fyrir námskeiði í
framsækni síðastliðinn vetur. Það var almenn
ánægja með það hjá þátttakendum. Okkur var
meðal annars bent á mikilvægi þess að byggja upp
tengslanet og vera sýnilegar, og ég held að það sé
mjög mikilvægt að við séum það.
Hugmyndin kom fyrst og fremst frá ung-
læknum, og aðaldriffjöðurin var Sigríður Björns-
dóttir, en hún var ein af örfáum unglæknum í
félaginu, en nú hefur þeim fjölgað verulega.
Konum í hópi unglækna fannst gott að fá nám-
skeið til að byggja upp meira öryggi í starfi.
Námskeiðið var svo vel sótt að skipta þurfti því
upp í tvo hópa og við höfum verið beðnar um að
efna til þriðja námskeiðsins í haust, hvort sem það
tekst nú eða ekki. Þær sem sóttu námskeiðin voru
á öllum aldri, þarna voru til dæmis konur sem voru
búnar að vera sérfræðingar í mörg ár, og þær voru
mjög ánægðar með framtakið. Konur á öllum aldri
550
Læknablaðið 2001/87
J