Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2001, Page 53

Læknablaðið - 15.06.2001, Page 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLÞING FKLÍ Fjölmenni var á fundinum eins og sjá má. og kennslu, blasir við önnur mynd. Þar eru mjög fáar konur. Margar erlendar rannsóknir lýsa þessari stöðu kvenna innan læknastéttar og fram hafa komið ábendingar um það hvernig draga megi úr kynbundinni mismunun. Félag kvenna í læknastétt á íslandi skorar á landlækni, stjórnendur læknadeildar Háskóla íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss að virða jafnréttissjónarmið við skipan í ráð og nefndir og við stöðuveitingar, og að bæði konur og karlar séu kölluð til starfa. Félagið telur eðlilegt að stjórnendur lækna- deildar Háskóla íslands og Landspítala háskóla- sjúkrahúss standi vörð um störf jafnréttisnefnda Háskólans og Landspítalans, fylgist með fram- kvæmd jafnréttisstefnu þeirra og veiti þeim nauð- synlegan stuðning. Félagið beinir þeim tilmælum til stjórnenda læknadeildar Háskóla íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss að þeir beiti sér fyrir fræðslu um jafnréttismál og geri nauðsynlegar ráðstafanir til að auka sveigjanleika í læknanámi, rannsóknar- vinnu og í klínískum störfum unglækna sem geri konum jafnt sem körlum kleift að samræma starf sitt og skyldur gagnvart fjölskyldu. Séð yfir hluta pallborðsins. Ólöf Sigurðardóttir, Ingibjörg Hinriksdóttir, Ingibjörg Georgsdóttir, Hildur Svavarsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir, Jóhannes Gunnarsson og Matthías Halldórsson. Meðal þess sem rœtt var í pallborðsumrœðunum varþörfm á að hafa virka jafnréltisáœtlun á sjúkrahújsum, heilsugœslustöðvum og í háskólanum. Umrœðan gaf tilefni til fullrar bjartsýni um að bœtt verði úr þeim brotalömum sem eru þar á. Læknablaðið 2001/87 553

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.