Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2001, Side 61

Læknablaðið - 15.06.2001, Side 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEIMILISLÆKNINGAR Pétur Pétursson Höfundur er sérfræöingur í heimilislækningum. Millifyrirsagnir eru Læknablaðsins. Heimilislæknar, út úr öngstrætinu! Á LIÐNUM ÁRUM HÖFUM VIÐ HEIMILISLÆKNAR VERIÐ ólatir við að gera hverjum sem heyra vill grein fyrir þeim ógöngum sem heilsugæzlan í landinu er að sigla inní. Á ég þar við fyrirsjáanlega vöntun á heilsu- gæzlulæknum vegna nær fullkomins áhugaleysis unglækna fyrir þessum starfsvettvangi og vegna flótta úr stéttinni sem nemur tugum lækna. Svo virðist sem að minnsta kosti 20 stöður heilsugæzlulækna séu ómannaðar á landsbyggðinni og á höfuðborgar- svæðinu vantar heimildir fyrir að minnsta kosti 30 stöðum heilsugæzlulækna, til að heilsugæzlan geti sinnt því hlutverki sem henni er ætlað. Þar sem nýliðun er hverfandi lítil er ljóst, að með áframhaldandi aðgerðaleysi og óbreyttum aðferðum og hugsunarhætti munu lækningar á heilsugæzlu- stöðvum smám saman færast yfir á herðar hjúkrunarfræðinga ellegar þá að þjóðin leitar á náðir bútasérfræðinga (sérfræðinga í takmörkuðum aldurs- skeiðum eða líffærum) og hjálækna (skottulækna) í enn ríkara mæli en verið hefur. Að sjálfsögðu verður þá ekki um neinar heimilislækningar að ræða í hugmyndafræðilegum skilningi þess orðs. Mér er til efs, að aðferðir okkar heimilislækna til að hafa áhrif á þessa þróun hafi verið sem heppilegastar. Að minnsta kosti sjást þess engin merki, að þróunin sé neitt að taka farsælli stefnu en verið hefur. Aðferðir okkar hafa í stuttu máli verið kröfugerð á hendur heilbrigðisyfirvöldum um fjár- veitingar í anda þess skipulags, sem innleitt var hér á landi fyrir rúmum aldarfjórðungi. Til stuðnings þessari kröfugerð höfum við iðkað kórgrát og sungið píslarsöngva fullir sjálfsvorkunnar, hvenær sem tveir eða fleiri úr okkar röðum hittast. Árangur þessa hljómleikahalds hefur einkum orðið sá, að áheyr- endur hætta að taka okkur alvarlega og skilja ekki þetta sútarhópefli okkar í ljósi þeirrar vitneskju, að launakjör flestra okkar hafa stórbatnað við komast í faðm Kjaranefndar. Konsertar okkar sýnast mér lítið hafa bætt stöðu heilsugæzlunnar í landinu. Ástæður fækkunar heimilislækna Orsakir lítillar eftirsóknar unglækna í heimilis- lækningar og ástæður flótta úr stéttinni eru vafalítið mjög fjölþættar og margvíslegar. Vil ég nú víkja að þeim helztu: 1. Launakjör: Þau hafa gjaman verið nefnd sem gild ástæða. Þótt þau hafi hjá okkur flestum aldrei verið betri en núna, þá felst þessi röksemdafærsla í því að miða við tekjumöguleika í öðrum sérgreinum. Það skal fúslega viðurkennt, að núverandi samningar sérfræðinga við Tryggingastofnun ríkisins opna greiðlega fyrir sjálftöku þrekmikilla fjáraflamanna úr almannasjóðum. Mér er þó til efs, að metnaður unglækna sé með þeim hætti, að þessi staðreynd hafi afgerandi áhrif á starfsval. 2. Gulrótarskortur: Því er haldið fram, að fast- launakjör þau sem kjaranefndarfyrirkomulagið býr okkur, hafi bundið hendur okkar, skaðað sam- keppnisaðstöðu gagnvart fyrrgreindum aflakóngum úr öðrum sérgreinum og dregið úr vinnugleði okkar. Þetta kann rétt að vera, en þessi skipan mála var gerð að okkar ósk og henni er unnt að breyta, þegar samstaða verður um það í okkar röðum. 3. Vanmat og sjálfsmyndarkreppa: Meint vanmat kollega, sjúklinga og samstarfsfólks á hlutverki okkar, þekkingu, færni og framlagi til heilbrigðis- þjónustunnar er mörgum góðum heimilislækninum drjúgt og endingargott harmsefni. Að sönnu verðum við öll dæmd af verkum okkar, en sé um vanmat að ræða, þá verður ekki kynt undir því með öflugri hætti en væluganginum í sjálfum okkur. Sjálfur verð ég ekki var við vanmat nema hjá einstöku sérfræðingi úr öðrum sérgreinum, sem auðvitað miðla öðrum með sér af reynslu sinni af verkum okkar. Við eigum hins vegar að minnast þess, að reynsluheimur þessara ágætu kollega getur verið takmarkaður, því eðli málsins samkvæmt sjá þeir ekki þá sjúklinga, sem okkur tekst vel upp með. 4. Opnar flóðgáttir og margverknaður: Skortur á flæðistýringu og tilvísanakerfum og óheft aðgengi að velflestum sérfræðingum með sjálfkrafa greiðslu- þátttöku TR hefur að sjálfsögðu grafið undan mögu- leikum heimilislækna til að nýta þau tækifæri til skynsamlegra og markvissra fjölskyldulækninga, sem hin heildræna yfirsýn getur boðið upp á. Afleiðing þessa hefur orðið megn læknisfræðileg súrsun (medicalization) samfélagsins og oflækningar, bjargarleysi og tortryggni neytendanna, sóun almannafjár í gagnslitlar og ómarkvissar rannsóknir og svo lyfjaaustur, en ekkert af þessu er vænlegt til að leysa þau vandamál sem helzt brenna á fólki. Vegna pólitísks þrekleysis ákveðinna stjórnmálamanna hefur ómælt tjón af þessu hlotizt og trúlega verður afar erfitt að koma nokkru skikki á þessi mál úr því sem komið er. Það er þó deginum ljósara, að einhvern tíma neyðast heilbrigðisyfirvöld til að gera það af kostnaðarástæðum. Og það er jafnljóst, að þjóðin hefur hvorki efni á né heilsu til að leggja heimilislækningar niður. 5. Breytt þjóðarsál: Að mínu viti er höfuðástæða tilvistarkreppu heimilislækninganna á íslandi fólgin í breyttu þjóðfélagi og breyttum kröfum og vænt- Læknablaðið 2001/87 561

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.