Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2001, Page 62

Læknablaðið - 15.06.2001, Page 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEIMILISLÆKNINGAR ingum neytendanna. Almenn streita og óþolinmæði hefur áhrif á kvartanir fólks og viðmót, minna fer fyrir þakklæti og verkefnin eru orðin ógeðfelldari. Felast þau oft í vottorðakvabbi og afskiptum af lífsstílsvandamálum, sem krafist er læknisfræðilegra lausna á. Heimilislæknar súpa seyðið af því að hafa ekki snúizt gegn sjúkdómsvæðingu (medicalization) þjóðfélagsins með markvissum hætti. Heimilislæknar eiga það sameiginlegt með samvinnuhreyfingunni að verða að horfast í augu við þá staðreynd, að breyttum aðstæðum hæfa nýjar aðferðir. Pví miður hafa fæstir heimilislæknar kjark til að reyna nýjar leiðir eða breyta neinu, ef það kostar einhverja áhættu eða felur í sér afsal einhvers sem við þegar höfum. Við þetta bætist einkennileg tortryggni gagnvart þverfag- legri samvinnu. Ekki er að vænta mikilla landvinn- inga með þeim hugsunarhætti. 6. Alag og kröfur: Vaxandi vinnuálag er algeng kvörtun, sem þó er misjafnlega áberandi eftir stöðvum og skipulagi verkefna. Víða dró þó úr álagi með tilkomu kjaranefndarúrskurðarins. Að sönnu virðist aðsókn að heilbrigðiskerfinu fara vaxandi vegna sjúkdómsvæðingar þjóðarinnar sem fyrr er að vikið. Mér hefur þó stundum fundizt, að skýra mætti erfiðiskvartanir einstaklinga úr heimilislæknastétt á líffræðilegan hátt með hækkandi aldri okkar. Jafnframt hefur ýmsum skítverkum verið troðið upp á heimilislækna og er vottorðafarganið trúlega sá þáttur, sem minnsta starfsfullnægju veitir. 7. Ihaldssemi, stéttarhroki og kjarkleysi: Vangeta til að þróa fræðigrein okkar og verklag í ljósi breyttra aðstæðna er mikilvæg orsök vansældar margra okkar í starfi og fælir nýja Hðsmenn frá þessum vettvangi. Almenn neikvæðni og viljaleysi til teymisvinnu, skortur á samningahæfni og skilningi á taflmennsku stjórnunar og félagsstarfs er og verður okkar Akkilesarhæll. Ef við ætlum að brjótast út úr ógöng- unum er mikilvægt fyrir heimilislækna að láta af hópefli í harmagráti og vinna bug á óttanum við breytingar, sem meðal annars birtist í margvíslegri tilfinningalegri röksemdafærslu og slagorðum um prinsippafstöðu. Við verðum að ná samstöðu um fleira en kröfur um hærri laun, því þessi mál verða ekki leyst nema með okkar forgöngu og leiðsögn. Leiðir til úrlausna Og hvað er þá til ráða og hvernig verður hugarfars- breytingu af stað hrundið? Við lausn þessa vandamáls hljótum við að þurfa að byrja á því að skilgreina vandann, eðli hans og orsakir, líkt og ég hef reynt að gera hér að framan. Á þeim grunni reynum við svo að grípa til íhlutandi aðgerða og breyta því, sem breytanlegt er. Tvennt er mikilvægast í því sambandi. I fyrsta lagi er gagnslaust að reyna að ná árangri með því að ráðast aðeins gegn einum áhrifaþætti. Við verðum að ráðast á alla þá, sem skilgreindir hafa verið og eru breytanlegir. í annan stað verður hér að koma til samvinna allra, sem málið varðar og ábyrgð bera, og þeir eru fleiri en þeir sjálfir gera sér grein fyrir. Það gerist ekki með kröfugerð einni saman heldur með gagnkvæmum skilningi og trausti, þannig að tekið sé tillit til sanngjarnra raka, sem ekki mega vera tilfinningalegs eðlis eða byggð á óskhyggju. Heimilislæknum ber hins vegar skylda til að reyna að finna þessa aðila, koma á tjáskiptum á vitsmunalegu plani, uppfræða þá og og virkja. Hér hef ég ekki aðeins í huga heilbrigðisyfirvöld, alþingismenn og fjárveitinga- valdið heldur einnig og ekki síður sveitarstjórnar- menn og starfsmenn sveitarfélaga, verkalýðshreyf- inguna, atvinnurekendur, fjölmiðlafólk, mennta- kerfið og ýmis áhugamannasamtök, sem hafa for- sendur til að skilja mikilvægi heilsugæzlu, forvarna og heilsueflingar fyrir framtíð og efnahagslíf þessarar þjóðar. Tíni ég nú til nokkur viðfangsefni. 1. Lýðheilsufræðileg sóknarfæri og þverfagleg samvinna: Heimilislæknar þurfa að breyta áherzlum í starfi sínu og setja sér raunhæf lýðheilsufræðileg markmið og nýta sér til samvinnu það ágæta samstarfsfólk sem við höfum í heilsugæzlunni. Þarna þurfum við að sjálfsögðu að njóta fræðilegrar leið- sagnar þeirra, sem til slíkrar leiðsagnar eru bærir. Þar horfi ég annars vegar til þeirra sem finna má innan veggja háskólans við kennslu og rannsóknir í heimilislæknisfræði og faraldsfræði og hins vegar til Lýðheilsustofnunar Islands, sem bráðnauðsynlegt er að koma á fót hið fyrsta og hlúa vel að með myndarlegum fjárveitingum og metnaðarfullum mannaráðningum. Ekki má heldur gleyma erlendum fræðistofnunum á sviði lýðheilsufræði (public health) og öllum þeim íslendingum, sem þangað hafa þekkingu sótt og geta miðlað áfram. I kjölfarið myndu viðfangsefni okkar verða fjölbreyttari og áhugaverðari, en jafnframt fela í sér kröfu um jákvæðara viðhorf gagnvart samstarfi, en stéttin hefur hingað til tileinkað sér. Þetta ásamt bættum vinnubrögðum við hin hefðbundnu viðfangsefni heimilislækninga myndu ljá stéttinni þekkilegri ásýnd og slagkraft út á við og sanna það áþreifanlega fyrir öðrum, hvers virði við erum þjóðfélaginu. Þá mun fjölmargt annað verða auðleystara, bæði kjaramál og skipulagsvandamál. 2. Bætt vinnubrögð: Gæðaþróun og stóraukið gæðamat og fagrýni verður að taka upp með skipulegum hætti í heilsugæzlunni hið snarasta, því okkur er brýn þörf á að samræma vinnubrögð okkar betur sannreyndri læknisfræði. Aðstaða okkar til heimildaleitar hefur gjörbreytzt með aðgangi að netinu. Á flestum heilsugæzlustöðvum eru til digur gagnasöfn um okkar eigin vinnubrögð, sem okkur hafa ekki verið sköffuð nothæf forrit til að nýta okkur til lærdóms. Á hverjum einasta vinnustað verða heimilislæknar að axla þá ábyrgð að skoða vinnu- venjur sínar sameiginlega og breyta þeim eftir 562 Læknablaðið 2001/87 J

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.