Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ALÞJÓÐAFÉLAG LÆKNA
Fundur Alþjóðafélags lækna
í Divonne-les Bains, Frakklandi
VORFUNDUR ALPJÓÐAFÉLAGS LÆKNA (WORLD
Medical Association, WMA) var að venju haldinn í
smábænum Divonne les Bains í Frakklandi dagana
3.-6. maí síðastliðinn, en skrifstofa samtakanna er í
nánd við fundarstaðinn. Frá LÍ fóru formaður,
varaformaður og formaður Siðfræðiráðs.
Helstu málefni fundanna voru eftirfarandi.
1. Gagnagrunnar á heilbrigðissviði
Fyrir fundinum lá tillaga frá vinnuhópi að stefnu
Alþjóðafélags lækna varðandi söfnun upplýsinga í
gagnagrunna á heilbrigðissviði og notkun þeirra.
Þessi tillaga hafði verið til umræðu í öllum aðildar-
félögum Alþjóðafélagsins, 72 að tölu og höfðu
athugasemdir komið frá 12 þeirra, sumar ítarlegar.
Umræður stóðu í þrjár klukkustundir í einni af
fastanefndunum og þótt flestallir virtust vera sama
sinnis varðandi meginreglur var ekki unnt að ljúka
verkinu í nefndinni. Þó tókst að mestu að ljúka vinnu
við ráðleggingar (recommendations) sem eru stuttar
og almenns eðlis, en töluvert vantar á að forsendur
(preamble) og útskýringar (principles) væru komnar
í endanlegt horf. Drögin ásamt athugasemdum verða
nú send vinnuhópnum að nýju sem eftir endur-
skoðun verður að senda drögin út aftur til allra
læknafélaga innan Alþjóðafélags lækna. Vinnu-
hópurinn var jafnframt stækkaður og hefur nú
fulltrúa frá níu löndum. A þessari stundu er erfitt að
sjá hvort endanleg yfirlýsing verður afgreidd á
ársfundi Alþjóðafélags lækna í haust eða hvort
frekari umræður þurfi að fara fram sem er þó
líklegra. Stórir, samsettir gagnagrunnar af því tagi
sem áætlað er að koma á fót á íslandi, eru ný
fyrirbæri og vegna þeirrar umræðu sem íslensku
hugmyndirnar vöktu innan samtakanna eru þau
meðal þeirra fyrstu á alþjóðavettvangi sem taka þetta
efni til umræðu. Af þeim ástæðum líta samtökin á
þetta málefni sem mjög mikilvægt fyrir þau og vilja
því vanda vel til myndunar sameiginlegrar yfir-
lýsingar. Af íslands hálfu var lögð áhersla á tvö atriði,
að fyrirframgefið samþykki verði regla með fáum, vel
skilgreindum afmörkuðum undantekningum, og að
möguleiki verði gefinn á að taka gögn úr grunninum
ef farið væri fram á það svo framarlega sem þau væru
ekki komin á úrvinnslustig.
2. Helsinkiyfirlýsingin
Síðasta útgáfa var samþykkt síðastliðið haust á
ársfundi Alþjóðafélags lækna eftir meiri umræður en
áður hafa farið fram um nokkra yfirlýsingu sam-
takanna. Einnig höfðu fleiri aðilar en áður, bæði
lærðir og leikir, tekið þátt í umræðunni. Eftir að þessi
útgáfa var samþykkt hefur hún verið kynnt alþjóð-
lega og fengið mjög góðar viðtökur með tveimur
undantekningum. FDA í Bandaríkjunum og lyfja-
stofnun Evrópusambandsins hafna lúlkun Alþjóða-
félags lækna í yfirlýsingunni, að það sé ósiðlegt að
setja upp lyfjarannsóknir með lyfleysu ef til væri
viðurkennd meðferð við umræddum sjúkdómi.
Samþykkt var að vinnuhópur innan Alþjóðafélags
lækna fylgdist með umræðunni á næstunni og kæmi
með ráðleggingar til samtakanna um hvort og til
hvaða viðbragða ætti að grípa vegna þessara
gagnrýnisatriða, en vinnuhópurinn fékk ekki umboð
til að endurskoða yfirlýsinguna að öðru leyti.
3. Líknardráp
Fram var borin tillaga frá norska læknafélaginu þar
sem áréttað var álit Alþjóðafélags lækna í fyrri
ályktunum að líknardráp væri undir engum kring-
umstæðum réttlætanlegt. Þessi ályktun var viðbragð
samtakanna við nýsettum lögum í Hollandi sem leyfa
líknardráp undir vissum, ströngum kringumstæðum
og var hún samþykkt með öllum atkvæðum gegn
atkvæði hollenska fulltrúans. Gagnrýnin sem fulltrúi
Hollands fékk var svo ákveðin og hörð, að formaður
stjórnarinnar sá ástæðu til að minna fulltrúa á að sýna
hver öðrum kurteisi. Það er hins vegar staðreynd sem
ekki er hægt að horfa framhjá að hollenska
læknafélagið var samþykkt setningu laganna og að
umræða af þessu tagi á sér stað víðar í heiminum.
3. Bann við tóbaksauglýsingum
Fram var sett hörð gagnrýni á Alþjóðheilbrigðis-
stofnunina (WHO) sem hefur dregið til baka tillögu
um bann við tóbaksauglýsingum vegna þrýstings. Það
merkilega er að þessi þrýstingur hefur ekki komið
beint frá tóbaksfyrirtækjum heldur frá aðilum sem
hafa verið háðir tóbaksauglýsingum svo sem ýmsum
íþróttasamtökum og menningarstofnunum. Tillaga
um gagnrýni á WHO var samþykkt og verður þegar
notuð í viðræðum við stofnunina, en að öðru leyti eru
mjög góð tengsl við hana.
4. Notkun geðdeilda í refsingarskyni
Aftur koma fréttir af misnotkun geðdeilda og með-
höndlunar við meintri geðveiki hjá stjórnarand-
stæðingum í vissum löndum svo sem í Kína, en fréttir
af þessu tagi voru algengar á tímum Sovétríkjanna.
Samþykkt var ályktun sem fordæmir aðferðir af
þessu tagi.
Læknablaðið 2001/87 575