Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 76
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ALÞJÓÐAFÉLAG LÆKNA
5. Sjálfstæði lækna
Fyrir lá tillaga að ályktun um þetta efni, en í mörgum
löndum er þrengt að sjálfstæði lækna. Oft er það
vegna efnahagslegra þrenginga þar sem þeim er
ókleift að veita þá meðferð sem þeir vita er best, ekki
síst í þróunarlöndunum. Annars staðar eru læknar
undir pólitískum þrýstingi. Vinnuhópur mun skoða
þessa tillögu næstu mánuði og fá aðildarfélögin
tækifæri til að koma með athugasemdir áður en efnið
verður lagt fyrir aftur í haust.
6. Samskipti lækna og lyfjafræðinga
Alþjóðafélag lækna hefur lagt áherslu á að hafa góð
samskipti við alþjóðleg samtök annarra heilbrigðis-
stétta og hefur það í reynd einkum átt við alþjóða-
samtök hjúkrunarfræðinga og lyfjafræðinga. Dæmi
um þetta er áheyrnaraðild þessara samtaka á árs-
fundi Alþjóðafélags lækna. Annað dæmi er sameigin-
leg yfirlýsing Alþjóðafélagsins og IPF (Intemational
Pharmaceutical Federation) frá 1999 um samskipti
lækna og lyfjafræðinga í daglegu starfi. Mjög hefur
reynt á þessi samskipti að undanfömu, einkum í
Suður-Kóreu og á Spáni. Ákveðið var að fela
framkvæmdastjóra Alþjóðafélags lækna að láta fara
fram könnun meðal aðildarfélaganna á samskiptum
þessara stétta og koma með tillögu að breytingu að
samkomulaginu ef talið væri nauðsynlegt. Áhersla er
lögð á að viðhalda góðum samskiptum án þess að slá
af í meginatriðum.
7. Ýmis mál
Sum mál komu fram í byrjun funda og voru efnislega
lítið rædd en verða send út til umsagnar. Dæmi um
þetta er tillaga um að hætta að nota heiti á stöðum og
persónum þegar nýir sýklar eða sjúkdómar fá nafn
(fékk litlar undirtektir), tillaga um að skoða flæði
lækna milli landa og tillaga um að skoða mismunandi
heilbrigðiskerfi. Samþykkt var tillaga um að
fordæma notkun fóstureyðinga sem hluta af kynja-
misrétti og samþykkt var að endurskoða fyrri
yfirlýsingu um efna- og sýklavopn.
Flest þessara mála verða send til ársfundarins í
Nýju-Delí í haust, ýmist óbreytt eða eftir frekari
vinnu í vinnuhópum. Sum málefni verða þó send
strax frá samtökunum svo sem tillagan um tóbakið
sem beint var að WHO og álitið um misnotkun
geðlækninga. Einnig sendi fundurinn bréf til
tyrkneska læknafélagsins, undirritað af öllum
viðstöddum, þar sem þau eru studd í andstöðu
sinni við yfirvöld sem beita þá lækna refsingum
sem neita að neyða næringu í fanga sem eru í
mótmælasvelti.
Læknafélag íslands hefur nú ákveðið að taka
virkari þátt í starfsemi Alþjóðafélags lækna en
áður enda fengið fulltrúa í stjórn næstu tvö ár að
minnsta kosti. Prátt fyrir fámenni er félagið langt
frá því að vera minnst í þessum félagsskap og
þegar kemur að málefnum er óhætt að segja að
félagið hafi lagt meira að mörkum en flest önnur
innan samtakanna síðustu tvö árin.
JÓN Snædal
SlGURBJÖRN SVEINSSON
Tómas Zoega
Nexium
SÝRUHJÚPTÖFLUR, A 02 BC 05 (Sérlyfjaskrártexti og heimildaskrá)
Innlhaldslýsing: Hver sýruhjúptafla inniheldur: Esomeprazolum INN, magneslum þrlhýdrat samsvarandi Esomeprazolum INN 20 eöa 40 mg. Ábendingar: Sjúkdómar af völdum bakflæðis frá maga í vólinda (gastroesophageai reflux disease):
Meðferö á ætandi bólgu I vólinda af völdum bakflæöis, langtlmameöferö til þess aö koma I veg fyrir aö læknuö bólga I vélinda taki sig upp aö nýju, meöferö á einkennum sjúkdóma af völdum bakflæöis frá maga I vólinda. 77/ upprælingar á
Helicobacter pylorí ásamt viðoigandi sýklalyfjameðferð:T\ að lækna Helicobacter Pylori tengt skeifugamarsár og koma I veg fyrir endurtekinn sársjúkdóm I meltingarvegi hjá sjúklingum meö Helicobacter Pylori tengd sár. Skammtar og lyfjagjöf:
Töflumar á aö gleypa heilar ásamt vökva og þær má hvorki tyggja nó mylja. Sjúkdómaraf völdum bakflæðis frá maga í vólinda (gastroesophageal reflux disease): Meðferð á ætandi bólgu i vélinda af völdum bakflæðis: 40 mg einu sinni á sólarhring
14 vikur. Fjögurra vikna meöferö til viöbótar er ráölögð handa þeim sjúklingum sem ekki hafa fengiö lækningu eöa ef einkenni eru enn til staöar. Langtlmameöferö til aö koma í veg fyrir aö læknuö bólga f vólinda taki sig upp aö nýju: 20 mg einu
sinni á sólarhring. Meðferð ó einkennum vegna bakflæðis frá maga (vólinda: 20 mg einu sinni á sólarhring handa sjúklingum sem ekki eru meö bólgu í vólinda. Ef einkenni hafa ekki horfiö innan 4 vikna, skal sjúklingur gangast undir frekari
rannsóknir. Eftir aö einkenni hafa horfiö, má halda þeim niöri með því aö taka 20 mg einu sinni á sólarhring eftir þörfum. Ásamt viðeigandi sýklalyfjameðferð til upprætingar á Helicobacter pylori og til að lækna Helicobacter pylori tengt skeifugamarsár
og koma I veg fyrir endurtekinn sársjúkdóm i meltingarvegi hjá sjúklingum með Helicobacter pylori tengd sár: 20 mg ásamt amoxicillini 1 g og klaritromycini 500 mg eru gefin samtímis tvisvar sinnum á sólarhring f 7 daga. Bðm: Nexium er ekki
ætlað bömum. Skert nýmastarfsemi: Hjá sjúklingum meö skerta nýmastarfsemi er ekki nauösynlegt aö breyta skömmtum. Vegna takmarkaðrar reynslu hjá sjúklingum meö alvarlega skerta nýmastarfsemi, skal gæta varúöar viö meöferö þeirra.
Skerl lifrarstarfsemi: Hjá sjúklingum með vægt til miðlungs alvarlega skerta lifrarstarfsemi er ekki nauðsynlegt aö breyta skömmtum. Sjúklingum meö alvariega skerta lifrarstarfssemi ætti ekki aö gefa meira en 20 mg hámarksskammt af Nexium.
Aldraðir: Hjá öldruöum er ekki nauösynlegt aö breyta skömmtum. Frábendingar: Þekkt ofnæmi fyrir esómeprazóli, benzímidazólsamböndum eöa öörum innihaldsefnum lyfsins. Varnaöarorö og varúöarreglur vlö notkun lyfslna: Útiloka skal
illkynja sjúkdóm, þar sem meöferö meö Nexium getur dregiö úr einkennum og seinkaö sjúkdómsgreiningu. Sjúklingar á langtímameðferð (sórstaklega ef meöferð varir lengur en eitt ár) skulu vera undir reglulegu eftirliti. Sjúklingum sem nota lyfið
eftir þörfum skal leiöbeina um aö hafa samband viö lækninn sinn ef eðli einkenna breytast. Mllllverkanlr vlö önnur lyf og aörar mllllverkanlr: Áhrif esómeprazóls á lyfjahvðrf annarra lyfja: Minna sýrumagn f maga viö meöferö meö esómeprazóli
getur aukiö eöa minnkaö frásog lyfja, ef frásog þeirra er háö sýrustigi magans. Eins og ó viö um önnur lyf sem hamla sýruseytingu eöa sýrubindandi lyf, getur frásog ketókónazóls minnkaö meðan á meöferö meö esómeprazóli stendur. Esómeprazól
hamlar CYP2C19, sem er aöalumbrotsensfm esómeprazóls. Þegar sómeprazól er gefiö samtfmis lyfjum sem umbrotna fyrir tilstilii CYP2C19, eins og díazepam, citalópram, imipramín, klómipramfn, fenýtófn o.s.frv., getur þaö valdiö eukinni
plasmaþóttni þessara lyfja þannig að minnka þurfi skammta. Þetta skal hafa f huga, sórstaklega þegar esómeprazóli er ávfsaö til notkunar eftir þörfum. Samtímis gjöf á 30 mg af esómeprazóli olli 45% lækkun á klerans díazepams, sem er CYP2C19
hvarfefni. Viö samtfmis gjöf á 40 mg af esómeprazóli jókst lægsta plasmaþóttni fenýtólns um 13% hjá flogaveikum sjúklingum. Ráðlagt er aö fylgjast meö plasmaþóttni fenýtóíns þegar meöferö meö esómeprazóli hefst eöa henni er hætt. Hjá
heilbrigöum sjálfboöaliöum olli gjöf á 40 mg af esómeprazóli samtímis gjöf á cisapríöi þvl aö flatarmál undir plasmaþóttni-tfma ferli (AUC) jókst um 32% fyrir cisapríö og útskilnaðarhelmingunartlmi (t1/2) lengdist um 31%, en engin marktæk hækkun
varö á hámarksþéttni cisaprfös. Oriftil lenging á QTc bili, sem kom f Ijós eftir gjöf á cisaprföi einu sér, lengdist ekki frekar þegar cisaprfö var gefiö ósamt esómeprazóli. Sýnt hefur veriö fram á aö esómeprazól hefur ekki klfnfsk marktæk óhrif á
lyfjahvörf amoxicilllns, klnfdfns eöa warfarfns. Meöganga og brjóstagjöf: Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun esómeprazóls ó meögöngu. Gæta skal vaniöar þegar lyfiö er gefiö þunguöum konum. Ekki er vitaö hvort esómeprazól berst (
brjóstamjólk og ættu konur meö bam ó brjósti ekki aö nota Nexium. Aukaverkanlr: Algengar (> 1%): Höfuöverkur, kviöverkir, niöurgangur, vindgangur, ógleöi/uppköst, hægðatregöa. Sjaldgæfar (0,1-1%): Svimi, munnþurrkur, húöbólgur (dermatitis),
kláöi, ofsakláöi. Lyfhrlf: Esómeprazól er S-handhverfa ómeprazóls og dregur úr seytingu magasýru og er verkunarháttur mjög sórtækur. Þaö hemlar sórtækt sýrupumpuna í paríetal frumum magans. Bæöi R- og S- handhverfur ómeprazóls hafa
svipuö lyfhrif. Lyfjahvörf: Frásog og dreifing: Esómeprazól er ekki sýrustööugt og þess vegna er þaö gefiö til inntöku sem sýruhjúpkymi. Umbreyting f R-handhverfu er óveruleg in-vivo. Esómeprazól frásogast hratt, hámarksþóttni f plasma næst
um 1-2 klst. eftir inntöku. Aögengi er 64%. Dreifirúmmál viö stööuga þóttni er um 0,22 l/kg Ifkamsþunga. Esómeprazól er 97% próteinbundiö (plasma. Fæöuneysla bæöi seinkar og dregur úr frásogi esómeprazóls en hefur engin marktæk áhrif á
verkun esómeprazóls á sýrustig magans. Pakkningar og hámarksverö: Hámarksmagn sem ávísa má meö lyfseöli er sem svarar 30 daga skammti: 20 mg: 7 tðflur i veski: 1.679 kr„ 28 töflur i veski: 5.294 kr„ 50 töflur, þynnupakkaðar: 8.605 kr„
56 töflur I veski: 9.630 kr„ 100 tðflur, glas: 16.046 kr. 40 mg: 7 töflur I veski: 2.037 kr„ 28 tðflur í veski: 6.241 kr„ 50 tðflurþynnupakkaðar: 10.383 kr„ 100 töflur íglasi: 19.529 kr. Afgreiöslutllhögun: Lyfið er lyfseðilskylt. Greiösluþátttaka: E.
Maf 2001.
Helmildaskrá 1. Talley NJ, Venables TL, Green JRB, Armstrong D, O'Kane KPJ, Giaffer M et al. Esomeprazole 40 mg and 20 mg is efficacious in the long-term management of patients with endoscopy negative GERD: a placebo-controlled trial
of on-demand therapy for 6 months; Gastroenterology 2000;118:A658. 2. Talley NJ, Lauristen K, Tunturi-Hihnala H, Lind T, Moum B, Bang CJ et al. Esomeprazole 20 mg maintains symptom control in endoscopy-negataive GERD: a randomized
placebo-controlled trial of on-demand therapy for 6 months. Gastroenterology 2000;118:A21. 3. Röhss K, Claar-Nilsson C, Rydholm H, Nyman L. Esomeprazole 40 mg provides more effective add control than lansoprazole 30 mg; Gastroenterology
2000; 118:A20. 4. Junghard O, Hassan-Alin M, Hasselgren G; The effect of AUC and Cmax of esomeprazole on acid secretion and intragastric pH; Gastroenterology 2000;118:A17. 5. Johnson DA. Benjamin SB. Whipple J. D'Amico D. Hamelin
B. Efficacy and safety of esomeprazole as maintenance therapy in GERD patients with healed erosive esophagitis (EE). Gastroenterology 2000;118:A17. 6. Ábelö A, Andersson T, Antonsson M, Naudot AK. Skánberg I, Weidolf L. Stereoselective
metabolism of omeprazole by human cytochrome P450 enzymes. Drug Metab Dispos 2000;28:966-972. 7. Lind T, Rydberg L, Kylebáck A, Jonsson A, Andersson T, Hasselgren G et al. Esomeprazole provides improved acid control vs omeprazole
in patients with symptoms of gastro-oesophageal reflux disease.: Aliment Pharmacol Ther 2000;14:861-67. 8. Wilder-Smith C, Röhss K, Lundin C. Rydholm H. Esomeprazole (E) 40 mg provides more effective acid control than pantoprazole (P)
40 mg; Gastroenterology 2000; 118:A22. 9. Richter JE, Kahrilas PJ, Hwang C , Marino V, Hamelin B. Esomeprazole is superior to omeprazole for healing of erosive esophagitis (EE) in GERD patients. Gastroenterology 2000; 118:A20. 10. Vakil
NB, Shaker R, Hwang C, D’Amico D, Hamelin B. Esomeprazole is effective as maintenance therapy in GERD patients with healed erosive esophagitis (EE). Gastroenterology 2000;118:A22. 11. Kahrilas PJ, Falk G, Johnson DA, Schmitt C, Collins
DW, Whipple J et al. Esomeprazole improves healing and symptom resolution as compared with omeprazole in reflux esophagitis patients: a randomised controlled trial. Aliment Pharmacol Ther 2000;in press.
Markaðsleyfishafl: AstraZeneca, A/S Alberislund, Danmark. Umboð á íslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni2, Garðabæ. Nánari upplýsingar er að finna í Sórlyfjaskrá
576 Læknablaðið 2001/87