Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2001, Page 83

Læknablaðið - 15.06.2001, Page 83
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 134 Vala Jóhann Heiðar Jóhannsson Netfang: johannhj@landspitaIi.is Dægradvöl IX Hver er sjúklingurinn og hver er sjúkdóms- greiningin? „Bæði með haus- og hlustarverk heyrnarlaus rétt að kalla, þrútið með auga og þurra kverk, þjáður frá tá að skalla, býst ég í bólið skjótt með beinverki og hitasótt, hóstandi í háttinn fer, hnerra og snýti mér, skekjandi skanka alla.“ ÍSLENSK MÁLSTÖÐ FÉKK ÁBENDINGU UM AÐ latneska heitið talus væri bæði notað um beinið sem nefnt er vala á íslensku og um líkamssvæðið sem nefnt er ökkli. Iðorðasafn lækna birtir einungis heitið vala með flettunni talus og orðhlutann völu- með flettunni talar. Eins er farið að í þremur erlendum læknisfræðiorðabókum, Wileys (1986), Stedmans (1995) og Dorlands (2000), að einungis er vísað í beinið, ankle bone, en ekki í ökklann sem heild. í sama streng tekur hin mikla ensk-enska orðabók Websters, en bætir því við að talus geti einnig merkt spilateningur (E. die). Aðrar heimildir greina svo frá því að spilateningar gerðir úr völubeinum dýra hafi einungis haft fjórar táknmerktar hliðar. Þeir, sem eitt sinn léku að legg og skel, geta án efa séð fyrir sér hversu lítil fyrirhöfn það var að gera fjórhliða spilavölu úr hækilbeini sauðkindarinnar. Ökkli Tvær tiltækar latnesk-enskar orðabækur birta hins vegar bæði heitin ankle (ökkli) og ankle-bone (ökklabein, vala) með flettunni talus. Ekki kemur fram hvor merkingin er upprunalegri, en þetta styður fyrrgreinda ábendingu. Iðorðasafn lækna skilgreinir ekki ökklann en Islensk orðabók Máls og menningar tilgreinir svœðið kringum ökklaliðinn milli fótar og mjóaleggjar. Tvö ökklasvæði eru tilgreind í Líffæraheitunum,/remra og aftara ökklasvœði, regiones talocruralis anterior et posterior. Að lokum má nefna lýsingu Iðorðasafnsins á neðri útlimnum: mjöðm, lœri, leggur, ökkli og fótur. Þar finnst undirrituðum reyndar að hné hafi orðið útundan, en það er önnur saga. Samkvæmt þessu er ökkli tiltekinn hluti eða svæði á neðri útlim. A því svæði eru liðamót, ökklaliður, articulatio talocruralis. Nokkuð ber nú á því í daglegu tali að liðamótin séu nefnd ökkli. Asthma Fyrirspurn barst um hvernig fara ætti með íslenska heitið á þeim sjúkdómi sem asthma nefnist á ensku. Uppruninn er í grísku þar sem asthma merkir mœði eða að vera móður. íslensk læknisfræðiheiti Guð- mundar Hannessonar tilgreina andarteppu og kafmœði sem íslensk heiti á asthma bronchiale. Iðorðasafn lækna nefnir hins vegar eingöngu astma. Um íslenskan framburð á þessu heiti var lítillega fjallað í 49. pistli (FL 1994;12(1):4) og þess getið að „téinu" væri gjarnan sleppt í framburði og jafnvel í rituðu máli einnig. Það finnst undirrituðum vera í samræmi við þá stefnu sem stundum er tekin, að búa til íslensk heiti með að taka upp hljóðrétta ritun á hinu erlenda heiti. Samheiti lyfja eru gjarnan þannig meðhöndluð. Samkvæmt þessu væri rétta íslenska heitið asma. Undirritaður þykist reyndar sjálfur tjá leyfarnar af sinni norðlensku harðmælgi með því að halda „téinu“ í framburði. Asmi Hitt er svo annað mál að ekki eru allir sammála því að íslenska heitið sé haft í hvorugkyni, það asmað. Margir læknar nota orðið í karlkyni og segja því hann asminn. Eftir að hafa velt þessu fyrir sér nokkra stund ákvað undirritaður að gera könnun. Hópur læknaritara á Landspítala Hringbraut fékk sendan tölvupóst með beiðni um að tilgreina hvernig þeir stafsettu heitið oftast og hvort kynið væri haft á því. Meirihlutinn sagðist rita ,,th“(28/37) og nola orðið í karlkyni (32/36), ef það væri á annað borð kyngreint. Nú er ekki annað eftir fyrir Sunnlendingana en að taka stökkið og segja hér eftir og rila: asmi. Aðgengi í febrúarblaðinu var fjallað um bioavailability. Vakin var athygli á íslenska heitinu aðgengi, sem tekið hefur verið upp í lyfjalýsingum. Til gamans má einnig nefna danska heitið biotilgængelighed, þýska heitið Bioverfiigbarkcit og franska heitið biodisponibilité. Síðari orðhlutinn í öllum þessum heitum gefur til kynna að eitthvað sé til reiðu eða aðgengilegt. Tveir lesendur létu frá sér heyra. Þorkell Jóhannesson, professor emeritus, hringdi og sagði frá því að þessi íslenska þýðing á bioavailability hefði orðið til fyrir mörgum árum í lyfjanefnd undir forsæti landlæknis. Þorkell mundi ekki hvenær það var, en nefndin var skipuð árið 1973 og starfaði lengi. Jóhann M. Lenharðsson, lyfjafræðingur, sendi tölvu- póst og sagðist sáttur við heitið aðgengi. Hann benti síðan á samsetninguna absolute bioavailability. sem hann taldi að hefði ýmist verið nefnd heildaraðgengi eða nýting. Jóhann benti einnig á samsetninguna relative eða apparcnt bioavailability. Leitað var ráða hjá Magnúsi Jóhannssyni prófessor, sem vildi nefna slíkt afstœtt aðgengi. Nýting er án efa gott heiti, en undirrituðum finnst sjónarhornið þá annað og að samstæðan aðgengi, heildaraðgengi og afstætt aðgengi sé besti kosturinn. Næringarfræði Kolbrún Einarsdóttir, næringarfræðingur, sendi tölvupóst til að benda á að enska heitið dietitian (dietician) ætti að þýða með íslenska heitinu næringarráðgjafi, en ekki eins og fram kemur í íðorðasafni lækna með öðru af heitunum nœringar- frœðingur eða manneldisfræðingur. Enska heitið nutritionist er hins vegar rétt þýtt með íslenska heitinu næringarfræðingur. Læknablaðið 2001/87 583

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.