Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Forstöðumaður Bókasafns Háskólans á Bifröst Háskólinn á Bifröst auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns bókasafns Háskólans á Bifröst sem er fullt starf. Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi bókasafns, þjónustu þess og samstarfi við aðila innan og utan háskólans. Ennfremur heldur forstöðumaður utan um skjalastjórnunarkerfi skólans, notkun þess og þróun. Bókasafnið heyrir undir skrifstofu rektors og þjónustar allar einingar háskólans. Starfssvið Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á daglegum rekstri bókasafnsins Ábyrgð á áframhaldandi uppbyggingu safnkosts þannig að hann styðji sem best við starfsemi háskólans í samræmi við þarfir hans vegna náms, kennslu og rannsókna Yfirumsjón með stafrænum tímaritakosti bókasafnsins og öðrum gagnasöfnum s.s. gegnir.is og skemman.is Ábyrgð á upplýsingaþjónustu og kennslu á leit í gagnagrunnum og þjónustu varðandi aðgengi þeirra Yfirumsjón og utanumhald um notkun og þróun á skjalastjórnunarkerfinu OneSystem í samstarfi við Háskólaskrifstofu Viðhald og þróun á þeim hluta heimasíðu skólans sem varðar bókasafnið Menntun og hæfniskröfur: Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði, meistarapróf eða önnur framhaldsmenntun er æskileg Starfið gerir kröfu á stjórnunarhæfni og góða samstarfshæfni, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, hæfni í mannlegum samskiptum og ábyrgðarkennd Mjög góð íslensku og enskukunnátta Reynsla af stjórnun, stefnumótun og rekstri safna Miðað er við að nýr forstöðumaður geti hafið störf 1. september 2014. Búseta á Bifröst eða annars staðar í sveitarfélaginu er mjög æskileg. Upplýsingar um starfið gefur rektor og umsóknir skulu sendar til hans í pósti eða á netfangið rektor@bifrost.is. Umsóknarfrestur er til 8. júní 2014. HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX HD 10/25-4 S K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð Kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 liggur frammi til skoðunar í ráðhúsinu, Borgarbraut 16, kl. 10-14 alla virka daga til kjördags. Hægt er að gera athugasemdir við kjörskrá fram á kjördag og skal senda erindi þess efnis til bæjarráðs. Nánari upplýsingar um kosningarnar má finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is Bæjarstjórinn í Grundarfirði S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga Starfsmanns Markaðsstofu Vesturlands Dag ur í lífi... Nafn: Kristján Guðmundsson. Starfsheiti/fyrirtæki: Verkefna- stjóri hjá Markaðsstofu Vestur- lands. Fjölskylduhagir/búseta: Í sam- búð og með einn lítinn gutta. Við búum á Akranesi. Áhugamál: Útivist. Vinnudagurinn: Fimmtudagur- inn 15. maí. Mætt til vinnu og fyrstu verk: Ég var mættur snemma til að hitta níu erlenda blaðamenn við Hót- el Glym. Þeir voru komnir til að kynna sér Vesturland. Hádegið: Okkur var boðið í súpu hjá hjónunum á Þórisstöðum. Klukkan 12: Eftir að við borð- uðum súpuna fórum við í fjór- hjólaferð um Svínadal og niður í Skorradal með Snilldarferðum. Klukkan 14: Þá var farið í Kross- laug í Lundarreykjadal. Hvenær hætt og það síðustu verk? Ég hætti að vinna um kl. 21. Það síðasta sem ég gerði í vinnunni var að fá desert og kaffi í fallegu útsýni frá Hótel Glym. Fastir liðir alla daga? Tölvu- póstur og kaffi. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Hvað Vesturland- ið er fallegt. Var dagurinn hefðbundinn? Nei, hann var mjög óvenjulegur en ég gæti alveg vanist þessu! Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Fyrir ári síðan. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Ég vona það. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, það er sem betur fer yfir- leitt þannig. Eitthvað að lokum? Áfram Vest- urland! Um liðna helgi þegar blaðamað- ur átti leið um uppsveitir Borg- arfjarðar tók hann eftir að unn- ið var af krafti við byggingarvinnu í Fossatúni. Þar voru menn á veg- um Eiríks J Ingólfssonar bygginga- verktaka í Borgarnesi við smíðar á tveimur nýjum gistiskálum. Þar sem styttist í komu ferðamanna er unnið alla daga. Í hvoru gistihúsi eru fjögur sjálfstæð 20 fermetra herbergi með baði. Gengið er inn í þau utanfrá. Útsýni er úr húsunum yfir Tröllafossa í Grímsá og gerist það vart fallegra. Að sögn Steinars Berg er stefnt á að ljúka byggingu húsanna fyrir 20. júní nk. Þessi átta herbergi bætast við fjögur sem fyr- ir voru. Steinar segir að nú sé lögð vaxandi áhersla á gistingu í húsum auk reksturs veitingastaðarins, vin- ylplötusafns og fleira. Segir hann að rekstur tjaldsvæðisins sé þungur enda erfitt að keppa við sveitarfélög í slíkum rekstri meðan þau niður- greiða tjaldstæði í þeirra eigu. mm Tvö ný bílastæði hafa verið gerð við golfvöllinn að Hamri í Borgar- nesi. Hófust framkvæmdir við gerð þeirra um miðjan apríl og er nú ver- ið að leggja lokahönd á verkið. Jó- hannes Ármannsson, framkvæmd- arstjóri Golfklúbbs Borgarness, segir að það hafi verið kominn tími til að bæta aðstöðuna við völlinn til að svara aukinni ásókn síðustu ára. „Við erum búnir að leggjast í mikl- ar framkvæmdir til að bæta aðstöð- una enda ásókn í völlinn sífellt að aukast. Búið er að endurbyggja af- leggjarann að Hamri auk sem tvö ný bílastæði hafa verið gerð neðan við golfskálann. Gamla bílastæðið hefur einnig verið lagfært. Stefnt er að því að malbika við húsið í haust og búa til stæði fyrir golfbíla. Einn- ig verður nýtt æfingarsvæði gert nær skálanum en það gamla fór undir annað af nýju bílastæðunum. Með þessum aðgerðum erum við ekki einungis að bæta bílastæðisað- stöðuna við völlinn heldur einnig að reyna að skapa meiri ró við golf- skálann.“ Það er Borgarbyggð sem stend- ur undir kostnaði við framkvæmd- ina og vill Jóhannes senda sveitar- félaginu sérstakar þakkir fyrir hlut þess í verkinu. jsb Ný bílastæði við golfvöllinn Hamri Golfvöllurinn að Hamri mun geta tekið á móti mun fleiri gestum með tilkomu nýju bílastæðanna. Húsin tvö falla vel að landslaginu í klettunum vestan við veitingaskálann. Gistiaðstaða rís í Fossatúni Útsýni úr húsunum er yfir Tröllafossana í Grímsá. Sigurður Daníelsson, Kristleifur Jónsson og Heiðar Örn Jónsson starfsmenn Trésmiðju Eiríks Ingólfssonar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.