Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Við sem eldri erum eigum flest börn og barnabörn og jafnvel barnabarnabörn og hagur þeirra skiptir flest okkar jafn miklu, eða ennþá meira máli en okkar eig- in hagur. Ef þeim líður vel líð- ur okkur líka vel, eða a.m.k. miklu betur. Já, ef börnin fá þá þjón- ustu sem þau þurfa í skólanum og eru ánægð þar verður verkurinn í mjöðminni bærilegri og andvöku- næturnar ekki eins margar. Leik- skólinn, grunnskólinn, tómstunda- starfið fyrir börnin og almenn lífs- kjör barnafjölskyldna eru okkur því mikið hjartans mál. Þegar við eldumst þurfum við þó yfirleitt meira á tiltekinni opinberri þjónustu að halda en þeir sem ung- ir eru og þá förum við flest að velta meira fyrir okkur heilbrigðisþjón- ustunni en við gerðum þegar við vorum ung og fannst þá að við yrð- um ævinlega þannig og eiginlega bara eilíf og ódauðleg. Þegar árun- um fjölgar förum við líka að gefa því meiri gaum hvernig þjónustu samfélagið veitir eldri borgurum í húsnæðismálum og heimaþjónust- an fer þá líka að skipta okkur mörg hver töluverðu máli. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur eldri borgara að sveitarstjórnarfólk hafi áhuga á málefnum sem varða okkur miklu og hafi einlægan vilja til að gera vel í þeim. Það hefur margt verið vel gert í málefnum eldri borgara á Akranesi á undanförnum árum. Ákvörðunin um húsnæði fyrir Félag eldri borg- ara var t.d. ánægjulegur áfangi á þeirri leið að skapa eldri borgur- um góðan vettvang fyrir félags- starf. Lífsreynslan hefur þó kennt okkur sem eldri erum að það er fátt tryggt í heiminum og góðir hlutir fást sjaldan án þess að hart sé unnið fyrir þeim. Við þurfum því að vera vakandi og hvetja áfram til fram- fara og metnaðar í þeim málum sem varða eldri borgara sérstak- lega og líka að vera á verði gagn- vart hugsanlegri afturför í þeim málum. Hér erum við alls ekki ein- ungis að hugsa um eigin hag, held- ur líka og ekki síður hag barnanna okkar og barnabarna og barnanna þeirra. Þau munu nefnilega einn- ig, eins og við, verða fullorðin og gömul þó að þau trúi því varla nú, eða leiði a.m.k. hugann ekki mikið að því frekar en við gerðum í gamla daga. Það er því skylda okkar sem eldri erum að gera það sem við getum til að móta og þróa samfélag sem veit- ir okkur og mun veita þeim góða þjónustu þegar þau eldast og þurfa á ýmis konar þjónustu að halda sem ungt fólk hugsar yfirleitt lítið um og þarf sem betur fer sjaldan á að halda. Við þurfum að beita okkur saman fyrir því að þeir sem teljast vera eldri borgarar eða bara aldr- aðir fái fjölbreytileg tækifæri til að vera virkir í samfélaginu og geti tekið þátt í margbreytilegu félags- lífi. Að sem flestir finni eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi að fást við. Virkni og félagsleg þátttaka er mjög oft besta meðalið til að halda í lífsgleðina og til að bæta heilsuna, andlega og líkamlega. Við þurfum að passa upp á að við skipulag úti- vistarsvæða og aðstöðu til íþrótta í bænum sé litið til þarfa eldri borg- ara sem þurfa á útivist og hreyf- ingu að halda og kunna að meta hana þó að þeir séu kannski svo- lítið farnir að linast í langhlaupum og lyftingum. Þegar maður eldist fara trimmgöngur t.d. oft að snú- ast um hversu langt er í bekk til að setjast aðeins á eða í salerni til að létta á sér. Við þurfum að þrýsta á um að eldri borgarar hafi gott val um bú- setuform. Þeir sem það vilja og geta fái viðeigandi stuðning og þjónustu til að geta búið sem lengst heima en þeim sem hafa aðrar óskir eða þurfa á annars konar þjónustu að halda gefist kostur á að búa í þjónustu- kjörnum eða á sambýlum þar sem veitt er meiri þjónusta og heilsu- gæsla. Og það þarf ekki að hafa mörg orð um hversu mikilvægt er fyrir okkur að rekstur sjúkrahússins og heilsugæslunnar hér á Akranesi og Höfða standi traustum fótum. Þar eigum við eldri borgarar að beita okkur og þrýsta á um að sá rekstur verði vel tryggður. Bærinn þarf að skipuleggja yf- irtöku á þjónustu við aldraða, sem gera má ráð fyrir að verði á næstu árum, sérstaklega vel. Í þessu er fólgið mjög gott tækifæri til að samtvinna þá þjónustu annarri þjónustu sem bærinn veitir og það sem mestu skiptir til að bæta þjón- ustu við aldraða íbúa í bænum. Það gerðist þó ekki nema bæjarfulltrúar hafi mikinn metnað og setji mark- ið hátt. Við eigum að fylgjast vel með og gera kröfu um að við séum höfð með í ráðum við skipulag bæjar- ins og ákvarðanir varðandi þjón- ustu sem bærinn veitir eldri borg- urum. Í því sambandi megum við ekki gleyma að við erum svo hepp- in að hafa öflugt félag eldri borgara hér á Akranesi. Allt þetta getum við gert og náð miklum árangri ef við bara vinnum vel saman. Þannig bætum við ekki bara lífsgæði okkar sjálfra heldur leggjum við okkar af mörkum til að gera samfélagið betra fyrir börnin okkar og börnin þeirra. Ég ákvað að gefa kost á mér á lista Bjartrar framtíðar á Akra- nesi vegna þess að mér þykir nálg- un þeirra á umræðu og ákvarðan- ir í stjórnmálum svo góð og áhuga- verð. Mér þykir orðið mikilvægara að leita sameiginlegra lausna og að kunna að meta það sem vel er gert, jafnvel þótt aðrir hafi unnið verkið, frekar en að standa í endalausu þrasi og flokkadráttum eins og of oft hef- ur verið aðferðin í pólitíkinni. Svo líst mér alveg sérstaklega vel á það fólk sem hefur valist í efstu sætin á lista Bjartrar framtíðar hér á Skaga. Ég get vart hugsað mér betri fulltrúa og líklegri til að taka vel á mínum málum, með hag allra bæj- arbúa þó að leiðarljósi. Hjá þeim er augljóslega góður vilji og heið- arleiki í fyrirrúmi. Ég treysti þeim til að leita álits okkar bæjarbúanna á mikilvægum málum, hlusta á okk- ur og ræða við okkur áður en meiri- háttar ákvarðanir eru teknar. Þess vegna skulum við segja Æ í maí, þótt enginn sé verkurinn. Ingunn Anna Jónasdóttir. Gamli miðbærinn okkar og hafn- arsvæðið á að vera hjarta bæjarins. Þar eiga að vera falleg gömul hús, verslanir, þjónusta, kaffihús, gisti- heimili og iðandi mannlíf. Svona er staðan því miður ekki dag og þetta mun ekki breytast af sjálfu sér. Mig langar að leggja mitt lóð á vogar- skálarnar til þess að gera gamla miðbæinn að þeim fallega stað sem hann á að vera. Eflum ferðamannaþjónustu Ferðaþjónusta er mér hugleikin og ég vil efla hana til muna. Þetta er svo til óplægður akur á Akra- nesi og getur verið uppspretta mik- illa verðmæta fyrir sveitarfélagið og íbúa þess. Uppbygging gamla miðbæjarins er lykilþáttur í því að efla ferðaþjónustu á Akranesi. Með því að tengja miðbæinn og hafnar- svæðið saman skapast sóknarfæri. Ferjusiglingar til og frá Reykja- vík gætu þannig orðið að veruleika hjá framtakssömum aðilum þar sem grundvöllurinn yrði dagsferð- ir yfir Faxaflóann í rótgróið sjávar- pláss með fallegum miðbæ og ið- andi mannlífi. Gömlu húsin gerð upp Ég vil að fólk sé sérstaklega hvatt til þess að gera upp hús sín á Neðri- Skaganum til þess að ásýnd bæjarins breytist til hins betra. Ef húsin eru í eigu stofnana þarf að setja þeim sérstök skilyrði til þess að halda þeim við og gera þau upp. Það þarf að hleypa lífi í gamla Landsbanka- húsið við Akratorg og sjá til þess að þetta myndarlega hús geti veitt ein- hverjum atvinnu og þjónustu. Það eru mikil verðmæti fólgin í því fyrir bæjarbúa að eiga fallegan miðbæj- arkjarna. Hrindum góðum verk- um í framkvæmd Akranes er frábær staður til að búa á, hér ólst ég upp og langar mig að börnin mín fái einnig að njóta þeirra forrétinda sem felast í því að alast upp á þessum stað. Mig lang- ar að hafa áhrif á það hvernig sam- félagið þróast, leggja mitt af mörk- um og þess vegna býð ég mig fram til bæjarstjórnar á lista Frjálsra með framsókn. Ég þarf þinn stuðning og þitt umboð til þess að hrinda góð- um verkum í framkvæmd. Jóhannes Karl Guðjónsson. Höf. er fótboltamaður og frambjóð- andi í öðru sæti á lista Frjálsra með framsókn á Akranesi. Ein af ástæðum þess að ég gekk til liðs við Bjarta framtíð er sú að eitt helsta markmið flokksins er að vinna að jafnrétti allra og jafna tæki- færi fólks með ólíkan bakgrunn og reynslu í lífinu. Sumir segja að jafn- rétti kynjanna sé náð og jafnvel jafn- rétti fólks, en ég er ekki sammála því þótt margt hafi sem betur fer mikið lagast í þeim efnum. Af hverju segi ég þetta? Ég er sagnfræðingur og í námi mínu hef ég lesið ógrynni af heimildum um liðna tíð. Þær fjalla langflestar um ríka, áhrifamikla karla sem heyja stríð, stjórna löndum og vinna baráttur af ýmsu tagi. Stundum er talað um konur og þá sem eiginkonur merkra manna og eru þær ekki þekktar fyr- ir neitt annað. Stundum er líka talað um alþýðukarla eða fátæka karla, en þeir eru oftast vinnumenn bóndans eða eitthvað slíkt. Þessir einstakling- ar hafa yfirleitt lítið vægi innan sög- unnar en styðja venjulega við karla sem skipa efstu sæti í valdastrúkt- úr samfélagsins. Sjaldan hef ég les- ið um fatlað fólk en einstaka sinn- um um samkynhneigða forfeður eða mæður. Í Íslandssögunni birt- ast útlendingar venjulega sem ein- staklingar sem berjast við okkur um umfang landhelginnar, setja á okk- ur höft, leggja lag sitt við íslenskar konur og spilla þeim. Sagnfræðing- ar nú til dags, hafa margir lagt sig eftir því við að draga fram heimildir um alþýðufólk til að gefa þeim rödd. Ég er ein þeirra og nýverið skrifaði ég lokaritgerð í meistaranámi mínu sem fjallar meðal annars um sjókon- ur á Breiðafirði. Í opinberri umræðu um sjósókn fólks er nánast aldrei minnst á konur. Fjallað er um menn, bræður og feður innan stéttarinnar en samt hafa konur alla tíð sótt sjó í einhverjum mæli. Þegar ég hlusta á fréttir verð ég stundum vitni að því sama. Talað er um að menn þurfi að gera hitt og þetta, menn telja líka margt og menn eru almennt við- miðið í svo mörgu. Þekkt stef úr kvenréttindabarátt- unni var: „Konur eru líka menn!“ Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú að innan sagnfræðinnar get- ur verið erfitt að gefa konum rödd ef þær eru alltaf kallaðir menn. Það hefur verið ákveðin þöggun ríkjandi um konur innan sögunnar. Með því að þagga niður tiltekna hópa fólks og umræðu um stöðu þeirra, miðar okkur hægar áfram í að jafna tæki- færi fólks og réttindi. Það sama má segja um aðra hópa sem eru í minni- hluta og standa höllum fæti í samfé- laginu. Ég tala um málefni kvenna af því að ég þekki vel hvað það þýðir að vera kona og hvernig við upplifum mismunun á ýmsum sviðum. Mis- munun sem oft er lúmsk og hefur áhrif á hvað telst eðlilegt og ásætt- anlegt. Ekki síst vegna þess tel ég svo mikilvægt að við tölum um kon- ur sem konur og karla sem karla, eða einfaldlega bara um fólk og hætt- um að draga fólk í dilka út frá kyni eða einhverjum öðrum einkennum. Mér finnst svo gríðarlega mikilvægt að líta á annað fólk sem einstaklinga en ekki sem “fulltrúa” einhverra hópa, ss. karla eða kvenna, innflytj- enda eða fatlaðs fólks o.s.fv., heldur leyfa hverjum og einum að að njóta sín sem einstaklingar. Áherslan á að vera á jöfn tækifæri fólks. Ekki flokkun fólks í hópa sem undan- tekningalítið leiðir til mismununar. Forréttinda sumra geta skert tæki- færi og réttindi annarra. Ég hef oft tekið umræðu um þetta málefni og heyrt suma segja að þessi umræða sé rugl og skipti ekki máli. En mér finnst þýðingar- mikið að ræða þessi mál á opinská- an og hreinskilinn hátt svo hægt sé að fræðast um aðra sem hafa öðru- vísi reynslu. Sagnfræðin er gott tæki til þess og það má svo margt læra af sögunni. Ég rak mig oft á það í námi mínu að lífið í gamla dag virtist ekki vera eins og það er í dag, sökum þess að það vantaði hópa fólks inn í um- fjöllunina. Lífið virtist einsleitt, að- eins var fjallað um ríka karla og kon- ur sem þjónuðu þeim. Fatlað, fátækt og gamalt fólk voru niðursetningar eða ómagar sem virtust engu máli skipta. Við þurfum að gæta þess að gera ekki þau mistök nú og í fram- tíðinni. Sagan er full af dæmum um óréttlæti gagnvart fólki sem við get- um lært af og forðast að endurtaka ef við höfum vilja og kjark til þess. Við hjá Bjartri framtíð höfum rætt um að það er mikilvægt að segja ekki alltaf „Menn hafa sagt...“ o.s.fv. ef um fólk af báðum kynjum er að ræða og alls ekki ef það get- ur leitt til þess að það skiljist svo að karlmenn hafi allt vald og eigi allan heiður af því sem vel er gert og beri alla ábyrgð á því sem illa er gert. Ef þess er ekki gætt og konur eiga að kallast menn, verða þá menn ekki að sætta sig líka við að kallast konur? Eigum við ekki bara að tala um fólk þegar það á best við og lýsir því best sem gerist í samfélaginu okkar? Þórunn María Örnólfsdóttir. Höf. er í 7. sæti á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. Pennagrein Björt framtíð fyrir unga og gamla Pennagrein Ein lítil grein um jafnréttispólitík Pennagrein Þar sem Skagahjartað slær S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.