Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Tíu dagar eru nú til sveitarstjórnar- kosninga og hafa flestir þeir flokkar sem bjóða fram í vor opnað kosn- ingaskrifstofur. Á skrifstofunum geta kjósendur komið við, kynnt sér málefni framboðsins, spjallað við kosningastjóra og frambjóðendur auk þess að þiggja kaffisopa. Heil- margt sem tengist kosningunum er á döfinni hjá framboðunum næstu vikuna, svo sem súpufundir, grill- veislur, fyrirlestrar og fleira. Kosn- ingastjórar sem rætt var við bjugg- ust því við miklu annríki næstu dag- ana. Hér er sýnishorn af myndum sem teknar hafa verið síðustu daga. Það skal tekið fram að ekki þáðu öll framboð boð um myndbirtingu, önnur höfðu ekki opnað skrifstofur eða svöruðu ekki í síma. Litið við á nokkrum kosningaskrifstofum á Vesturlandi Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi grillaði skötusel fyrir gesti og gangandi í rjómablíðu síðastliðinn sunnudag. Flokkurinn hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum undanfarið og kynnt málefni flokksins. Framundan eru sex súpufundir á vegum flokksins, þar sem málefnin verða kynnt hvert á fætur öðru. Ljósm. Atli Harðarson. Fullt hús var þegar kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar í Borgarbyggð var opnuð 15. maí. Á meðal þeirra sem mættu var Árni Páll Árnason, formaður flokksins. Eitthvað verður um að vera hjá fram- boðinu alveg fram að kosningum. Frambjóðendur munu m.a. ganga í hús og dreifa rósum og halda kvennakvöld, þar sem varaformaður flokksins kemur í heimsókn. Ljósm. Jón Arnar Sigurþórsson. Frjálsir með Framsókn á Akranesi héldu á dögunum vöfflukaffi sem sló í gegn. Fullt var út úr dyrum og barnahornið var vinsælt í Fríhöfn, kosningaskrifstofu þeirra. Eitt og annað er framundan hjá Frjálsum með Framsókn. Þeir verða meðal annars með fjölskyldu-föstudag fyrir leik hjá ÍA og Ingibjörg Pálmadóttir býður heim næstkomandi sunnudag í léttar veitingar. Ljósm. gbh. Þann 11. maí opnuðu frambjóðendur L – listans Samstöðu í Grundarfirði kosningaskrifstofu sína í Hrannarbúð. Margir lögðu leið sína þangað og fengu sér kaffi og köku og ræddu við frambjóðendur um brýn málefni. Kynningarfundur verður á fimmtudag og opið verður í Hrannarbúð um helgina. Í næstu viku verður fjölskyldudagur þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og hamborgara. Ljósm. tfk. Frambjóðendur Samfylkingarinnar á Akranesi hafa gengið hús úr húsi í bænum og dreift kosninga- bæklingi. Með því vilja þeir kynna bæjarbúum stefnumál, markmið og áherslur í komandi kosningum. Margir viðburðir eru framundan hjá Samfylkingunni næstu daga svo sem Pub Quiz, morgunverður fyrir 60+, vorgleði og karlakvöld. Ljósm. Kristinn Hallur Sveinsson. Björt framtíð á Akranesi er búin að koma víða við síðasta mánuð. Frambjóðendur hafa kíkt í keilu, dansað um götur og sanda bæjarins, farið á Listahátíð í Garðabænum með fleiri Björtum og sitthvað fleira. Bjartir munu halda áfram að spígspora um bæinn næstu daga, kíkja á vinnustaði og halda fjöl- skyldudag í Garðalundi, svo eitthvað sé nefnt. Ljósm. Guðmundur Sigurðsson. Kosningarnar leggjast vel í frambjóðendur VG í Borgarbyggð. Haldin var vel heppnuð opnunarhátíð kosningaskrifstofu þeirra í Skallagrímsgarði um síðustu helgi. Þar var boðið upp á grillmat, Svala og kaffi og fólk hafði tækifæri til að ræða málin. Skrifstofa þeirra er staðsett við Borgarbraut 61, fyrir ofan Omnis. Ljósm. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir. Kosningaskrifstofa VG á Akranesi opnaði um miðjan maí. Starfið fór rólega af stað en er allt að taka við sér þessa dagana. Frambjóðendur í efstu sætum fara í vinnustaðaheimsóknir og ýmislegt er að gerast á skrifstofunni. Um helgina verður meðal annars hjóladagur og haldið erindi um ræktun ávaxtatrjáa. Þessi mynd er tekin í upphafi dags af starfinu á skrifstofunni við Skólabraut. Ljósm. Þröstur Ólafsson. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Borgarbyggð var opnuð sunnudaginn 11. maí. Fjölmargir lögðu leið sína á skrifstofuna, þar á meðal þessir ungu menn sem gæddu sér á vöfflum í boði fram- sóknarfólks. Framundan eru kvennakvöld og stofnun Félags framsóknarkvenna í Borgarbyggð, morgunkaffi í sveitinni, fjölskyldudagur og grill í Skallagrímsgarði og Pub Quiz unga fólksins. Ljósm. Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir. Allt er að fara á fullt hjá Sjálfstæðisflokknum í Borgarbyggð. Haldið var skemmtilegt krakkabingó síðasta mánudagskvöld. Haldið verður konukvöld, Pub Quiz og að lokum verður fjölskyldudagur þar sem hægt verður að fara á hestbak og fá vöfflur. Ljósm. Björn Bjarki Þorsteinsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.