Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga þann 31. maí 2014 verður lögð fram samþykkt af bæjarstjórn þann 21. maí n.k. Kjörskráin verður frá þeim degi til sýnis á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar að Snæfellsási 2, Hellissandi, á opnunartíma skrifstofunnar. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga Snæfellsbær Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal frá og með 21. maí 2014 til kjördags, mánudaga – föstudaga kl. 10:00 – 14:00. Sveitarstjóri S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Kjörskrá Fyrsti hluti lagfæringa í Skalla- grímsgarði í Borgarnesi er nú í framkvæmd. Verið er að laga og fegra í kringum haug Skallagríms Kveldúlfssonar. Nú þegar er búið að fjarlægja mörg gömul tré og grafa fyrir göngustíg umhverf- is hauginn. Meðfram stígnum er verið að hlaða grjótbekk og mun verða aðstaða fyrir fólk að fá sér sæti umhverfis hauginn. Það er HS verktak í Borgarnesi sem sér að mestu um verkið, en Unnsteinn Elíasson hleðslumeistari hleð- ur haganlega grjótinu meðfram stígnum. Í samtali við Skessuhorn sagði Halldór Sigurðsson hjá HS verktaki að framkvæmdir séu vel á veg komnar. Á þessum fyrsta hluta að verða lokið 30. maí. „Það var mikið um skemmd tré umhverfis hauginn sem búið er að fjarlægja auk þess sem grafa þurfti niður á fast fyrir göngustígnum. Það á svo eftir að fegra svæðið enn frek- ar meðal annars með gróðursetn- ingu blóma í bökkunum meðfram stígnum. Verður því fljótlega kom- in falleg aðstaða fyrir fólk að setj- ast niður og njóta garðsins,“ seg- ir Halldór. Hann bætir við að íbú- ar sem hann hefur heyrt í séu al- mennt ánægðir með framkvæmd- irnar. „Þessi fyrsti hluti lagfæring- anna hefur farið vel af stað og fólk sem komið hefur í garðinn virð- ist vera ánægt með það sem kom- ið er.“ jsb Lionsstarf í Grundarfirði er með miklum blóma um þessar mund- ir og stöðugt fjölgar í klúbbnum. Á Lionsfundi 30. apríl sl. gengu þrír nýir félagar til liðs við klúbb- inn sem telur nú 40 félaga, góða blöndu kvenna og karla. Lions- starfið er gefandi starf þar sem fólki gefst kostur á að leggja málefn- um í heimabyggð lið en jafnframt að sinna hinu alþjóðlega hjálpar- starfi Lions ásamt því að rækta fé- lagsskapinn. Hið margrómaða kút- maga kvöld klúbbsins var hald- ið með glæsibrag í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í febrúar. Allur ágóði þess var ánafnaður Leikskólanum Sólvöllum og var söfnunarféð kr. 300.000 afhent leikskólastjóran- um Matthildi S. Guðmundsdóttur á síðasta fundi vetrarins í Fákaseli þann 30. apríl sl. Á þeim sama fundi voru tónlist- arskólanum afhentar kr. 300.000 til kaupa á færanlegu hljóðkerfi og veitti Baldur Orri Rafnsson tón- listarkennari styrktarfénu viðtöku í fjarveru Þórðar Guðmundsson- ar skólastjóra. Las Baldur Orri við það tilefni upp þakkarbréf frá skólastjóra. Fyrr í vetur var Fjölbrauta- skóla Snæfellinga færður styrkur til kaupa á Ipad tölvu fyrir starfsdeild skólans. Lionsstarf þessa starfsárs end- ar síðan með árlegri vorferð sem að þessu sinni verður heimsókn í Borgarfjörðinn. Næsta starfsár hefst síðan í september með spenn- andi verkefnum. Gunnar Kristjánsson, blaðafulltrúi L.kl. Grundarfjarðar. Nýir félagar í klúbbnum ásamt meðmælendum sínum. F.v. Lína Hrönn Þor- kelsdóttir ritari, Anna Bergsdóttir gjaldkeri, Sigurlaug R Sævarsdóttir, Erna Sigurðardóttir, Heiðar Bjarnason og Móses varaformaður. Lionsmenn í Grundarfirði styrkja leikskólann og tónlistarskólann Matthildur Guðmundsdóttir tekur við styrknum úr hendi varaformanns, Móses Geirmundssonar. Baldur Rafnsson t.v. fyrir hönd tón- listarskólans veitti styrknum viðtöku. Hlaðinn göngustígur umhverfis haug Skallagríms Kveldúlfssonar er að verða til í Skallagrímsgarði. Lagfæringar í Skallagrímsgarði Sindri Daði, Halldór Sigurðsson, Hjalti Ásberg og Sigurdór Ísak við vinnu í Skallagrímsgarði. www.skessuhorn.is Í næstu viku kemur Skessuhorn út þriðjudaginn 27. maí þ.e. degi fyrr en vanalega. Því verður dreift miðvikudaginn 28. maí með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi. Þeim sem vilja nýta sér blaðið til auglýsinga er bent á að hafa samband við markaðsdeild í síma 433-5500 eða senda tölvupóst á: palina@skessuhorn.is eða valdimar@skessuhorn.is. Sökum þess hve blaðið verður stórt að þessu sinni er skilafrestur auglýsinga föstudaginn 23. maí. Útgáfa Skessuhorns í næstu viku Starfsfólk Skessuhorns. Skilafrestur efnis og aðsendra greina er á hádegi sunnudagsins 25. maí. Greinar sem berast eftir það fá ekki birtingu í blaðinu. Hámarkslengd greina er ein A4 síða með tólf punkta letri og venjulegu línubili. Mynd af greinarhöfundi skal fylgja með.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.