Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Símenntunarmiðstöðin á Vestur- landi stóð fyrir skemmtilegu dags- námskeiði í Borgarnesi fyrir fólk með fötlun á sjálfan Eurovisiondag- inn 10. maí sl. Námskeiðið bar yf- irskriftina Smiðjur með Ellý. Elín- borg Halldórsdóttir listakona leiddi þátttakendur inn í heima myndlist- ar, tónlistar og leiklistar og að sjálf- sögðu var Eurovision þema dagsins og allir skemmtu sér vel. Að nám- skeiði loknu borðuðu allir saman á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Meðfylgjandi myndir voru teknar þennan dag. hbb Fyrr í mánuðinum voru hjóladagar haldnir í Grundaskóla á Akranesi, enda er sá tími kominn sem reið- hjólin flykkjast á göturnar. Nem- endur skólans hafa því farið yfir reiðhjól sín og gert þau klár fyr- ir sumarið. Karen Lind Ólafsdótt- ir, verkefnisstjóri umferðarfræðslu við skólann, segir reiðhjól hafi ver- ið látið flakka á milli yngstu bekkja og hafi kennarar farið yfir allt það helsta sem þarf að vera á hverju hjóli. Að ýmsu þarf að huga þeg- ar reiðhjólin eru tekin fram á vor- in og komu eldri nemendur sér upp verkstæði við skólann þar sem þau leiddu skoðun og viðgerðir á hjól- um yngri nemenda og veittu þeim aðstoð með sín mál. „Grundaskóli er móðurskóli í umferðarfræðslu og við viljum sína öðrum gott for- dæmi. Við vildum því tryggja að öll hjól nemenda og starfsmanna væru vel útbúin og örugg til notkunar í umferðinni. Slysin gera ekki boð á undan sér, líkt og dæmin sýna,“ segir Karen Lind. Kenndu hjólafærni í íþróttatímum Karen Lind segir að Grundaskóli hafi í ár gert tilraun með að kenna hjólafærni í íþróttatímum. „Nem- endur mættu því á hjólum í íþróttir í tvo tíma. Fyrri tíminn fór í að fara yfir ástandið á hjólinu, stilla hjálma rétt og svo framvegis. Á þessum dögum aðstoðuðu nemendur úr 8. – 10. bekk þá yngri en hópur ung- linga úr skólanum fór nýverið á námskeið í hjólafærni þar sem þau lærðu að yfirfara hjól eftir ákveðn- um gátlista og gera við þau. Hjól- in voru því yfirfarin með gátlistan- um sem nemendur fóru svo með heim,“ segir Karen Lind. Nem- endur lærðu einnig að stilla hjálm- inn og hnakkinn ásamt fleiri atrið- um sem tengjast hjólreiðum. Seinni tíminn fór í alls kyns hjólaleiki og þrautabraut undir stjórn íþrótta- kennara. Í þrautabrautinni fóru nemendur meðal annars upp mal- arbrekku, tóku blindbeygju, fóru á hjólavegasalt og fleira. „Þetta fyr- irkomulag gekk mjög vel og nem- endur stóðu sig með stakri prýði. Ef aðrir skólar hafa áhuga á að hafa hjóladaga, þá er þeim meira en vel- komið að hafa samband við okkur í Grundaskóla. Einnig er að finna flott námsefni á www.nams.is sem heitir Hjólum og njótum,“ segir Karen Lind að lokum. grþ Náttúrustofa Vesturlands hefur frá árinu 2003 fylgst með útbreiðslu glókolls í greniskógum á Vestur- landi. Glókollur er minnsti fugl Evrópu og heldur einkum til í barr- skógum, þar sem hann étur ýmis smádýr eins og grenilýs og átt- fætlumaura. Um er að ræða einu skipulegu vöktunina á þessari teg- und hér á landi. Á vef Náttúrustofu Vesturlands segir: „Talið er að gló- kollur hafi fyrst orpið hér á landi að einhverju ráði um 1996 eftir mestu glókollagengd sem sögur fara af. Næstu árin dreifðist glókollurinn allvíða, einkum um Austur-, Suður- og Vesturland, en veturinn 2004- 2005 hrundi stofninn. Árið 2008 náði hann sér ágætlega á strik, þótt ekki næði hann sömu hæðum og fyrir hrun, og virðist hafa haldist lítið breyttur árin 2010 og 2012. Samkvæmt niðurstöðum þessa vors finnst glókollur nú í fleiri greni lundum á Vesturlandi en nokkru sinni fyrr eða á um þremur af hverjum fjórum athugunarsvæð- um. Aðstæður virðast því hafa ver- ið stofninum hagfelldar síðasta vet- ur og hafa líkur verið leiddar að því að stofnsveiflurnar séu nátengd- ar sveiflum í fæðuframboði. Helsta fæða glókollsins, sitkalús, þolir illa mikil frost og drepst til að mynda ef hiti fer niður fyrir -15°C í nokk- urn tíma. Nýlega var sagt frá því í fréttum að nú geisaði sitkalúsarf- araldur í Reykjavík og er líklegt að gott gengi glókollsins nú tengist uppsveiflu sitkalúsarinnar. Þess má í lokin geta að svartþröstum virð- ist hafa fjölgað mikið á Suðvestur- landi á síðustu árum. Við glókolla- athuganirnar á Vesturlandi sáust syngjandi svartþrestir á Akranesi, í Borgarnesi og Vatnaskógi, en söng- ur þeirra er sterk vísbending um varp.“ mm/nsv.is Nú eru tónlistarskólarnir í landinu hver af öðrum að halda lokatónleika skólaársins. Tónlistarskóli Grund- arfjarðar var í þeirra röðum í lið- inni viku. Haldnir voru útskriftar- tónleikar í sal Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga 14. maí. Þá léku nemendur listir sínar og sýndu tónleikagestum afrakstur vetrarins. Mikið er af upp- rennandi tónlistarfólki en söngvar- ar og hljóðfæraleikarar voru á öll- um aldri. Miðað við frammistöðu krakkanna má segja að tónlistarlíf í bænum sé í miklum blóma. tfk Tónlistarskólarnir að ljúka vetrarstarfinu Dagsnámskeið í smiðju með Ellý Hópurinn allur í vorblíðunni framan við Bjarnarbraut 8. Ólafía og Davíð Einar. Jonni og Heiðrún. Metár hjá vestlenskum glókollum Glókollur. Ljósm. Daníel Bergmann.- Aron Már aðstoðarmaður úr 9. bekk fer yfir hjólið hjá Sindra Má, nemanda í 6. bekk. Hjóladagar í Grundaskóla Einn af bekkjum skólans í hjólatíma. Þarna æfa börnin sig að hjóla eftir línu. Hluti nemenda að skoða reiðhjólið sem var látið flakka á milli bekkja. Patrekur, nemandi í 6. bekk, að þrífa reiðhjól.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.