Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
Vegna aukinna verkefna leitar Loftorka
í Borgarnesi að starfsmönnum
Innkaup og lager
Loftorka leitar að starfsmanni á lager
Helstu verkefni eru innkaup og samskipti við birgja, ásamt
vöruafgreiðslu til starfsmanna af lager
Smiðir
Helstu verkefni eru vinna við einingaframleiðslu og reisingar
Iðnverkamenn
Loftorka leitar að iðnverkamönnum til starfa í verksmiðju
félagsins í Borgarnesi
Helstu verkefni eru vinna við einingaframleiðslu
Upplýsingar í síma 433 9000
Óli Jón Gunnarsson, oli.jon@loftorka.is
Þorsteinn Viggósson, thorsteinn@loftorka.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Létt starf!
Rekstrarfélag Hyrnutorgs vantar sumarstarfsmann í hlutastarf til þess að
sinna umhirðu við Hyrnutorg út septembermánuð.
Um er að ræða létt starf sem getur hentað sem aukavinna.
Nánari upplýsingar gefur Guðsteinn í síma 430-5502 eða 660-8240.
Rekstrarfélag Hyrnutorgs
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Skipulagsmál eru sennilega þau mál
sem harðast er tekist á um á okk-
ar dögum, enda snertir þessi mála-
flokkur nærumhverfi íbúa og dag-
lega umgengni í heimabyggðinni.
Þess vegna skiptir það gríðarlegu
máli að vandað sé til verka í skipu-
lagsvinnu og að verkin séu vel und-
irbúin og tímanlega. Hafa þarf
samstarf og samræðu við íbúana í
undirbúningsferlinu til að tryggja
að raddir íbúa, líka þær lágværari,
heyrist.
Ein af meginskyldum sveitarfé-
laga er upplýsingaskyldan og hún
skiptir miklu þegar kemur að skipu-
lagsmálunum. Þess vegna er það
afar brýnt að sveitarfélagið vandi
allar upplýsingar til íbúa og að þær
séu aðgengilegar og vel kynntar. Til
þess þarf heimasíða sveitarfélagsins
að vera aðgengileg og auðvelt að
leita þar að efni um þau mál sem
eru í umræðunni hverju sinni. Það
væri til mikilla þæginda fyrir alla
aðila að einnig væri hægt að sjá feril
mála á heimasíðunni og hver staðan
á þeim er á hverjum tíma. Ákjósan-
legt væri einnig að íbúar gætu tjáð
sig á heimasíðunni undir hverjum
málaflokki fyrir sig. Öll viljum við
stuðla að bættu lýðræði og þá skipt-
ir miklu að upplýsingaflæði til íbúa
sé nægjanlegt. Það eykur líkurnar á
ánægju meðal íbúa sveitarfélagsins
og stuðlar að aukinni þátttöku fólks
í samfélaginu. Við eigum að gera
hlutina saman – það er bara miklu
skemmtilegra.
Í skipulagsmálum skiptir miklu
máli að hugsað sé fram í tímann.
Hætturnar eru mestar þegar flýta á
framkvæmdum og breyta skipulagi
með hraði. Þá vill það brenna við að
einblínt sé á einstaka framkvæmd á
kostnað heildarhugsunar. Lög um
skipulagsmál endurspegla vissulega
þennan ótta, en það er sem bet-
ur fer talsvert ferli að breyta sam-
þykktu skipulagi. Og lögin kveða á
um ákveðin tímamörk.
Í allri vinnu við skipulagsmál
þarf náttúran að vera í forgrunni
og njóta vafans. Til þess að fólk fái
notið sín í umhverfi sínu þarf að
sýna fyrirhyggju og finna jafnvægi
á milli náttúrunnar og fegurðar-
skyns mannsins. Þetta allt þarf að
mynda eina sterka heild sem er fal-
leg og hugsuð útfrá þörfum íbúa
og notkunarmöguleikum þeirra og
barnanna og barnabarnanna.
Svo þurfum við að muna að trén
lifa miklu lengur en maðurinn.
Björk Jóhannsdóttir.
Höf. skipar 3. sæti á lista
Samfylkingar í Borgarbyggð.
Stjórn UMSB hefur náð samkomu-
lagi við Borgarbyggð og Golfklúbb
Borgarness um umhirðu Skalla-
grímsvallar. Að sögn Pálma Blængs-
sonar, framkvæmdastjóra UMSB er
um tvo samninga að ræða. Annars
vegar er það samningur við Borg-
arbyggð um aukið fjármagn til um-
hirðu íþróttavalla í sveitarfélaginu
og hins vegar samningur við GB
um að starfsmenn golfklúbbsins sjái
um umhirðu Skallagrímsvallar fyrir
hönd UMSB.
„Samningurinn sem gerður var
við Borgarbyggð snýst um að fjár-
magn til umsjónar og umhirðu vall-
arsvæða í Borgarnesi eykst töluvert
og fer úr 2,3 milljónum króna á ári
í 4,5 milljónir króna á ári. Þetta er
gert með það að leiðarljósi að völl-
urinn verði eins fallegur og hugs-
ast getur þegar Unglingalands-
mót UMFÍ verður haldið á hon-
um sumarið 2016. Þá bætist einn-
ig við að UMSB fær í sína umsjón
Sverrisvöll á Hvanneyri sumarið
2015. Hinn samningurinn er svo
við Golfklúbb Borgarness þess efn-
is að starfsmenn GB sjái alfarið um
umsjón og viðhald á Skallagríms-
velli fyrir hönd UMSB. Með þess-
um samningi skapast því heilsárs-
starf fyrir vallarstjóra GB sem sér
þá bæði um golfvöllinn og Skalla-
grímsvöll. Með þessu móti nýt-
ist sérfræðiþekking golfvallarstarf-
manna GB ekki einungis á golfvell-
inum heldur einnig á Skallagríms-
velli,“ segir Pálmi.
jsb
Soffía Björg útskrifast frá Listaháskól-
anum í vor með BA gráðu í almennum
tónsmíðum. Hún heldur útskriftar-
tónleika sína í Kaldalóni í Hörpu
fimmtudaginn 22. maí kl 20:00. Hljóm-
sveit Soffíu Bjargar, Orfia, vinnur
nú að gerð plötu sem væntanleg er í
sumar. Á þessum tónleikum er einblínt
á side A, eða þann hluta plötunnar
sem inniheldur lög eftir Soffíu. Á tón-
leikunum verður vídeoverki myndlista-
konunnar Sigríðar Þóru Óðinsdóttur
varpað á vegg bakvið hljóðfæraleikara
á meðan á tónlistarflutningi stendur.
Margir hljóðfæraleikarar koma að
gerð plötunnar og má þar nefna
tréblásturskvartett, strengjakvintett,
hörpu, píanó og svo hina hefðbundnu
rytmasveit.
-fréttatilkynning
Fagnað var 35 ára afmæli Leik-
skólans Vallarsels á Akranesi í gær,
þriðjudaginn 20. maí. Héldu nem-
endur og starfsfólk skólans upp
á daginn með skrúðgöngu í blíð-
skaparveðri. Gengið var fylktu liði
hring í hverfinu, börn skreytt and-
litsmálningu og í appelsínugulum
bolum merktum Vallarseli. Gengu
þau í fylgd með starfsfólki en í far-
arbroddi voru trommarar og lög-
reglan á Akranesi sem ók á undan
með bláum ljósum og sá til þess að
bílaumferð truflaði gönguna ekki.
Eftir skrúðgönguna söfnuðust svo
allir saman á leikvelli Vallarsels þar
sem afmælissöngurinn var sunginn
skólanum til heiðurs. Regína Ás-
valdsdóttir bæjarstjóri mætti síð-
an til að afhenda blómvönd í tilefni
dagsins ásamt því sem hún afhenti
leikskólanum 35 þúsund króna út-
tekt í Tónasmiðjunni, eitt þúsund
krónur fyrir hvert ár sem leikskól-
inn hefur starfað. jsb
Pennagrein
Skipulags– og umhverfismál
og upplýsingamál
Soffía Björg með útskriftartónleika
Nemendur Vallarsels syngja afmælissönginn fyrir leikskólann.
Vallarselsfólk fagnaði 35 ára afmæli
Börnin ganga hér eftir Skarðsbraut í góðu veðri með andlitsmálningu og skraut
sem þau bjuggu til sjálf.
Samningarnir handsalaðir á vallarsvæðinu í Borgarnesi.
Samið um vallarhirðu
á Skallagrímsvelli