Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Nú er búið að ganga frá leikmannaskiptum allra sem ganga til liðs við fjórðu deildar knattspyrnu- lið karla hjá Skallagrími í Borgarnesi. Liðið leikur í sumar í C riðli deildarinnar. Áður en yfir lauk voru níu nýir leikmenn kallaðar til leiks: Markahrókur- inn Valdimar K. Sigurðsson kemur frá Kára, Dani- el Hatfield frá Bretlandi, Þorfinnur G. Þorfinns- son frá Aftureldingu, Halldór Bjarneyjarson frá Skínandi, Kristján Bohra frá ÍA, Zacharia Shaikh frá Bretlandi, Finnbogi Llorens Izaguirre frá HK, Marteinn Þór Vigfússon frá Kára og Samba Cor- reia Cande frá USA. Ívar Örn Reynisson formaður knattspyrnudeild- ar Skallagríms kveðst ánægður með þessa niður- stöðu. „Við Skallagrímsmenn teljum okkur vera með nokkuð öflugan hóp til að takast á við verk- efni sumarsins og vonumst eftir góðri stemningu á leikjum liðsins í sumar. Fyrsti leikur Íslands- mótsins verður gegn Erninum og fer hann fram í Borgarnesi föstudaginn 23. maí kl. 20:00,“ segir Ívar Örn. mm Sennilega eru fáir knattspyrnuvell- ir á landinu komnir jafn vel af stað þetta vorið og völlurinn á Hellis- sandi. Þar spiluðu strákarnir í 2. flokki Snæfellsness leik síðastliðinn föstudag við BÍ/Bolungarvík. Völl- urinn var grænn og góður og veðr- ið ágætt þótt aðeins rigndi. Strák- arnir voru í hörkustuði, spiluðu vel og endaði leikurinn 7 – 1 fyr- ir Snæfellsnesi. Fyrsti sigur sum- arsins í höfn hjá þeim. Hilmar Orri Jóhannsson skoraði þrjú mörk en síðan skoruðu eitt mark hver leik- mennirnir Sumarliði Kristmunds- son, Kristófer Reyes, Kristófer James og Kristinn Magnús Péturs- son. þa Snæfellsnes burstaði BÍ Bolungarvík Vesturlandsliðin féllu úr bikarkeppni Naumt tap hjá Skagakonum gegn Fylki Þrátt fyrir hetjulega baráttu tókst Skagakonum ekki að ná stigi í fyrsta leik sínum í Pepsídeildinni. Þær fengu Fylki í heimsókn á Akranes- völl sl. miðvikudagskvöld og töpuðu 1:0. Leikurinn var í heildina nokk- uð jafn. Fylkiskonur voru sterkari í fyrri hálfleiknum og sóttu þá öllu meira. Færin voru þó fá í hálfleikn- um og það var ekki fyrr en á 31. mínútu sem Halla Margrét Hin- riksdóttir í marki ÍA þurfti að beita sér þegar hún varði skot úr teign- um af stuttu færi. Á 44. mínútu áttu Skagakonur mjög góða sókn og stórhætta skapaðist upp við Fylk- ismarkið. Maren Leósdóttir átti þá skot í stöngina og vörn gestanna tókst síðan að komast fyrir skot frá Skagastúlkum í annarri tilraun. Þarna var skammt stórra högga á milli, því Fylkiskonur fengu dauða- færi í næstu sókn og upp úr horn- spyrnu afgreiddi svo Carys Howk- ins boltann í netið og skoraði þar með eina mark leiksins. Í seinni hálfleiknum færðist útsynningur- inn og kalsinn í aukana en stúlkurn- ar létu það ekkert á sig fá. Það voru Skagakonur sem voru sterkari í seinni hálfleiknum og fór leikurinn síðasta hálftímann að mestu fram á varnarhelmingi Fylkis. Það var eins og herslumun- inn vantaði hjá heimastúlkum þeg- ar þær komust upp að vítateig gest- anna og leikurinn fjaraði út án þess að fleiri mörk væru skoruð. Byrj- unin í Pepsídeildinni var ekki sem verst hjá ÍA liðinu og nú er bara að gera enn betur í næsta leik sem verður nk. þriðjudag (í gærkveldi) gegn FH í Kaplakrika.a þá Guðrún Karítas Sigurðardóttir með boltann í hörkusókn Skagastúlkna í seinni hálfleiknum. Grundarfjörður spilaði sinn fyrsta leik í Íslandsmóti KSÍ þegar lið þeirra heimsótti Víði í Garði sl. laugardag. Leikurinn var æði fjör- ugur og hart tekist á, en heima- menn í Víði skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu. Grund- firðingar jöfnuðu metin á 18. mín- útu en þar var að verki Kristinn Aron Hjartarson sem gekk til liðs við félagið frá Kára nú í vor. Það var svo á 33. mínútu að Ólafur Hlynur Illugason kom gestunum í 1-2 eftir góða fyrirgjöf frá hægri vængnum og þannig var staðan í leikhléi. Í síðari hálfleik byrjuðu Grund- firðingar af krafti og á 51. mín- útu skoraði Kristinn Aron sitt ann- að mark af miklu harðfylgi þegar hann náði að vera á undan mark- verði heimamanna í boltann og skallaði hann í netið, en fékk vænt högg á höfuðið eftir tilraun mark- varðarins til að ná til knattarins. Við þetta vankaðist Kristinn að- eins en náði að halda leik áfram eftir að hafa jafnað sig í smá stund. Gestirnir komnir í 1-3 eftir rúm- lega 50 mínútna leik. Við þetta vöknuðu heimamenn og þyngdu sóknina smám saman. Það var svo á 65. mínútu að heimamenn náðu að skora og aðeins þremur mín- útum síðar jöfnuðu þeir svo met- in. Víðis menn sóttu svo af krafti það sem eftir lifði leiks en gestirnir reyndu að beita skyndisóknum og náðu nokkrum álitlegum. Hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið og þurftu því að skilja jöfn 3-3 eftir hörkuleik. tfk Jafntefli var niðurstaðan í leik Grundarfjarðar og Víðis Skagamenn biðu lægri hlut Grindvíkingar sigruðu Skagamenn í annarri umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn á Grinda- víkurvelli. Heldur fámennt var á vell- inum þegar liðin mættust í blíðskap- arverðri, en báðum liðum hefur ver- ið spáð góðu gengi í deildinni þetta sumarið. Voru það gestirnir frá Akra- nesi sem komust yfir snemma leiks þegar Eggert Kári Karlsson skor- aði fyrsta mark leiksins á 17. mín- útu. Heimamenn jöfnuðu svo leik- inn á 33. mínútu og var staðan því jöfn í hálfleik. Skagamenn urðu svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 50. mínútu og heimamenn komn- ir í forystu. Eftir markið lágu Skaga- menn mjög framarlega á vellinum og voru í tvígang mjög nálægt því að jafna, fyrst með skoti í þverslá og svo komst Eggert Kári einn inn í víta- teig andstæðinganna en skot hans fór framhjá. Grindvíkingar sem lágu undir pressu náðu hins vegar sókn um miðjan seinni hálfleik og skor- uðu þar sitt þriðja mark og staðan orðin 3-1 fyrir heimamenn. Gestirn- ir héldu áfram að sækja það sem eft- ir lifði leiks og uppskáru vítaspyrnu á 91. mínútu sem Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði úr örugglega. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk því leiknum með 3-2 sigri Grindvíkinga. Næsti leikur Skagamanna er sjálf- ur Vesturlandsslagurinn gegn Víking frá Ólafsvík og verður hann spilaður næsta föstudag kl. 19:15 á Akranes- velli. jsb Garðar Gunnlaugsson minnkar hér muninn fyrir Skagamenn úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok. Víkingar töpuðu fyrir Selfyssingum Víkingar fóru án stiga heim til Ólafsvíkur frá Akranesi sl. laugar- dag eftir að hafa mætt Selfyssing- um í 1. deildinni í Akraneshöllinni. Leikurinn átti að fara fram á Ólafs- víkurvelli en þar sem hann er ekki tilbúinn og ekki heldur grasvöllur- inn á Selfossi var þrautalendingin að spila leikinn innanhúss á Akra- nesi. Víkingar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun í deildinni en þeir unnu KA fyrir norðan í fyrstu um- ferð. Selfyssingar beittu sama leik- stíl og móti ÍA í fyrstu umferðinni, lágu aftarlega á vellinum og treystu á að færi gæfist til snöggra sókna. Fyrir bragðið var leikurinn mjög lokaður og ekki mikið að gerast. Það voru þó „gestirnir“ frá Selfossi sem höfðu stríðsgæfuna með sér. Upp úr hornspyrnu á síðustu mín- útu venjulegs leiktíma tókst þeim að skora mark sem reyndist sigur- markið. Úrslitin því 1:0 fyrir Sel- fossi. Víkingar eru því með þrjú stig eins og nokkur lið, þar á meðal ÍA, eftir tvær umferðir af mótinu. Í næstu umferð verður Vestur- landsslagur þegar ÍA og Víkingur mætast á föstudagskvöldið á Akra- nesvelli. þá Jafntefli Víkingstúlkna fyrir norðan Kvennalið Víkings Ólafsvík leikur í A-riðli 1. deildar í fótbolta í sum- ar. Keppni hófst um síðustu helgi og fóru þá Víkingsstúlkur norð- ur og mættu Tindastóli á Hofsós- velli sl. sunnudag, en Hofsós er nú helsti viðburðastaður í fótboltanum í Skagafirði þar sem mikið kal er í Sauðárkróksvelli annað vorið í röð. Víkingsstúlkur voru með frum- kvæðið í leiknum gegn Tindastóli. Zaneta Wine skoraði fyrir Víking snemma leiks og var staðan 1:0 fyr- ir Víking í hálfleik. Tindastólsstúlk- ur náðu að jafna upp úr miðjum seinni hálfleik, en aftur komust Víkingsstúlkur yfir skömmu síðar með marki Gestheiðar Guðrúnar Sveinsdóttur. Aftur jöfnuðu Tinda- stólsstúlkur og þar við sat, lokatöl- ur 2.2 jafntefli. Næsti leikur Víkingsstúlkna í 1. deildinni verður á Ólafsvíkurvelli föstudagskvöldið 30. maí þegar Hamrarnir koma í heimsókn. þá Góð þátttaka á Stóra opna skemmumótinu Síðastliðinn laugardaginn fór fram á Garðavelli á Akranesi Stóra opna skemmumótið í boði Verkalýðs- félags Akraness. Mótið fór fram við ágætis vallaraðstæður þar sem 76 kylfingar tóku þátt. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Forgjafaflokkur 0-9 1. Eggert Kristján Kristmunds- son GR 36 punktar 2. Jóhannes Ásbjörn Kolbeins- son GOB 35 punktar 3. Grímur Þórisson GÓ 35 punktar. Forgjafaflokkur 9,1 og yfir 1. Þröstur Vilhjálmsson GL 38 punktar 2. Hafþór Ægir Vilhjálmsson GSG 38 punktar 3. Páll Halldór Sigvaldason GL 34 punktar. Nándarverðlaun á holu 3 fékk Tryggvi Bjarnason GL 1,44m, holu 8 Steinn M. Helgason GL 2,33m, holu 14 Guðni Örn Jóns- son GOB 2,44m og holu 18 Kristján Kristjánsson GL 1,12m. þá Vesturlandsliðin þrjú sem léku í Bikarkeppni KSÍ, Borgunarbikarnum, í 2. umferð keppninnar í síð- ustu viku, eru dottinn úr keppninni. Þau töpuðu öll sínum leikjum. Skagamenn lágu 1:4 í Grinda- vík, Víkingar frá Ólafsvík töpuðu 0:2 fyrir HK í Akraneshöllinni og fyrir þann leik í höllinni töp- uðu Káramenn 0:4 fyrir KV úr Vesturbænum í Reykjavík. Þessir þrír leikir fóru fram á miðviku- dagskvöld. Á fimmtudagskvöld töpuðu Grund- firðingar síðan 2:6 fyrir Njarðvíkingum í Akranes- höllinni. þá Jófríður Ísdís á úrtökumót Um mánaðamótin verður haldið úrtökumót fyr- ir Evrópu í Baku í Azerbaijan fyrir Ólympíuleika ungmenna sem fram fara í Bandaríkjunum í sumar. Vegna góðs árangurs hjá íslenskum ung- mennum í fyrra fékk Frjálsíþróttasamband Ís- lands að senda stóran hóp á úrtökumótið. FRÍ sendir átta keppendur á mótið í Baku, unglinga sem fæddir eru 1997 og 1998, þar af er kringlu- kastarinn Jófríður Ísdís Skaftadóttir sem byrjaði sinn feril í Umf. Skipaskaga á Akranesi en hef- ur síðustu misserin keppt fyrir FH. Áætlað er að hámark tíu keppendur frá Evrópu fari á Ólymp- íuleika æskunnar og er búist við hörkukeppni í Baku um þátttökuréttinn. Jófríður Ísdís sagði í samtali við Skessuhorn að hún teldi sig þurfa að bæta árangur sinn verulega til að komast áfram. Hún á í dag tæplega 40 metra en þyrfti að kasta hátt í 45 metra í Baku, sem yrði þá mikil bæting ef það tækist. þá Jófríður Ísdís Skaftadóttir kringlukast- ari. Ljósm. úr safni. Skallagrímur með fullmannað lið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.