Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Þegar nýr meirihluti tók við í Borg- arbyggð árið 2010 var mörkuð sú stefna að sveitarfélagið yrði vel rekið, það tækist að breyta óhag- stæðum lánum í hagstæð og lækka skuldir sveitarfélagsins. Þrátt fyrir þetta settum við okkur það mark- mið að bjóða góða þjónustu án þess t.d. að loka einhverjum stofnunum eða skerða rekstur verulega. Ítrasta aðhalds hefur verið gætt en sam- tímis höfum við t.d. hvorki hækk- að fasteignaskatt eða lóðaleigu og leikskólagjöld hafa ekki hækkað frá árinu 2012. Þá höfum við ver- ið í stórum framkvæmdum eins og byggingu hjúkrunarálmu við Dval- arheimilið Brákarhlíð og festum kaup á mennta- og menningarhús- inu Hjálmakletti. Nú í lok kjör- tímabilsins er árangur þessarar vinnu að koma í ljós því á síðasta ári fór skuldaviðmið sveitarfélagsins niður fyrir viðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem er 150% og gott betur, alveg niður í 120%! Eðli málsins samkvæmt þá hef- ur þetta aðhald kannski fyrst og fremst bitnað á viðhaldi eigna, en nú með batnandi fjárhag og fjölg- un íbúa þá höfum við aukið fjárveit- ingar til viðhalds fasteigna t.d. við grunnskólana á Kleppjárnsreykj- um og Borgarnesi og fyrirhugaðar eru talsverðar viðhaldsframkvæmd- ir á götum og gangstéttum. Jafn- framt höfum við á síðari hluta kjör- tímabilsins veitt auknu fjármagni til ýmis konar þjónustu s.s. í leik- og grunnskólum, félagsþjónustu og í íþrótta- og æskulýðsmálum. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs var jákvæð á síðasta ári um rúmar 9 milljónir, en hins vegar var nei- kvæð niðurstaða á rekstri B-hluta fyrirtækja sem gerir það að verkum að niðurstaðan á samstæðu Borgar- byggðar var neikvæð um 41 milljón kr. Þetta er rúmlega 45 milljónum kr. verri útkoma en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir. Það eru vissulega vonbrigði og við mun- um bregðast við því. Hins vegar er það afar ánægjulegt að sé kjörtíma- bilið skoðað í heild sinni þá er af- koma sveitarsjóðs jákvæð um sam- tals 383 milljónir króna sem sýnir okkur það að fjármálastjórnun hef- ur verið markviss á kjörtímabilinu. Það eru jákvæð teikn á lofti í Borgarbyggð, íbúum hefur verið að fjölga aftur og atvinnulíf að eflast. Það eru því allar forsendur til stað- ar til að sækja fram. Það er m.a. af- leiðing þess að betri fjárhagur þýð- ir meira svigrúm til betri þjón- ustu, lækkunar á gjöldum og upp- byggingar. Við fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins erum mjög stoltir af ár- angrinum sem Borgarbyggð hefur náð í fjármálum sínum á kjörtíma- bilinu og bjóðum fram krafta okk- ar til að leiða það góða starf áfram næstu fjögur árin til hagsbóta fyrir íbúana. Stöndum saman - vinnum saman! Jónína Erna Arnardóttir. Höf. skipar 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð. Þann 31. maí næstkomandi mun ég stoltur leiða framboðslista Sjálf- stæðisflokksins á Akranesi til kosn- inga. Ákvörðun mín að taka þennan slag hefur blundað lengi í mér og nú er dýrið vaknað. Ég er meira en tilbúinn að leggja mitt lóð á vogar- skálarnar til að Akranes verði sveit- arfélag í fremstu röð á Íslandi. Framboðslisti Sjálfstæðisflokks- ins er skipaður fjölhæfu og metn- aðargjörnu fólki sem hefur brenn- andi áhuga á að gera bænum sínum vel. Þessi hópur hefur marghátt- aða reynslu úr atvinnulífinu, opin- berum rekstri og ekki síst sveitar- stjórnarmálum. Hópurinn er með ólíkan bakgrunn en hefur samein- ast í þeirri sýn að það er hægt að gera betur á Akranesi. Í nánu samstarfi við bæjarbúa höfum við mótað stefnuskrá okkar sem við höfum nú kynnt. Þar höf- um við nálgast hlutina með jákvæð- um en jafnframt gagnrýnum aug- um, bæði á okkar störf og annarra, með það að leiðarljósi að alltaf sé hægt að gera betur. Kosningabar- áttan verður brátt í hámarki og vil ég því hvetja alla bæjarbúa til þess að ræða við okkur sjálfstæðismenn og kynna sér stefnuskrá okkar. Á síðustu vikum höfum við unnið markvisst að því að kynnast styrk- leikum hvers annars og stilla saman strengi. Við erum öflug liðsheild og ég er sannfærður um að þessi vaska sveit mun mæta öflug til leiks í bar- áttunni fyrir betra bæjarfélagi. Ólafur Adolfsson Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins á Akranesi Ingþór Bergmann Þórhallsson skrifaði grein í Skessuhorn sem hét „Gerum betur í sorpmálum.“ Ég verð að gera nokkr- ar athugasemdir við greinina, tilvitnan- ir í greinina eru í gæsalöppum. Linkar á vef Akraness neðst. Ólyginn sagði mér Ingþór: „Saga sorpflokkunar á Akra- nesi er á margan hátt þyrnum stráð. Skemmst er að minnast tilraunar sem gerð var á sínum tíma en rann út í sandinn þegar í ljós kom að allt flokk- aða sorpið var eftir sem áður urðað á sama stað og áður.“ Aths: Hér vantar að nefna dæmi. Hvaða urðunarstaður var þetta? Hve- nær var þetta? Hve umfangsmikið? Rann einhver áætlun út í sandinn út af þessu? Af hverju var ekki reynt að finna orsökina og laga málið? Eða voru þetta bara sögusagnir sem spunnust upp eftir að nokkrar fernur fundust á ruslahaug- um einhversstaðar á Vesturlandi? Núverandi fyrirkomulag Ingþór: „Núverandi skipulag, sem hófst árið 2008, hefur hins vegar skil- að þeim árangri að sorpmagn til urð- unar frá hverjum íbúa er aðeins helm- ingur af því sem það var um síðustu aldamót.“ Aths: Ártalið er líklega valið vegna þess að það er á miðju kjörtímabili þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í meiri- hluta. Hið rétta er að núverandi skipu- lag (tveggja tunnu kerfið) var tekið í notkun með samningi við verktaka í ágúst 2010*). Hver er reynslan af Flokknum í sorpmálum? Ingþór: „En betur má ef duga skal. Fyrirtæki og stofnanir hafa fram að þessu ekki þurft á sama hátt og heim- ilin að flokka sorp. Því þarf að breyta á næstu árum þannig að sömu reglur gildi fyrir alla.“ Aths: Rétt, en Sjálfstæðismenn hafa a.m.k. ekki hingað til verið í forystu í flokkun sorps á Akranesi, svo það er ástæðulaust að treysta þeim fyrir því núna. Verkáætlun um flokkun var sett fram strax í desember 2005**). Sjálf- stæðismenn sögðu upp samningi um heildstæða flokkun í október 2006***). Loforðið, eilífa og skot- helda, að lækka skatta og gjöld: Ingþór: „ Hin hliðin á þessum árangri er sú fjárhagslega. Bæjarfélagið greiðir í dag talsvert minna í urðunargjöld en áður... Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins á Akranesi munu fylgja því fast eft- ir á næsta kjörtímabili að sorphirðu- gjöld lækki til jafns við lækkandi kostn- að bæjarfélagsins.“ Aths: Það er rétt að sorphirðugjald er aðeins hærra núna en útgjöld bæj- arins hafa verið vegna sorphirðu. En á undanförnum árum hefur þessu ver- ið öfugt farið. Það er eðlilegt að sorp- hirðugjöld haldist í hendur við útgjöld bæjarins þegar horft til einhvers ára- bils, frekar en að hrært sé í gjöldunum frá ári til árs. Ingþór: „Aðeins þannig tryggjum við áframhaldandi árangur í þessum málum.“ Aths: Það eru margar aðrar leiðir betri til að tryggja áframhaldandi ár- angur í sorphirðumálum, en að lækka gjöldin. Kveðja, Reynir Eyvindsson Höf. skipar 2. sæti á lista VG á Akra- nesi. *) http://www.akranes.is/frettir/nr/105689/ **) http://www.akranes.is/Files/ Skra_0013907.pdf ***) http://www.akranes.is/stjornsysla/ nefndir-rad-og-fundargerdir/baejarrad/ nr/8465/ „Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim.“ Þetta textabrot segir töluvert um hvernig mér líður í mínum bæ, Snæfellsbæ. Þetta er bærinn sem ég ákvað að koma upp minni fjölskyldu. Hér eru æsku- slóðir barnanna minna og vegna þess langar mig að hjálpa til við að gera gott bæjarfélag enn betra. Ég er það sem kallast utanbæjarmaður, aðflutt- ur ands... og tel ég það veita mér góða yfirsýn í hvað er vel gert og hvað betur má fara. Mínar skoðanir miðast ekki af því að hlutirnir eigi að vera svona af því að þeir hafa alltaf verið svona, heldur að góð hugmynd er alltaf góð - alveg sama frá hverjum hún kemur. Við í Bjartri framtíð trúum á rót- tækt traust, þ.e. frelsi til að láta að okk- ur kveða. Við treystum fólki og þess vegna erum við lýðræðisafl. Við erum nefnilega svo dásamlega allskonar og höfum mismunandi sýn á lífið. Æskulýðsstefna Á unglingsárum mínum bjó ég bæði á Djúpavogi og Borgarfirði eystri þar sem ég kynntist öflugri tónlistarmenn- ingu og því hversu miklu máli skiptir að einstaklingurinn fái að blómstra. Í Snæfellsbæ eigum við gríðarlega hæfi- leikaríkt fólk á sviði lista sem og óupp- götvaðar stórstjörnur sem gætu með bættri aðstöðu skapað hæfileikum sín- um farveg. Mannauður á þessu sviði er ómetanlegur þar sem sköpunar- vinna eykur ekki aðeins gildi mann- lífsins heldur gefur einstaklingn- um svigrúm til athafna og tjáningar á heilbrigðan og uppbyggjandi hátt. Á þessum grundvelli tel ég mikilvægt að byggja upp sterka æskulýðsstefnu. Að þeim málaflokki ætlum við í Bjartri framtíð að vinna ötullega að. Áhersla á að vera lögð á að ungt fólk hafi eitt- hvað við sitt hæfi. Geti leitað í tóm- stundarstarf, forvarnastarf og hist og sinnt sínum áhugamálum. Stefna okk- ar í Bjartri framtíð er að allir eigi að búa við aðstöðu og svigrúm til að gera það sem hugur þeirra stendur til, án þess að skaða aðra. Með þvi að virkja fjölbreyttar athafnir einstaklinga, hug- myndir þeirra og kraft leggjum við grunn að farsælu samfélagi. Ýmislegt æskulýðsstarf er í bæjar- félaginu okkar og við viljum standa vörð um það og styrkja, en við höfum líka hugsjónir um það að auka mögu- leika ungs fólks á aldrinum 16 – 22 ára á félagsstarfi í heimabyggð. Þar þarf að leita eftir röddum þeirra sjálfra varð- andi hugmyndavinnu en okkur finnst skipta mjög miklu máli að þau eigi möguleika á uppbyggilegu og kröft- ugu félagsstarfi. Leikskólamál Nú kem ég að gríðarlega mikilvægu máli og eru það leikskólamálin okk- ar. Mál sem skiptir allar fjölskyldur Snæfellsbæjar sköpum, enda skólarnir sameign okkar allra. Leikskólamál eru okkur fjölskyldufólkinu mikið hjart- ans mál. Þar fá börnin okkar áskjós- anleg tækifæri til að efla tilfinninga-, félags- og málþroska sinn; fyrstu vina- samböndin verða til og grunnurinn að áframhaldandi skólagöngu er lagður. Ég veit af eigin reynslu að starfs- fólk leikskólanna sinnir sínu starfi mjög vel og gerir allt til að börnin okkar blómstri og stundi sitt nám og má þakka fyrir þann mannauð sem við eigum í þessu frábæra fólki. Því er fastlega haldið fram að hér þurfum við ekki að borga há leikskóla- gjöld og reglulega sagt að samkvæmt tölfræðinni á landsvísu borgum við ekki meira heldur en gengur og ger- ist. Ef farið er yfir gjaldskrár ann- arra sveitarfélaga eru okkar leikskóla- gjöld á meðal þeirra hæstu á land- inu. Því þarf að breyta. Há leikskóla- gjöld kalla á aukna þjónustu; vel útbú- inn og tilhafðan leikskóla, rýmri opn- unartíma sem kemur til móts við þarf- ir íbúa og fyrirtæki í nútímasamfélagi. Eftir að hafa skoðað báða leikskólana er greinilegt að þeim hefur ekki verið sinnt eins og þeir eiga skilið. Í Ólafsvík er komin bráðabirgðadeild í blokkina og aðstaða starfsmanna er bágbor- in innan leikskólans. Aðkoma að leik- skólanum á Hellissandi er beinlín- is hættuleg yfir vetrartímann og þessi atriði þarf að laga strax. Niðurfelling fjögurra stunda gjaldfrjálsar vistunar fyrir elstu börnin kom mér virkilega á óvart, sér í lagi vegna áætlana um auk- ið samstarf leik- og grunnskóla. Við í Bjartri framtíð munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera þjón- ustu og umhverfi leikskólanna frábært, enn betra en það nú er. Á kostnað hvers? Traust og ábyrg fjármálastjórnun er frasi sem heyrist mikið þessa dagana. En á kostnað hvers er þessi ábyrga fjármálastjórnun? Hér hefur verið unnið gott starf í fegrun bæjarins og mikið verið um framkvæmdir. Við höfum gert mikið fyrir gestina okkar en gleymt okkur sjálfum. Við í Bjartri framtíð leggjum áherslu á að meira samráð verði milli íbúa og stjórnsýslu. Að umhverfið fyrir atvinnulífið verði hvetjandi, samfélagsþjónustan traust, einstaklingurinn og hans hugmyndir fái að njóta sín. Nýta okkur þekkingu og reynslu fólks og vera ófeimin við að leita ráða hjá þeim sem betur vita og leyfa öllum að njóta þess að vera til. Skilningur – Lýðræði - Hugrekki Í stjórnmálayfirlýsingu Bjartar fram- tíðar er talað um skilning: „Skilning- ur er leið til góðra ákvarðana og sátta. Gífuryrði og hleypidómar sem og alls kyns misskilningur hindrar framfarir og lausnir“. Samfélagið okkar er fullt af góðu og kraftmiklu fólki. Nú erum við að sjá fjögur framboð bjóða krafta sína í þágu bæjarmála. Þetta sýnir okk- ur lýðræði í sinni sterkustu mynd. Af hverju átt þú að kjósa Bjarta framtíð lesandi góður? Fyrir það fyrsta erum við BEST og við höfum kjarkinn til að breyta úr viðjum vanans. Við erum hugrökk og við hlustum á þig! X við Æ í maí! Sigursteinn Þór Einarsson Höf. skipar 2. sætið á lisa Bjartrar framtíðar í Snæfellsbæ. Pennagrein Bjart framundan Pennagrein Gera þeir betur í sorpmálum? Gerum betur Pennagrein Pennagrein Allt er bjart... www.skessuhorn.is Fylgist þú með? Áskriftarsími: 433 5500

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.