Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 14
14 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR X-2014 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Jón E Einarsson, bóndi í Mó- fellsstaðakoti, hlaut flest atkvæði í óbundinni kosningu sem fram fór í Skorradalshreppi. Tvö síð- ustu ár hefur hann verið vara- oddviti í hreppnum. Alls voru 48 á kjörskrá, en 40 nýttu at- kvæðarétt sinn sem samsvarar 83,3% kjörsókn. Fremur mjótt var munum í atkvæðagreiðsl- unni. Jón varð eins og fyrr segir efstur meðal aðalmanna með 24 atkvæði. Sigrún Þormar varð í öðru sæti með 23 atkvæði, Árni Hjörleifsson og Pétur Davíðs- son urðu jafnir í 3.-4. sæti með 20 atkvæði og Fjóla Benedikts- dóttir varð í því fimmta með 19 atkvæði. Jón Eiríkur og Fjóla eru hjón og munu bæði sitja í hrepps- nefnd næsta kjörtímabil. Í talningu á atkvæðum vara- manna fékk Ástríður Guðmunds- dóttir flest atkvæði, eða 24. Guð- rún J. Guðmundsdóttir varð í öðru sæti með 22, Jón Friðrik Snorrason í því þriðja með 17, K. Hulda Guð- mundsdóttir varð í fjórða sæti með 15 atkvæði og Kristján Ottó Hreið- arsson varð í því fimmta með 13 at- kvæði. Góð samvinna við nágrannana „Ég lít miklu frekar á það sem sam- félagsskyldu og verkefni að sitja í sveitarstjórn þannig að ég horfi ekki á þetta sem kosningasigur, en ég tek niðurstöðunni,“ segir Jón Eiríkur Einarsson í Mófellsstaða- koti sem fékk flest atkvæði í kosn- ingunum í Skorradalshreppi. Jón hefur setið af og til í hrepps- nefnd Skorradalshrepps alveg frá tvítugu og kom t.d. inn í hana á miðju síðasta kjörtímabili eft- ir að hafa verið fyrsti varmaður. Fjóla Benediktsdóttir kona hans var líka kjörin í hreppsnefndina núna. „Við höfum svona skipst á má segja að vera í hreppsnefnd- inni,“ segir Jón. Aðspurður segir hann að næstu fjögur árin muni snúast um það fyrst og fremst að reka sveitarfélagið sem orðið sé erfiðara en áður eftir að jöfn- unarsjóðsframlagið datt út. Íbú- ar Skorradalshrepps höfnuðu því á liðnum vetri að fara í sameining- arviðræður við nágrannasveitar- félögin. „Við þurfum á góðri sam- vinnu við nágranna okkar að halda. Þar sem við erum hvorki með leik- skóla né grunnskóla, þurfum við að treysta á nágranna okkar í Borgar- byggð og vonumst eftir góðri sam- vinnu við þá um skólamálin sem og um önnur mál og líka við þá í Hval- fjarðarsveitinni,“ segir Jón í Mó- fellsstaðakoti. mm/þá Talningu atkvæða í sveitarstjórn Dalabyggðar lauk á öðrum tíman- um á kosninganóttina. Þar var líkt og fyrir fjórum árum kosið pers- ónukosningu. Á kjörskrá voru 508 og þar af voru 507 í kjöri. Alls kusu 295 sem gerir einungis 58% kjör- sókn. Aðalmenn voru kosnir: Jó- hannes Haukur Hauksson 194 at- kvæði, Ingveldur Guðmundsdótt- ir 188, Halla Sigríður Steinólfs- dóttir 134, Þorkell Cýrusson 129, Eyþór Jón Gíslason 103, Sigurð- ur Bjarni Gilbertsson 73 atkvæði, sem og Valdís Gunnarsdóttir. Vara- menn vor kjörnir: 1. Eyjólfur Ingvi Bjarnason 112 atkvæði, 2. Katrín Lilja Ólafsdóttir 65, 3. Eva Björk Sigurðardóttir 54, 4. Svavar Magn- ús Jóhannsson 54, 5. Anna Berglind Halldórsdóttir 43, 6. Jóhanna Sig- rún Árnadóttir 43 og 7. Jón Egill Jóhannsson 41 atkvæði. Góður og samstilltur hópur „Mér líst vel á úrslitin og okkur er sýnt áframhaldandi traust. Þetta gekk mjög vel á síðasta kjörtímabili, þetta var góður og samstilltur hóp- ur í sveitarstjórninni. Við fimm sem gáfum kost á okkur áfram fengum endurkosningu og tveir nýir bætt- ust við. Ég vona svo sannarlega að þetta gangi jafnvel hjá okkur næstu fjögur árin,“ segir Jóhannes Hauk- ur Hauksson sem fékk flest atkvæði í sveitarstjórnina í Dalabyggð. Full- trúar í sveitarstjórn skiptu bróður- lega á milli sín oddvitastarfinu á síðasta kjörtímabili, ár í senn, og Jóhannes Haukur er núverandi oddviti. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að nýja sveitarstjórn- in hefði ekki komið saman og það ætti alveg eftir að ræða fyrirkomu- lag embætta á komandi kjörtíma- bili. Aðspurður um helstu verk- efni næstu fjögur árin í Dalabyggð, sagði Jóhannes Haukur. „Það eru þessi klassísku mál hjá okkur, svo sem að huga að eignum sveitar- félagsins. Ég býst við að sé kominn tími á endurbætur í skólanum okk- ar. Það verði helsta framkvæmd- in hjá okkur á næstunni,“ segir Jó- hannes Haukur Hauksson núver- andi oddviti Dalabyggðar. mm/þá Grunnskóla Snæfellsbæjar var slit- ið í tíunda sinn 31. maí síðastliðinn. Starfsmenn sem hverfa frá skólan- um á þessu voru voru kvaddir. Það voru þær Halla Rúnarsdóttir, Kar- ítas Eiðsdóttir, Guðrún Halla Elí- asdóttir, Sæunn Dögg Baldursdótt- ir og Íris Rut Jónsdóttir sem hætta störfum og Eydís Sól Jónsdótt- ir sem fer í fæðingarorlof. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Hver bekkur var svo kallaður upp á svið það sem nem- endur fengu afhentar einkunnir frá kennurum sínum. Fyrr í vikunni voru nemendur í 10. bekk skólans útskrifaðir við há- tíðlega athöfn í Ólafsvíkurkirkju. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur af félagasam- tökum og velunnurum skólans. Að þessu sinni fengu viðurkenning- ar þau Björk Gísladóttir, sem fékk verðlaun fyrir samfélagsfræði og stærðfræði og Helgi Sigtryggsson sem fékk verðlaun fyrir íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, sam- félagsfræði, náttúrufræði og list- og verkgreinar. Helgi náði svo þeim góða árangri að útskrifast með meðaleinkunina 9,63 sem þýddi að hann fékk líka verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn í 10. bekk. Auk þessa hefur Helgi náð því að ljúka fjórum stærðfræðiáföngum frá FSN. Sér- staka viðurkenningu frá starfsfólki skólans fékk svo Jóhann Steinn Gunnarsson. Að athöfn lokinni var svo boðið til kaffiveislu í skólahús- næðinu í Ólafsvík. þa Vilberg Þráinsson á Hríshóli hlaut langflest atkvæði í kosningum til sveitarstjórnar í Reykhólahreppi. Næstur varð Karl Kristjánsson á Kambi en Sandra Rún Björnsdóttir á Reykhólum varð í þriðja sæti, Ás- laug B. Guttormsdóttir varð fjórða og Ágúst Már Gröndal fimmti og síðasti maður inn í sveitarstjórn. Alls fengu 77 manns atkvæði í sæti aðalmanna í sveitarstjórn. Dreif- ing atkvæða var langtum meiri en við síðustu kosningar. Kjörsókn var 64,4% eða lítið eitt meiri en síð- ast. Á kjörskrá voru 205. Alls kusu 132, þar af sex utan kjörfundar. Auðir seðlar voru tveir, einn seðill var ógildur og engin ágreiningsat- kvæði. Í Reykhólahreppi nýttu allir sitjandi fulltrúar í sveitarstjórn rétt sinn til að biðjast undan endurkjöri. Varamenn voru kjörnir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Eggert Ólafs- son, Rebekka Eiríksdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir. Bæði skemmtilegt og krefjandi „Ég var svo sem ekkert að búast við því að vera kjörinn í sveitarstjórn- ina og það voru náttúrlega margir í kjöri þar sem hérna eru persónu- kosningar,“ segir Vilberg Þráinsson bóndi á Hríshóli sem fékk langflest atkvæði í kosningunum í Reykhóla- hreppi. Vilberg var varamaður í sveitarstjórninni á síðasta kjörtíma- bili. „Ég á von á því að þetta verði bæði skemmtilegt og krefjandi og býst við að stefnan í málefnum sveitarfélagsins verði svipuð áfram og verið hefur,“ segir Vilberg. Að- spurður segir hann að ánægja hafi verið með störf núverandi sveitar- stjóra, Ingibjargar Birnu Valgarðs- dóttur. „Við höfum ekki hist í nýju sveitarstjórninni. Fyrir mína parta þá vil ég að hún haldi áfram en ég ætla ekki að svara fyrir hina,“ seg- ir Vilberg Þráinsson á Hríshól í Reykhólahreppi. mm/þá Það eru fleiri en grunnskóla- og framhaldsskólanemendur sem útskrifast þessa dagana. Á dögunum útskrifuðust leikskólastúdentar frá Kríubóli og Krílakoti í Snæfellsbæ. Þessi flottu börn munu svo hefja grunnskólagöngu sína í haust og fylla skarð stóru krakkanna sem fara í framhaldsskóla. Kvöddu skólann sinn Nemendur tíunda bekkjar sem kveðja nú skólann sinn. Jóhannes Haukur Hauksson núverandi oddviti Dalabyggðar. Karlar í meirihluta í sveitarstjórn Dalabyggðar Vilberg Þráinsson Hríshóli. Vilberg á Hríshóli hlaut flest atkvæði í Reykhólahreppi Hjón verða aðalmenn í hreppsnefnd Skorradalshrepps Jón og Fjóla í Mófellsstaðakoti verða bæði í hreppsnefndinni. Ljósm. Ágústa Rós.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.