Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Ljósmyndari rakst á fríðan hóp kvenna í Ólafsvík á dög- unum. Þar voru á ferðinni starfsstúlkur Dvalarheimilis- ins Jaðars að gera sér glaðan dag. Voru á leiðinni í árlega vorferð sína og höfðu ekkert á móti myndatöku. þa Sumarsýning Byggðasafns Snæfell- inga og Hnappdæla í Norska hús- inu í Stykkishólmi var opnuð síðast- liðinn laugardag. Sýningin stendur til 31. ágúst og er í sýningarrým- unum Eldhúsi og Mjólkurstofu á fyrstu hæð safnsins. Sýningin nefn- ist „Pixlaður tími og er eins konar sjónrænt samtal við fortíðina.“ Í til- kynningu frá safninu segir að um sé að ræða samsýningu þriggja mynd- listarmanna sem allir tengjast svæð- inu bæði leynt og ljóst. Þetta eru þeir Birgir Snæbjörn Birgisson (f. 1966), Helgi Hjaltalín Eyjólfsson (f. 1969) og Helgi Þorgils Friðjóns- son (f. 1953). „Þeir félagar skoðuðu safn- ið, geymslur þess, safngripi, hús- ið sjálft (sem er stærsti safngrip- urinn) og umhverfi. Þessi skoð- un, heimsóknir, endurlit til fortíð- ar og rannsókn á umhverfinu varð hvati og innblástur að sýningunni. Spurningum eins og „hvernig verð- ur efni eða athöfn í nútímanum að fortíð?“ eða „hvers vegna söfnum við hlutum og frásögnum úr fortíð- inni?“ er velt upp og tilraunir gerð- ar með að svara þeim á sjónrænan hátt. Hvað gerist ef klukka stöðv- ast og hún er sett aftur í gang 100 árum síðar? Hvað verður um allar mínúturnar og sólarhringana sem framhjá fóru? Hvað gerist þegar hús er tjargað svart eins og því sé dýft í blek? Hvernig lítur Norska húsið út ef horft er á það sem form bæði að utan sem innan? Hvernig kemur maður spennandi leynd til skila sem ríkir yfir fundargerðum liðins tíma? Hér er gripið inn í söguna eitt augnablik, blaðsíður úr fundargerð- arbók unglingastúkunnar Helga- fell nr. 269 umbreytast í vatnslitað- an texta sem gefur áhugaverða inn- sýn í liðinn tíma og tíðaranda. Af- gangs krossviðarbútar umbreytast í tvíhliða olíumálverk af heimkynn- um úr æsku er tengjast gamla sýslu- mannshúsinu í Stykkishólmi. Ung og glæsileg kona í 19. aldar búning (blússa, skósítt pils og svunta) tek- ur á móti myndlistarmönnunum í skoðunarferð þeirra og umbreyt- ist nú í röð málverka sem bera nafn hennar eins og „söguleg minning um tíma í myndverki“ eða pendúll í klukku. Innsetning í formi brjóst- varnarveggja (skreytt þil) og vatns- litamynda af þessu 182 ára gamla húsi er sett fram sem rými og form. Tíminn er eins og fryst augnablik. Myndir og minningar eru mældar í pixlum. Myndlistarmennirnir eru allir með glæstan feril að baki og hafa sýnt víða bæði hérlendis og erlendis bæði einkasýningar og samsýning- ar. Þeir hafa unnið þó nokkuð sam- an og sýndu m.a. í Tintype gallerí- inu í London og Listasafni Íslands 2010.“ -fréttatilkynning Þessi skógarþröstur hafði í nægu að snúast þegar Sverrir Karlsson ljós- myndari í Grundarfirði hitti á hann um helgina. Vafalítið eru ung- ar skriðnir úr eggjum og því hefur hann marga munna að metta. mm Pixlaður tími í Norska húsinu í Stykkishólmi Á leiðinni í árlega vorferð Vinnusamur þröstur Krambúðin í Norska húsinu. Helgi Þorgils Friðjónsson og Ingunn Jónsdóttir fyrir framan verk af Ingunni, úr myndröðinni Manngerðir eftir Helga Þorgils Birgir Snæbjörn Birgisson og Margrét Lísa Steingrímsdóttir. Sigrún Sigvaldadóttir, Birgir Snæbjörn Birgisson, Helgi Hjaltalín, Anna Eyjólfsdóttir, Margrét Lísa Steingrímsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.