Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Komu fram á tónleikum í Stokkhólmi Dagana 19. - 24. maí sl. fóru sex ungmenni úr unglingadeildum grunnskólanna á Akranesi í ferð til Stokkhólms í Svíþjóð. Þar tóku þau þátt í tónlistarverkefni í samvinnu við Kungsklippeskolan í Huddinge, úthverfi Stokkhólms. „Þetta voru Aldís Eir, Ingibjörg Elín og Eiður úr Grundaskóla og Aldís Ísabella, Olga og Ari úr Brekkubæjarskóla. Með þeim fóru kennararnir Heið- rún, Sammi og ég,“ segir Flosi Ein- arsson kennari við Grundaskóla í samtali við Skessuhorn. Flosi seg- ir þetta vera í fimmta skipti sem slík heimsókn fer fram en þessi sam- vinna er tilkomin vegna samstarfs sem komst á milli hans og þriggja kennara í Comeniusarverkefni sem endaði með söngleiknum Drauma- leit 2007. „Það kom í ljós að skól- arnir á Akranesi og Kungsklippe- skolan eru með svipaðar áherslur í tónlistarkennslu þar sem mikið er lagt upp úr að kenna krökkum á hefðbundin rokkhljóðfæri eins og gítara, bassa, hljómborð, tromm- ur og blásturshljóðfæri. Síðan er söngkennslan á sínum stað. Báð- ir skólarnir leggja mikið upp úr samspili og reglulega eru haldnir tónleikar þar sem nemendur fá að koma fram,“ segir Flosi. Á Akranesi er svokallað tónlistarval grunn- skólanna sem stendur fyrir tvenn- um tónleikum á hverju skólaári auk þess sem tónlistarverkefnið Ungir Gamlir fer fram á Vökudögum. Mikil ævintýraferð Flosi segir þá hefð hafa komist á að sænsku kennararnir heimsæki Akranes ásamt sex til sjö nemend- um til að taka þátt í Ungir Gaml- ir verkefninu og að íslensku krakk- arnir fari í maí til Stokkhólms til að taka þátt í sambærilegum tónleik- um þar. „Það er skemmst frá því að segja að þessi samskipti hafa tekist frábærlega. Bæði í samvinnu á tón- listarsviðinu auk þess sem krakk- arnir hafa kynnst vel og notið þess að læra hver af öðrum. Ferðin í ár tókst einnig frábærlega og krakk- arnir stóðu sig með miklum sóma í öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur. Dagskráin var löng og ströng, þar sem þrotlausar æfingar voru í tvo daga. Síðan fóru tvennir tónleikar fram á þriðja deginum þar sem fullt var út úr dyrum. Íslensku krakkarn- ir áttu þrjú lög sem þeir höfðu að mestu leyti útsett og æft sjálfir en tóku líka þátt í samspili með sænsku jafnöldrum sínum,“ útskýrir Flosi. Ungmennin höfðu einnig nóg að gera í frítíma sínum. Þeim var boð- ið í Gröna Lund, sem er stórt tívolí í Stokkhólmi, í fylgd sænskra krakka. „Það skemmtu sér allir konunglega. Þau fóru einnig á tónleika sem fóru fram í beinni útsendingu frá sænska ríkisútvarpinu en þar var eiginlega rjóminn af því besta í sænskri rokk- og popptónlist. Svo kíktu þau að sjálfsögðu á sænsku konungshöllina og í gamla bæinn í miðborg Stokk- hólms auk þess sem aðeins var kíkt í búðir. Þetta var mikil ævintýraferð og allir koma heim reynslunni rík- ari. Vonandi verður þetta til þess að viðkomandi leggi ennþá meira á sig til á ná langt á sviði tónlistarinnar,“ segir Flosi að lokum. grþ Nemendur beggja skólanna í skoðunarferð í Stokkhólmi. Frá vinstri: Eiður, Aldís Eir, Ingibjörg, Ari, Aldís Ísabella og Olga. Playmóvíkingum og Royal búðingi bjargað Skógareldar komu upp á norsku eyjunni Skardsøy í Noregi síðast- liðinn fimmtudag. Íbúar þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín þar sem óttast var að eldarnir næðu í byggð. Slökkvilið fékk aðstoð þyrlu til slökkvistarfa og tóks með því að slökkva eldana. Gátu íbúar því far- ið aftur til síns heima um tíuleytið um kvöldið. Meðal íbúa á eyjunni er Borgfirðingurinn Ástríður Ein- arsdóttir sem býr þar ásamt eigin- manni og fjórum börnum í Skard- botn, norðarlega á Skard. Börnin eru á aldrinum fjögurra til fimmtán ára. Ástríður segist aðspurð vera að upplifa skógarelda í fyrsta skipti, en hún hefur búið ytra í tvö ár. Á föstudeginum var svo fjölskyld- an að taka upp farangur sem hún í skyndi tók með sér þegar yfirgefa þurfti heimilið. „Dagurinn hófst með óvenjulegu verkefni. Hér er verið að taka upp úr töskum og skemmta sér yfir því hverju fjölskyldan ákvað í miklum flýti að bjarga úr húsinu í gær,“ sagði Ástríður sl. föstudag. „Okkar hús hefði orðið eitt af þeim fyrstu að brenna ef ekki hefðu náðst tök á eldinum. Við vorum alveg ró- leg þar til „evakuering“ hljómaði úr kallkerfi niðri á vegi og gafst því ekki mikill tími til ígrundun- ar. Fyrsta sem fór ofan í töskur var flakkari með myndum og vegabréf. Annað hafði ég litla yfirsýn yfir. Svo kom eitt og annað í ljós þegar tek- ið var upp úr töskunum. 30 tölvu- leikir og playstation tölva var með- al þess sem bjargaðist, en ég man að ég stoppaði strákana af þegar átti að fara að bera flatskjáinn út í bíl. Ann- ars gefur að líta bækur, skartgripi, málverk sem við fengum í brúðar- gjöf, playmóvíkinga, einn kodda, Royal búðing, hleðslutæki, haug af tuskudýrum og umtalsvert magn af lopapeysum svo eitthvað sé nefnt. Það er alveg ljóst að verkefnið var auðveldara fyrir okkur sem vorum hvort eð er búin að takmarka eigur okkar niður í bílfarm fyrir tæpum tveimur árum. Eftir því sem mér heyrðist hjá flestum nágrönnum mínum var þemað þjóðbúningar, listmunir og fjölskyldumyndir sem ofan í töskur fór,“ sagði Ástríður. mm Ástríður og fjölskylda. Friðarhlaupið endaði á toppi Langjökuls Sautján skólar og um þúsund nem- endur tóku þátt í Friðarhlaupinu 2014 sem hlaupið var um Vestur- land frá fimmtudegi til sunnudags. Á fimmtudaginn var farið víða um og nágrenni Akraness, á föstu- dag hlupu nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri, Klepp- járnsreykjum og Varmalandi með hlaupurunum, en um helgina færð- ist hlaupið upp til landsins, fyrst í Húsafell á laugardaginn og svo á Langjökul á sunnudag. ICE Explo- rer hjálpaði hlaupurunum síðasta spölinn alla leið upp á topp jökuls- ins. „Innri friður lýsir okkur, hann fylgir ykkur hvert sem þið farið,“ sagði Ingibjörg Inga Guðmunds- dóttir, skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar, síðasta skólans sem Sri Chinmoy heimseiningar Friðar- hlaupið heimsótti í ár. Þessi þúsund nemendur hér á landi tóku höndum saman um boðskap Friðarhlaupsins, sem er að hvert og eitt okkar get- ur haft mikil áhrif á frið í heiminum með okkar eigin fordæmi. Á mánu- dag var Friðarkyndillinn sendur áfram til Færeyja. mm Hér fara friðarhlauparar síðasta spölinn að GBF á Varmalandi. Skarðsheiðin í baksýn. Tveir af fulltrúum friðarhlaupsins sjást hér glíma við brattann á leið sinni upp á Langjökul. Hér sjást kappklæddir friðarhlauparar með friðarkyndilinn á Langjökli, síðasta viðkomustað hlaupsins á Íslandi. Hlaupahópurinn Skagaskokkarar hlaupa hér ásamt friðarhlaupurum á Innnes- vegi á leið sinni frá Hvalfjarðargöngum að Langasandi. Ljósm. jsb.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.