Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Alþingi samþykkti nýverið breyt- ingar á skipulagslögum. Meðal ann- ars er breytt bótaákvæði laganna. Breytingunni er ætlað að endur- spegla gildandi réttar- framkvæmd og skýra með ítarlegri hætti hve- nær bótaréttur stofn- ast vegna skipulags- áætlana. Þá voru gerðar breytingar á nokkrum ákvæðum laganna í ljósi reynslu af framkvæmd þeirra. Ber þar helst að nefna ákvæði er varða óverulega breytingu á deiliskipu- lagi og grenndarkynningu, skipan varamanna í svæðisskipulagsnefnd- ir, tímafresti fyrir tilkynningar um endurskoðun svæðisskipulags og aðalskipulags í kjölfar sveitarstjórn- arkosninga, lengingu tímafrests vegna afgreiðslu deiliskipulags og hæfiskröfur þeirra sem sinna skipulagsgerð. Að auki var ákvæði er varðar svæðisskipulag miðhálendisins breytt, þar sem kveðið er á um málsmeðferð Skipu- lagsstofnunar við breyt- ingar á svæðisskipulagi miðhálend- isins. Loks var gerð breyting á ákvæði er varðar stafrænt skipulag, þar sem m.a. er kveðið á um skil skipulagsáætlana og birtingu þeirra með stafrænum hætti. mm Nýverið samþykkti stjórn Íbúðal- ánasjóðs tilboð félags í eigu tveggja fyrirtækja á Akranesi í fjölbýlishús- ið að Hagaflöt 7 á Akranesi. Það er Trésmiðjan Akur og Rafþjónusta Sigurdórs sem kaupa húsið sem staðið hefur um það bil fokhelt frá bankahruni. Í samtali við Skessu- horn sagði Halldór Stefánsson framkvæmdastjóri Akurs að kaup- verðið væri trúnaðarmál. Áformað er að framkvæmdir hefjist á næst- unni og að fyrstu íbúðirnar verði afhentar í kringum næstu áramót. „Við erum að horfa til næstu 6-8 mánaða í framkvæmdartíma,“ seg- ir Halldór. Í Hagaflöt 7 verða 20 íbúðir, helmingurinn þeirra tveggja her- bergja 60 fm að flatarmáli, sex íbúðir verða 79 fm og þriggja her- bergja en fjórar íbúðir verða fjög- urra herbergja og 95 fm að flatar- máli. „Okkur sýnist að þetta séu þær íbúðastærðir sem markaður- inn er að kalla eftir, einkum minni íbúðirnar fyrir unga fólkið,“ seg- ir Halldór. Hann segir að þessi tvö fyriræki, Trésmiðjan Akur og Raf- þjónusta Sigurdórs, hefðu átt langt og gott samstarf og forsvarsmenn þeirra ákveðið að ráðast í þessa framkvæmd núna þegar heldur virð- ist vera að birta til á fasteignamark- aðinum. „Það er talsvert um fyrir- spurnir varðandi einbýli og sum- arhús núna og fólk greinilega að spá. Hinsvegar er ekki mikill þrýst- ingur varðandi viðhald á húsnæði svona almennt hjá einstaklingum hvað þá hjá opinberum aðilum eins og sveitarfélaginu. Það er og hef- ur verið alveg í lágmarki í nokkurn tíma,“ segir Halldór í Akri. þá Komum skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar mun fjölga talsvert í sumar frá því í fyrra. Alls verða þær 19 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Skemmtiferðaskip hafa kom- ið reglulega til Grundarfjarðar frá 2001 og hafa nokkrar sveiflur ver- ið á fjölda þeirra á milli ára. Flest- ar voru þær árið 2012 þegar 17 skemmtiferðaskip komu til Grund- arfjarðar. Í ár eru 11 mismunandi skemmtiferðaskip sem leggjast að bryggju í Grundarfirði og koma því sum þeirra oftar en einu sinni. Flest skipin munu koma í júlímán- uði. Skemmtiferðaskipið Fram var fyrsta skipið sem kom í ár, þann 26. maí sl. Það verður einnig það síð- asta sem kemur til Grundarfjarð- ar á ferðasumrinu, þann 5. septem- ber. grþ Rannsóknastofnun atvinnulífsins á Bifröst gaf í dag út nýja skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustu. „Undan- farin ár hefur mikil fjölgun orðið á komum erlendra ferðamanna til landsins. Á sama tíma hafa skatt- tekjur og útflutningstekjur á hvern ferðamann dregist saman. Ekki er hægt að útskýra þessa þróun með breyttum ferðavenjum eða samsetn- ingu erlendra ferðamanna. Líklegt er að svört atvinnustarfsemi spili nokkurt hlutverk í þessari þróun,“ segir í kynningu á skýrslunni. Þá segir að veltufrávik í gistiþjónustu mælist á bilinu 17-19% árið 2013. „Veltufrávikið er hér skilgreint sem bil á milli veltu greinarinnar sam- kvæmt virðisaukaskattsskýrslum og uppreiknuðu söluverðmæti gist- ingar. Litið til þróunar síðustu ára hefur veltufrávikið farið vaxandi en það var 8% árið 2011 og 13% árið 2012.“ „Veltufrávik í áfengissölu vínveit- ingastaða mældist 42% árið 2013 og 45% árið á undan. Eins og fyrir gistiþjónustu er uppgefin velta bor- in saman við uppreiknað söluverð- mæti þess áfengis sem vínveitinga- staðir kaupa inn. Leiða má líkur að því að stór hluti veltufráviksins sé röng skráning áfengra drykkja í 7% þrep vsk. Stærsta vandamálið í gistiþjónustu er fjöldi óskráðra og leyfislausra gististaða sem líklega standa ekki skil á öllum sköttum. Skatteftirlit er sérlega erfitt í gisti- þjónustu enda starfsstöðvar gisti- staða oft ekki þekktar. Almennt er talið að þeir sem hafa leyfamál í lagi hafi skattskil í lagi og öfugt þann- ig að möguleg lausn felst í því að efla leyfaeftirlit og samtvinna það skatteftirliti. Samhliða þessu mætti setja á fót „one stop shop,“ stofn- un sem héldi utan um öll leyfa- og skattamál ferðaþjónustufyrir- tækja og aðstoðaði ný fyrirtæki í að verða lögleg. Í veitingaþjón- ustu felst stórt vandamál í rangri tekjuskráningu. Stór ástæða þessa vandamáls er mikið bil á milli VSK þrepa áfengis og annarra veitinga auk óljósra reglna varðandi skatta- lega verðlagningu á vöru sem fellur í tvö VSK þrep. Hugsanlegar leið- ir til lausnar á þessu vandamáli fel- ast í því að minnka bil á milli þrepa virðisaukaskatts og skerpa á reglum um skattalega verðlagningu þess- ara vara.“ Loks segir í kynningu á skýrsl- unni að fólksflutningafyrirtæki og ferðaskrifstofur sjá töluvert bók- haldslegt óhagræði í því að standa utan virðisaukaskatts en jafnframt bætir það gráu ofan á svart þeg- ar sömu fyrirtæki selja aðra vöru og þjónustu í báðum VSK þrep- um. „Allir þeir aðilar sem rætt var við og standa utan virðisaukaskatts telja sér betur borgið í lægra þrepi VSK. Möguleg lausn á þessu vanda- máli er að einfalda virðisaukaskatt- skerfið og afnema þau undanþágu- ákvæði sem snúa að aðilum í ferða- þjónustu. Aðilar í flestum greinum ferða- þjónustu telja þrýsting frá laun- þegum um svört laun vera vanda- mál og knýja fram þörf um að selja framhjá tekjuskráningu til að eiga svarta peninga til launagreiðslna. Á háannatímum getur verið verulega erfitt að ráða starfsfólk í tímabundin störf, sérstaklega á landsbyggðinni. Frítekjumark námsmanna og skerð- ing bótaréttar bótaþega eru oftast nefnd sem orsakavaldur. Möguleg lausn væri að hækka frítekjumark námsmanna og breyta bótakerfinu á þann veg að ekki verði jafn þungt í vöfum að taka að sér tímabundna vinnu, t.d. á háannatíma ferðaþjón- ustunnar á sumrin.“ Skýrsluna í heild má lesa á vef há- skólans; bifröst.is mm Síðustu dagana fyrir kosningarn- ar var mikið að gerast hjá mörg- um framboðanna til sveitartjórna. Alþingismenn lögðu margir hverj- ir sitt af mörkum, lögðu félögum sínum lið og þeyttust á milli staða til að heilsa upp á fólk og stappa í það stálinu. Einar Kristinn Guð- finnsson oddviti Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi og for- seti Alþingis er þekktur fyrir ósér- hlífni. Hann var að vísitera í sínu kjördæmi í síðustu viku og mætti á viðburði, svo sem hátíðir og fundi. Þegar blaðamaður Skessuhorns var staddur í Rifi á Snæfellsnesi sl. þriðjudag renndi Einar Kristinn þar upp að hafnarhúsinu til að hitta fólk. Hann sagði aðspurður við blaðamann Skessuhorns að eftir að þingstörfum lauk á föstudagkvöldið hafi hann mætt norður í Húnaþing á laugardeginum og síðan í Skaga- fjörðinn á sunnudeginum. „Það er mikið að gera þessa dagana í því að hitta fólk og taka þátt í baráttunni á lokasprettinum,“ sagði Einar Krist- inn. þá Samkvæmt nýrri skýrslu mælast veruleg skattsvik í ferðaþjónustu Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður, Þorkell Gunnar Þorkelsson múrari og Björn Arnaldsson hafnarstjóri við hafnarvogina í Rifi. Þingforsetinn var á fleygiferð um kjördæmið Hagaflöt 7 sem félag í eigu Trésmiðj- unnar Akurs og Rafþjónustu Sigurdórs hefur keypt af Íbúðalánasjóði. Heimafyrirtæki kaupa fokhelt fjölbýlishús á Akranesi Alþingi samþykkir breytingar á skipulagslögum Komum skemmtiferðaskipa fjölgar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.