Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 27. tbl. 17. árg. 2. júlí 2014 - kr. 600 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/sparnaður Loratadin Fæst án lyfseðils LYFIS Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 852 1601 Njótið veitinga í fallegu umhverfi S K E S S U H O R N 2 01 4 OPIÐ 12.00 – 22.00 Tími bæjar- og héraðshátíða er nú genginn í garð. Um næstu helgi verða t.d. Írskir dagar á Akranesi og helgina þar á eftir Heim í Búðardal og Sandara- og Rifsaragleði. Um síðustu helgi var hins vegar Brákarhátíð í Borgarnesi og á Hvanneyri. Veðrið lék við heimamenn og gesti þeirra sem þátt tóku í hátíðarhöldunum. Meðfylgjandi mynd er af fulltrúum gula hverfisins í Borgarnesi sem nú eru handhafar titilsins best skreytta hverfið. Sjá frásögn í máli og myndum bls. 26-27. mm/ Ljósm. Guðrún Jónsdóttir. Í Kolbeinsstaðakirkju í Staðastað- arprestakalli er merkur kaleik- ur notaður reglulega við helgihald í kirkjunni. Hann er gullfallegur, skreyttur myndum af dýrlingum og orðinn meira en sex hundruð ára gamall. Þrátt fyrir það er kaleikur- inn enn í fullri notkun. „,Í úttekt Matthíasar Þórðarson- ar þjóðminjavarðar frá 1909 er fjallað ítarlega um kaleikinn. Þar seg- ir að um stórmerkileg- an grip sé að ræða sem þurfi að komast á þjóð- minjasafnið sem allra fyrst. Síðan eru þó liðin meira en 100 ár,“ seg- ir Páll Ágúst Ólafsson, sóknarprestur í Staða- staðarprestakalli í sam- tali við Skessuhorn. Matthías lýsir kaleikn- um sem fornum og í gotneskum stíl en skál- in þó svipuð því sem er á rómverskum kaleik- um. Hnúður og stétt eru sex-strend og lauf eru steypt á hnúðflöt- unum að ofan og að neðan. Á öllum flötum stéttarinnar eru myndir af sex dýrlingum, þrem- ur konum og þremur körlum. Kvendýrling- arnir eru María mey með Jesú á vinstri handlegg, kona með sverð í vinstri hendi og kona með sverð í hægri hendi og blómsveig í vinstri. Á hinum flötunum þremur eru Pétur postuli, Páll postuli og líklega Þorlákur helgi. Kaleikurinn var líklega gerður sérstaklega fyr- ir Kolbeinsstaðakirkju en þetta eru einmitt þeir höfuðdýrlingar sem kirkjan er helguð. Góð áminning Kaleikurinn hefur varðveist vel í kirkjunni í gegnum aldirnar og seg- ir Páll Ágúst að hann hafi verið vel og vandlega geymdur gegnum ald- irnar. „Það kemur reyndar reglu- lega upp sú umræða um hvort hann sé betur geymdur á Þjóðminjasafn- inu en staðreyndin er bara sú að hér á hann heima. Á meðan hann er í notkun, má hann vera hér og hann er svo sannarlega í fullri notk- un nú og verður það áfram. Okk- ur finnst því engin ástæða til þess að loka hann inni á safni enda fólk- inu í sveitinni mjög annt um grip- inn,“ segir Páll Ágúst. Hann segir kaleikinn notaðan við útdeilingu á altarissakramentinu við helgihald í kirkjunni. „Kaleikurinn er okkur mjög góð áminning og hvatning til að varðveita kirkjuna og það sem hennar er. Bæði kirkjubyggingarn- ar og það sem þeim tilheyra og svo sérstaklega boðskapinn um Jesú Krist. Um aldir hafa forfeður okk- ar staðið á verði og núna er okkar vakt. Okkur ber að varðveita boð- skapinn og miðla honum áfram til komandi kynslóða,” útskýrir sókn- arpresturinn. Hann segir áhugavert að huga að því að í kirkjum víðs- vegar um landið séu ýmsir gaml- ir munir svo sem skírnarfontar, kertastjakar, höklar og altaristöflur og mikilvægt sé að varðveita þessa hluti. Þá segir hann kaleikinn varð- veittan á öruggum stað á milli þess sem hann er í notkun. „Það má geta þess að næst verður hann notaður nú í lok sumars. Á þessu ári fagnar Kolbeinsstaðakirkja 80 ára vígsluaf- mæli en kirkjan var vígð 1934. Há- tíðarmessan verður haldin þann 24. ágúst,“ segir sr. Páll Ágúst Ólafsson að lokum. grþ Sexhundruð ára kaleikur enn í fullri notkun Sr. Páll Ágúst ásamt Árbjarti Anga sem fermdist í Kolbeinsstaðakirkju í nýliðnum mánuði. Kaleikurinn var notaður í þeirri athöfn. Ljósm. Staða- staðarprestakall. Kaleikurinn í Kolbeinsstaðakirkju er yfir 600 ára gamall og enn í fullri notkun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.