Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Fjórir nemendur úr framhaldsskól- um á Vesturlandi voru í hópi 26 nemenda sem hlutu nýverið veg- lega styrki úr Afreks- og hvatning- arsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Nemendurnir eiga það sameigin- legt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og hefja þeir allir nám við Háskóla Íslands í haust. Nemendur af Vesturlandi eru Berglind Gunnarsdóttir frá FSN, Dagbjört Inga Grétarsdótt- ir frá FVA, Unnur Ýr Haraldsdótt- ir frá FVA og Þorkell Már Einars- son frá MB. Styrkþegarnir allir eiga það sameiginlegt að hafa náð fram- úrskarandi árangri á stúdentsprófi og hefja þeir allir nám við Háskóla Íslands í haust. Hver og einn styrkþegi fær 300 þúsund krónur í sinn hlut ásamt því að fá felld niður skrásetningar- gjöld við skólann. Styrkurinn nem- ur því alls 375 þúsund krónum. Auglýst var eftir styrkjum úr Af- reks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands í vor og eru styrk- irnir nú afhentir í sjöunda sinn. Við val á styrkþegum var meðal annars litið til árangurs á stúdentsprófi en einnig voru önnur sjónarmið lögð til grundvallar, svo sem virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangur á öðrum sviðum, svo sem í íþróttum eða listum. Styrkirnir í ár eru veittir með stuðningi Ald- arafmælissjóðs Háskóla Íslands og Happdrættis Háskóla Íslands. Berglind í læknisfræði Berglind Gunnarsdóttir lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga árið 2012 eftir þriggja ára nám og var þá dúx skólans. Hún hefur lokið framhaldsprófi í klass- ískum píanóleik og komið reglulega fram á tónleikum en hún stundar nám í djasspíanóleik. Auk þess hef- ur hún leikið með unglingalands- liðum Íslands í körfuknattleik og varð í vor Íslands- og deildarmeist- ari með meistaraflokki Snæfells í Stykkishólmi. Berglind hyggur á nám í læknisfræði í haust. Dagbjört í næringar­ fræði Dagbjört Inga Grétarsdóttir braut- skráðist frá Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi í vor og var þá dúx skólans. Hún á að baki margra ára nám í harmonikkuleik og hefur lokið grunnprófi frá Tónlistarskól- anum á Akranesi. Dagbjört stefnir á nám í næringarfræði en þess má geta að áhugi hennar á greininni kviknaði í Háskóla unga fólksins. Unnur Ýr í lyfjafræði Unnur Ýr Haraldsdóttir var dúx Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi vorið 2013 og hlaut við það tilefni fjölmörg verðlaun fyr- ir námsárangur í ólíkum náms- greinum. Unnur hefur æft knatt- spyrnu á Akranesi um alllangt skeið og er einn af lykilleikmönnum ÍA í úrvalsdeild kvenna. Unnur hyggst hefja nám í lyfjafræði í haust. Þorkell Már í jarðeðlis­ fræði Þorkell Már Einarsson lauk stúd- entsprófi frá Menntaskóla Borg- arfjarðar í vor og var dúx skól- ans. Þorkell lauk náminu á þremur árum en á þeim tíma keppti hann tvisvar fyrir skólann í Gettu betur. Þá hefur Þorkell æft körfuknattleik í 11 ár og aflað sér dómararéttinda í þeirri grein. Þorkell stefnir á nám í jarðeðlisfræði í haust. mm Endurbygging Vestfjarðavegar um brú á Reykjadalsá Á fundi umhverfis- og skipulags- nefndar Dalabyggðar, sem haldinn var í Búðardal síðastliðinn miðviku- dag, veitti nefndin Vegagerðinni leyfi til framkvæmdar vegna end- urbyggingar Vestfjarðavegar (60) um brú á Reykjadalsá og breytinga á Fellsendavegi (5829) og Hlíð- arvegi (585). Framkvæmdum við smíði nýrrar brúar yfir Reykjadalsá, rétt við Fellsenda í Miðdölum, lauk í vor en enginn vegur liggur nú að brúnni. Brúin er 32 metrar að lengd með tíu metra breiðu brúar- dekki, þar sem akbraut er níu metr- ar. Hún mun leysa af hólmi ein- breiða brú á Vestfjarðavegi eftir að áðurnefnd endurbygging vegarins hefur verið gerð. grþ Nýbyggð brúin yfir Reykjadalsá í Miðdölum mun leysa af hólmi einbreiða brú neðan við Fellsenda. Ljósm. bgk. Framlög berast til kaupa á tölvusneiðmyndatækinu Áfram berast framlög til kaupa á nýju tölvusneiðmyndatæki fyr- ir Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sem Hollvinasamtök stofn- unarinnar beita sér fyrir. Þegar hafa nokkur stór framlög borist eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni. Í síðustu viku bættist enn í sjóðinn þegar fulltrúar Kvenfélagsins Lilju og Kvenfélagasambands Borgar- fjarðar mættu í húsnæði HVE á Akranesi til að afhenda framlög til kaupa á tölvusneiðmyndatækinu. Liljukonur úr Hvalfjarðarsveit af- hentu 200 þúsund króna gjafabréf, sem er afrakstur sölu á páskaliljum síðasta vor. Fulltrúar Kvenfélaga- sambands Borgarfjarðar fylgdu eftir samþykkt frá aðalfundi fyr- ir skömmu með 500 þúsund króna framlagi en þá gerðist sambandið um leið félagi í Hollvinasamtök- unum. Steinunn Sigurðardóttir, for- maður Hollvinasamtaka HVE, sagði um leið og hún þakkaði fyr- ir og veitti framlögunum viðtöku, að ómetanlegt væri að eiga svona góðar konur að og sterk kvenfélög. Steinunn vék að framgangi söfnun- arinnar fyrir tölvusneiðmyndatæk- inu. Hún sagði ljóst að þyngra væri undir fæti nú en oftast áður með söfnun af þessu tagi. Hún nyti þó mikils velvilja allra. Þetta yrði ekki spretthlaup eins og í fyrstu hefði verið ætlað heldur langhlaup og sagði Steinunn að væntanlega yrði tækið samt komið í hús fyrir ársaf- mæli Hollvinasamtakanna í janúar næstkomandi. Sagði Steinunn að m.a. heilbrigðisráðherra og þing- menn hefðu sýnt málinu mikinn velvilja og væru tilbúnir að veita því sinn stuðning, en tölvusneið- myndatækið kostar á bilinu 40 til 50 milljónir króna. Eins og komið hefur fram er tölvusneiðmyndatækið afar mikil- vægt í starfsemi HVE. Núverandi tæki er komið til ára sinna og ekki er hægt að framkvæma í því all- ar rannsóknir. Það er notað í 1600 skipti á ári og ljóst að auk óhag- ræðis myndi það þýða mjög mikinn kostnaðarauka fyrir íbúa á Vestur- landi ef slíkt tæki yrði ekki til stað- ar hjá HVE. þá Fulltrúar gefenda, Kvenfélagsins Fjólu í Hvalfjarðarsveit og Kvenfélagasambands Borgarfjarðar, ásamt stjórnarfólki í Hollvinasamtökum HVE. Vestlenskir afburðanemendur fá styrki Hópurinn allur ásamt rektor HÍ. Berglind Gunnarsdóttir fær sinn styrk afhentan frá Kristínu Ingólfsdóttur. Dagbjört Inga Grétarsdóttir fær sinn styrk afhentan frá Kristínu Ingólfsdóttur. Unnur Ýr Haraldsdóttir fær sinn styrk afhentan frá Kristínu Ingólfs- dóttur. Anton Elí Einarsson tekur við styrknum frá Kristínu Ingólfsdóttur fyrir hönd bróður síns, Þorkels Más Einarssonar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.