Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Afgreiðslutími þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298 www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is S K E S S U H O R N 2 01 4 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 2 0 1 4 Umsjón: Gunnar Bender og Magnús Magnússon Flugustangir Fluguhjól Línur Taumefni Flugur Veiðivörur í úrvali Heldur dró úr veiðinni þegar leið á júní Um miðja síðustu viku var Blanda búin að skila flestum löxum á land, eða 185 á þær 14 stangir sem þar eru leyfðar. Í öðru sæti í saman- tektinni á Angling.is var Þverá og Kjarará með 130 laxa sömuleið- is á fjórtán stangir og Norðurá var í þriðja sæti með 120 laxa á tólf stangir. Reyndar fékk Norðurár- hollið um helgina 46 laxa þannig að heldur rættist úr. Veiðin í Norð- urá fram að miðri síðustu viku jafn- gildir að veiðst hafi 10 laxar á stöng þá tuttugu daga sem þá var búið að veiða, eða einn lax annan hvern dag að meðaltali. Veiðimönnum finnst þetta dræm veiði og eru farnir að kvarta, ekki einvörðungu í Norðurá heldur víða annarsstaðar. Reynd- ar verður erfitt að bera þessa veiði saman við hið góða laxveiðisumar í fyrra, en nokkuð ljóst er að það verður ekki toppað úr þessu. Fiskleysi í Flóku Veiðin hefur víða byrjað rólega, svo sem í Laxá í Leirársveit og Flóka- dalsá í Borgafirði en innan við tíu laxar höfðu á föstudaginn komið úr þeim báðum. Veiðimaður sem var að koma úr Flóku sá ekki lax í ánni, þrátt fyrir að hafa leitað um hana alla. Flóka byrjaði frábærlega í fyrra en núna er allt annað uppi á ten- ingnum. Hins vegar var Jónsmess- ustraumurinn um síðustu helgi og vel gæti farið svo að það yrði til þess að torfan sem allir bíða eftir gangi í ána. Góður gangur í Straumfjarðará „Hér er ágætisgangur,“ sagði Ást- þór Jóhannsson er við spurðum um Straumfjarðará. En veiðin er að byrja í hverri veiðiánni á fæt- ur öðrum þessa dagana. „Það eru komnir á þriðja tug laxa og annað eins af vænni bleikju. Það er helst til mikið vatn, ef eitthvað væri til að agnúast yfir. Laxinn er mjög dreifður við slík skilyrði og geng- inn um alla ána. Það gerir veið- ina meira spennandi,“ segir Ástþór ennfremur. Aðeins að rofa til? „Það eru komnir 33 laxar og þetta er allt að koma, eftir hádegi í fyrradag veiddust átta smálaxar,“ sagði Árni Friðleifsson formaður Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem var á veiðislóðum við Hítará í byrj- un vikunnar. Smálaxinn hefur að- eins komið en ekki mikið. Það var Jónsmessustraumur, en göngurnar voru samt ekki kröftugar. Hlíðarvatnið kom á óvart Silungsveiðin hefur víða verið ágæt og virðist silungurinn koma vel undan vetri. Halldór Gunnarsson hefur verið við veiðar í nokkrum vötnum á Vesturlandi. „Við ætluðum að kíkja í Odda- staðavatn í Hnappadal núna um helgina, en við höfðum ver- ið á flakki í Baulárvallarvatni og Hraunsfirði án þess að fá svo mik- ið sem nart,“ sagði Halldór Gunn- arsson sem var í silungsveiði fyrir nokkrum dögum. ,,Við sáum hins vegar þó nokk- uð líf í Hraunsfirðinum, en bleikj- an var rög að taka. Á bakaleiðinni ákváðum við sem sagt að kíkja inn í Hnappadal í vötnin sem þar eru. Hlíðarvatn stendur við hliðina á Oddastaðavatni og þar sem við fundum ekki þá sem eru að selja leyfi í Oddastaðavatn, ákváðum við að kaupa okkur leyfi í Hlíðarvatn hjá bóndanum í Hraunholtum.“ Hlíðarvatn er í skemmtilegu um- hverfi umvafið hrauni og mjög fjöl- skylduvænt. „Við vorum við veið- ar eina kvöldstund í um þrjá tíma í gullfallegu veðri og gerðum bara bærilega veiði. Lönduðum 12 fisk- um frá um hálfu pundi upp að rúm- um tveimur pundum, bæði bleikj- ur og urriðar, og misstum svo álíka mikið. Fiskurinn var líka nokkuð vel haldinn.“ Halldór segir að fiskur- inn hafi verið veiddur af bát á Toby túpuna. „Bóndinn í Hraunholtum var svo vingjarnlegur að leyfa okk- ur að nota bát. Við mælum klárlega með veiði í þessu vatni,“ segir Hall- dór að lokum. Norðurá hefur gefið tvo stórlaxa Veiðin í Norðurá mætti vissulega vera betri, eins og að framan grein- ir, en þó hafa veiðst þar tveir stór- laxar, í kringum 20 pundin hvor. Það er mjög jákvætt því stórlöx- unum hefur fækkað verulega í ánni síðustu árin og það eru jú þeir sem mest er skemmtilegt að eiga við. At- hyglisvert er að nú séu 80 ár síðan stærsti laxinn þar veiddist, eins og greint er frá á öðrum stað í blaðinu í dag. Erling Ingvarsson tannlæknir veiddi annan stórlaxanna nú í sum- ar. Við hittum hann á árbakkanum við Norðurá fyrir nokkrum dög- um. ,,Þegar ég var strákur las ég bæk- urnar hans Björns J. Blöndal upp til agna, teygaði að mér sögurnar og andann í þeim, ætli ég hafi ekki ver- ið frekar undarlegt barn! Ein þeirra var Norðurá fegurst áa,“ segir Er- ling, eftir að stórlaxinn var kom- inn á land og honum hafði verið sleppt aftur í ána. ,,Björn J. Blön- dal sagði frá laxveiðum, sérstaklega við Svarthöfða, og oftar en ekki voru þeir stórir laxarnir sem barist var við. Það virðist hins vegar hafa breyst mjög til verri vegar. Þegar ég komst til veiða í Norðurá í fyrsta skipti í fyrra var góð veiði en flestir fiskarnir steyptir í sama mót; fimm pundarar. Það er ágætt að leika við þessa fiska á léttar stangir en verð- ur leiðigjarnt til lengdar, það fer öll spenna úr veiðinni ef maður hættir að eiga von á stórlaxi. Þetta er mín skoðun. Með þessa upplifun frá í fyrra fór ég í Norðurá núna í vik- unni og bjóst við einhverju svipuðu en þá var nú eitthvað annað uppi á teningnum. Mikið vatn og fáir fisk- ar - en stórir.“ Erling var að veiðum í tvo daga og fékk tvo væna fiska, 80 cm hrygnu í Myrkhylsrennum og 96 cm hæng á Bryggjunum. „Annar stórlax, 100 cm að lengd, hafði komið nokkru áður þannig að stórlaxastofn Norð- urár er ekki alveg horfinn. „Ég gældi við þá hugmynd að Björn hefði stýrt þeim stóra á færið hjá mér að handan, en kannski var bara flugan mín á réttum stað á réttum tíma. Ég var búinn að togast á við hann í korter og skildi ekkert í því hversu seigur hann var, hélt jafn- vel að flugan hefði húkkast í sporð- inn á honum eða eitthvað í þá áttina en þá tók hann roku og sporðurinn kom upp úr og ég sá hvers kyns var. Ég náði svo að handsama hann í annarri tilraun því ég var einn þeg- ar hann tók. Þá sá ég hversu feikna fallegur þessi fiskur var, nýgenginn, lúsugur, feitur og flottur. Ég sleppti honum svo eftir að félagi minn hafði komið og smellt af mynd og hann fór að sinna skyldum sínum við náttúruna þ.e. að viðhalda hin- um nánast horfna stórlaxastofni Norðurár,“ sagði Erling að lokum. Veiðimenn eru víða að reyna þegar við höldum burt frá ánni. Kannski er fiskurinn ekki í tök- ustuði, eða einfaldlega alls ekki kominn ennþá. Hann hlýtur þó að koma innan tíðar. Núna í gær frétt- um við loks af nýgengnum árslaxi í Norðurá, grálúsugum, þannig að fiskunum fjölgar og breytileikinn einnig. Árni Friðleifsson með smálax úr Hítará. Veiðimenn renna víða en laxinn er sumsstaðar ekki mættur. 96 cm hængur sem tók við Bryggjurnar í Norðurá. Róið á Laxfossbrún. Erling Ingvarsson og Ómar Gunnarsson. 80 cm hrygna sem tók í Myrkhyls- rennum í Norðurá.Halldór með fenginn úr Hlíðarvatni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.