Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Akranes - miðvikudagur 2. júlí Kalman listafélag: Hljómsveitin Mógil í Vinaminni kl. 20. Mógil býður þér í ævintýralegan, seiðandi og hlýjan tónlistarheim með blöndu af djass, klassík og þjóðlagatónlist. Aðgangseyrir kr. 2000/ Kalmansvinir kr. 1500. Kaffi og konfekt! Hefjum Írska daga með Mógil. Akranes - fimmtudagur 3. júlí Í byrjun júlí ár hvert halda Skagamenn bæjarhátíðina Írska daga. Þetta er sannkölluð fjölskylduhátíð með fjölbreyttri skemmtun fyrir alla aldurshópa. Sjá miðopnu Skessuhorns í dag. Akranes - fimmtudagur 3. júlí Sögubíllinn Æringi kemur í heimsókn á útisvæði Bóksafns Akraness kl. 14. Sóla sögukona segir sögur í boði Bókasafns Akraness. Öll börn velkomin. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vesturlands. Akranes - fimmtudagur 3. júlí Fjöliðjan býður upp á heimagert límonaði og blöðrur á Aggapalli frá 15 - 17:30. Skemmtilegt uppistand um kl. 17. Borgarbyggð - fimmtudagur 3. júlí Tónleikar á Sögulofti í Landnámssetri kl. 20:30. Vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur & Kristjana Stefánsdóttir í dásamlegum dúett á Söguloftinu. Verð kr. 2500. Grundarfjörður - laugardagur 5. júlí Opinn tími í 5Rytma dansi með Sigurborgu Kr. Hannesdóttur á Læk, Sæbóli 13 kl. 13. Dansinn er frábær leið til að auka orku, losa um spennu og njóta augnabliksins. Verð kr. 2.000. Allir velkomnir. Grundarfjörður - sunnudagur 6. júlí Skemmtiferðaskipið Delphin kemur til hafnar kl. 7. Hvalfjarðarsveit - sunnudagur 6. júlí Sendinefnd frá Rússlandi mun heimsækja Hernámssetrið að Hlöðum kl. 14 - 16. Anatoliy Lifchitc, fyrrum foringi í seinni heimstyrjöldinni flytur fyrirlestur um skipalestirnar frá Hvalfirði til Rússlands og færir Hernámssetrinu gjafir. Nikolay Borodin, safnstjóri Allies and Lend - Lease stríðsminjasafnsins í Moskvu flytur ræðu og færir Hernámssetrinu gjafir. Eftir ræðuhöld verður boðið upp á léttar veitingar og ljúfa tónlist. Allir velkomnir. Akranes - mánudagur 8. júlí Myndlistamaðurinn Baski, Bjarni Skúli Ketilsson, mun halda myndlistarnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna í Stúkuhúsinu kl. 14, í samstarfi við Safnasvæðið á Akranesi. Skráningar á bjarniskuli@gmail. com. Suzuki Grand Vitara 1998 Bensín 5 manna 1995 cc. slagrými, 4 dyra, 4 strokkar. Beinskipting, 5 gíra 128 hestöfl Fjórhjóladrif 1400 kg. Ný skoðaður og vel viðhaldið. Verð kr: 520 þús. Brúnir labradorhvolpar Hreinræktaðir brúnir labrador- hvolpar til sölu. HRFÍ ættbókar- færðir. Svavar s. 822-5950, netfang: svavar12345@gmail.com Fallegur fress óskar eftir heimili Rúmlega 1,5 ára gamall, geldur, mjög kelinn og blíður, vanur börnum og hundum. Verður að geta farið út og inn en hentar EKKI á sveitabýli þar sem heyrúllur eru (klifrar upp á þær og er það ástæða fyrir að hann þarf að fara sem fyrst). Getur annaðhvort farið varanlega á nýtt heimili eða einnig kemur langtímapössun til greina. Netfang: linus069@gmail.com Glæsilegur ekta antik húsbóndastóll Þessi flotti antik húsbóndastóll er til sölu. Er með nýju áklæði og mjög fallegur og verðið er 65 þús. Upplýsingar í s:696-2334 eða is- postur@yahoo.com Óska eftir íbúð Óska eftir íbúð til einstaklings íbúð til leigu, eða 2-3 herbergja. Greiðslugeta 100 þús. Sími: 611- 2003. Óska eftir 2-3 herbergja íbúð Ég er 25 ára með eitt barn og okkur vantar íbúð sem fyrst. Sími: 770-6811. Húsnæði óskast Hjón með þrjú börn á aldrinum 4 - 9 ára óska eftir 4 - 6 herbergja húsnæði í Borgarnesi, Hvanneyri, Akranesi og nágrenni. Þarf að leyfa gæludýr. Allar nánari upplýsingar fást í síma 692-1218 (Jón Þór) eða 775-1218 (Guðrún). Vantar íbúð Er kona með tvo ketti og vantar íbúð í Borgarnesi sem fyrst. Sími: 866-6873. Óska eftir reiðhjóli Óska eftir að kaupa fullorðins reið- hjól, 26-28”. Verðhugmynd: 10 þús -15 þús kr. 67dagny@gmail.com Eignalóðir Til sölu fallegar sumarhúsalóðir í Grímsnesi. Aðkoma frá Kiðjabergs- vegi. Stærð frá 0,7 ha til 1,6 ha. Vegir komnir að byggingareit. Heitt og kalt vatn að lóðarmörkum. Stutt í golf, sund og verslun. Upplýsingar í síma 867-3569. Maðkar til sölu Er með flotta og stóra maðka til sölu í veiðina. Nýir og sprækir. Margra ára reynsla, alltaf sama verð. Laxamaðkur 50 kr. Silun- gamaðkur 40 kr. Hægt að sækja á Akranes eða í Kópavog. Aron s. 692-8262. ÓE hús til leigu eða kaups í 301 Óska eftir að leigja eða kaupa hús í Hvalfjarðarsveit. Netfang: 67dagny@gmail.com Bath and body works Takið eftir! Við verðum með amer- ísku Bath and body works vörurnar á Írskum dögum. Sápur, krem, ilmir, kerti o.m.f. Verið velkomin á mark- aðinn, Herdís og Hjördís. facebook. com/bathandbodymoso Dýna Vill einhver hirða rúmdýnu 185*100 frá R.B.rúm? Sími: 437- 1445. Á döfinni BÍLAR/VAGNAR/KERRUR DÝRAHALD HÚSBÚNAÐUR/HEIMILISTÆKI LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU Markaðstorg Vesturlands ÓSKAST KEYPT ÝMISLEGT Nýfæddir Vestlendingar Opið alla daga 11.00 - 18.00 Verið velkomin Sólbakka 2, Borgarnesi - 437 1400 - ljomalind.is SK ES SU H O R N 2 01 4 Markaðstorg Vesturlands www.skessuhorn.is Verslunarstjóri óskast Kaupfélag Steingrímsfjarðar auglýsir laust til umsóknar starf verslunar- stjóra í verslun félagsins á Norðurfirði frá 1. september 2014. Verslunarstjóri ber ábyrgð á og stýrir daglegum rekstri verslunarinnar. Helstu verkefni: Innkaup• Vörumóttaka• Sala og póstafgreiðsla• Dagleg stjórnun• Samskipti og þjónusta við viðskiptavini• Hæfni og þekking: Menntun sem nýtist í starfi.• Reynsla af verslunarstörfum æskileg.• Góð almenn tölvukunnátta.• Frumkvæði, nákvæmni og góð skipulagshæfni• Rík þjónustulund og góð samskiptahæfni• Frekari upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri í síma 455 3100 eða á netfanginu jon@ksholm.is. Umsóknum, ásamt ferilskrá, skal skila á skrifstofu Kaupfélags Steingrímsfjarðar, Höfðatúni 4, 510 Hólmavík. Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí næstkomandi. SK ES SU H O R N 2 01 4 24. júní. Drengur. Þyngd 3.366 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Kristjana H Hlynsdóttir og Daníel Rodrigaes, Akranesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. 25. júní. Stúlka. Þyngd 3.112 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Erna Dögg Pálsdóttir og Ármann H Jónsson, Signýjarstöðum Borgarfirði. Ljósmóðir: Halldóra Karlsdóttir. 26. júní. Drengur. Þyngd 3.340 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Gunnþórunn Valsdóttir og Gísli Freyr Brynjarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 27. júní. Stúlka. Þyngd 3.100 gr. Lengd 49 sm. Foreldrar: Eva Ósk Gísladóttir og Kristján Ágúst Pálsson, Akranesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.