Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Áfallastreita Það var af hreinni tilviljun að ég fór til Akureyrar á föstudaginn. Sama dag hafði nefnilega ráðherra fiskistofumála upplýst að ríkisstjórnin hefur tek- ið þá ákvörðun að færa höfuðstöðvar Fiskistofu úr Hafnarfirði og norður á Akureyri. Upp rann mikið harmakvein starfsfólks og velunnara þess út um alla borg. Einhvern veginn minnir mig að þetta hafi verið kór svipaðs eðlis og hóf upp raust sína hér um árið þegar til stóð að flytja starfsstöð Land- mælinga Íslands á Akranes. Það þykir nefnilega ofbeldi þegar jafna á dreif- ingu opinberra starfa um landið á þann hátt að landsbyggðin fái á kostn- að höfuðborgar. Hins vegar er það kallað hagræðing þegar flytja á opinber störf til höfuðborgarinnar, en slík ógn hvílir einmitt sem mara yfir samfé- lagi sem heitir Hvanneyri, bara svo því sé haldið til haga. En er Akureyri svona slæmur staður fyrir höfuðstöðvar Fiskistofu? Og var Akranes svo slæmur staður fyrir Landmælingar Íslands á sínum tíma? Svör- in við báðu eru að sjálfsögðu Nei. Akureyri er flottur bær og ég viðurkenni fúslega að ég gæti vel hugsað mér að búa þar. Þá má benda á að vanlíðan Landmælinga Íslands í flóru stofnana hér á landi er ekki meiri en svo að ár eftir ár er vinnustaðurinn kjörinn sá besti í röðum opinberra stofnana. Og af hverjum? Jú, starfsfólkinu sem þar vinnur. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að starfsemi Landmælinga Íslands hafi verið betur sett á Akranesi en í Reykjavík. Eftir að fréttir um fyrirhugaðan flutning aðalstöðva Fiskistofu til Akureyrar var gjörð lýðum ljós á föstudaginn ætlaði allt af göflunum að ganga. Ríkis- stjórnin var sökuð um ofbeldi og árás á einkalíf fólks. Talað var um að kalla þyrfti út áfallahjálparteymi til að sinna starfsfólki Fiskistofu á mánudaginn og ekki sæi fyrir endan á þeim hörmungum sem hófust fyrir helgina. RUV og hinir Reykjavíkurmiðlarnir hömuðust alla helgina við að ræða við sér- fræðinga sem gátu fundið þessari ákvörðun allt til foráttu og reyndu lát- laust að ná tali af ráðherranum sem talinn er bera sök á þessari hryðjuverka- ógn í garð blásaklausra höfuðborgarbúa. Ráðherrann vissi auðvitað að best væri að halda sig bara í sveitinni utan farsímasambands (sem er jú ekki erf- itt sé maður búsettur í íslenskri sveit). Formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana hefur í fjölmiðlum lýst skömm sinni á ráðagerð ríkisstjórnarinnar. Hann er greinilega ekki formaður í verkalýðsfélagi ríkisstarfsmanna utan höfuðborgarsvæðisins ef marka má ummæli hans. Gjörningur ríkisstjórnarinnar er jafnvel sagður stangast á við lög. Ja, svei, hvað er ekki tínt til? Sem betur fer hafa nokkrir fulltrúar landsbyggðarinnar bent á þversögnina í þessu öllu. Sturla Böðvarsson bæj- arstjóri í Stykkishólmi er í þeirra hópi enda þekkja Hólmarar vel afleið- ingar þess þegar opinber störf eru tekin þaðan og færð annað, í skjóli hag- ræðingar. Sturla hvetur ríkisstjórnina til að standa í lappirnar í þessu máli. Þá hefur Þórhallur Bjarnason lektor við Háskólann á Akureyri og formað- ur stjórnar Byggðastofnunar spurt þeirrar áleitnu spurningar hvort lands- byggðin geti jafnvel ekki lengur haldið höfuðborginni uppi! Í raun er hér um að ræða dæmalaust mál þar sem höfuðborginni er att gegn landsbyggðinni. Þótt ég sé fylgjandi því að sem mest af opinberum störfum séu úti á landi hefur ríkisstjórnin sennilega í þessu máli getað undirbúið sig betur. Þegar á reyndi skorti svör. Sífellt fleiri teikn eru hins vegar á lofti um að afstaða fólks í garð annarra landsmanna beri keim af því að tvær þjóðir byggi þetta land og bilið sé jafnvel að breikka. Það er miður því báðir kyn- stofnar ættu, ef vel er á málum haldið, að geta þrifist í þessu stóra landi án teljandi stríðsátaka. Að endingu verð ég að geta þess að ég tel mig betri mann eftir að hafa dvalið á Akureyri um liðna helgi. Að vísu var það bara í tvo daga, en ég fann mun! Trú mín er staðföst í þá veru að væri ég fræði- maður á sviði fiskvísinda vildi ég allavega miklu frekar búa þar en í Hafn- arfirði. Magnús Magnússon. *Ígildi 20% afsláttar TAX FREE DAGAR AFNEMUM VIRÐIS AUKASKATT* af öllum vörum á Írskum dögum 3. - 5. júlí. Að auki önnur frábær tilboð þessa daga. Kynning fimmtudag og föstudag á Lancome og Biotherm vörum. Ýmis tilboð og nýjungar í ilm- og snyrtivörum fyrir dömur og herra. Fylgist með okkur á Facebook og á versluninbjarg.is OPIÐ FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20 - 23 SK ES SU H O R N 2 01 4 Búið er að jarðvegsskipta í grunni þar sem Orkuveita Reykjavík- ur ætlar að láta byggja nýjan og stærri miðlunartank fyrir heitt vatn á Akranesi. Það er Vélaleiga Hall- dórs Sigurðssonar sem sér um jarð- vegsvinnuna. Nýi tankurinn verð- ur staðsettur vestan við dælustöð- ina á Akranesi og mun hann geta taka 6000 rúmmetra af heitu vatni. Stefnt er að byggingu tanksins verði lokið í nóvember á þessu ári. Verð- ur hann þrefalt stærri en sá sem fyr- ir er og á að geta geymt nóg vatn til að mæta vatnsskorti þegar bilan- ir verða á aðveituæðinni. jsb „Árið 2008 fékk Stykkishólm- ur ásamt öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi umhverfisvottun og í ár var hún endurnýjuð. Það vantar því ekki góð áform og ákveðinn ár- angur hefur náðst. Samt sem áður blasir við okkur þegar farið eru um bæinn að víða skortir á góða um- gengni. Það á bæði við um lóðir og opin svæði á vegum bæjarins, sem og lóðir íbúðarhúsa og atvinnufyr- irtækja. Með þessum pistli vil ég hvetja bæjarbúa til þess að TAKA TIL svo við getum sagt með sanni að fallegi bærinn okkar sé til fyrir- myndar,“ segir Sturla Böðvarsson bæajarstjóri í Stykkishólmi í pistli á heimasíðu bæjarins. „Áherslan á umhverfismál hef- ur verið sterk í gegnum tíðina hjá okkur í Stykkishólmi. Eins og kem- ur fram á heimasíðu bæjarins eru „Umhverfismál mál málanna í Stykkishólmi“. Stykkishólmshöfn fékk Bláfánann árið 2003 og var það í fyrsta skipti að höfn fékk Bláf- ánann á Íslandi. Grænfánanum var flaggað í Leikskóla Stykkishólms og við yngri deildir Grunnskólans vorið 2007 og í janúar 2008 hófust íbúar handa við að flokka allt sorp,“ segir Sturla. mm Nokkuð hefur verið rætt og ritað um ágang ferðamanna við Kirkju- fellsfoss í Grundarfirði, enda er svæðið eitt það vinsælasta til myndatöku. Grundarfjarðarbær í samráði við landeigendur tók á það ráð að hefta aðgengi bíla að fossinum og loka vegaslóðum sem er eingöngu notaður sem reið- vegir. Þegar ljósmyndari Skessu- horns var á ferðinni snemma á þriðjudagsmorgun blasti við und- arleg sjón. Þar höfðu einhverjir óforskammaðir vegfarendur virt að vettugi vegatálma og tekið sig til og fært stóra grjóthnullunga af vegslóðanum til þess eins að kom- ast nær fossinum á bíl. Þar hafa þeir svo slegið upp tjöldum og lagt bílum sínum alveg upp við fossinn á svæði sem að búið var að loka. Það er því ljóst að ekki eru það all- ir sem virða reglur og lokanir. Því má við þetta bæta að í Grundar- fjarðarbæ er hið prýðilegasta tjald- svæði sem hægt er að nota yfir sumartímann. tfk Skorar á íbúa að taka til Verið er að grafa fyrir nýjum miðlunartanki á Akranesi sem verður þrefalt stærri en sá sem fyrir er. Framkvæmdir hafnar vegna byggingar miðlunartanks Virða ekki vegalokanir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.