Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Kapteinn Geoffrey Aspinall veiddi árið 1934 stærsta lax sem veiðst hefur í Norðurá, 36 pund. Veiði- staðurinn var Myrkhylur. Kapt- einn þessi hélt nákvæmar veiði- og dagbækur þar sem hann talar um „the boy“ eða drenginn. Sá er 92 ára í dag, dr. Sturla Friðriksson, eigandi jarðarinnar Laxfoss. Sturla varð afar undrandi þegar hann komst að því nýverið að bækur kapteinsins væru til, en hann hitti frændur hans við Aspinall-her- bergið í veiðihúsi þess tíma við Laxfoss sl. fimmtudag. Þrátt fyr- ir að nú séu 80 ár síðan stóri lax- inn veiddist, hefur enginn honum svipaður að þyngd komið á land úr ánni síðan. Á árunum 1926 til 1936 var hinn breski kapteinn Aspinall við veiðar í Norðurá. Í stríðinu töpuð- ust tengslin við kapteininn og ekk- ert spurðist til hans eða ættingjum hans síðan. Vitað var að kapteinn- inn veiddi þennan stærsta lax sem veiðst hefur á stöng í Norðurá og einnig að hann hélt nákvæm- ar veiði- og dagbækur sem gaman hefði verið að fá afrit af. Um lang- an tíma hefur dr. Sturla Friðriks- son, veiðifélag Norðurár, Jón G. Baldvinsson og fleiri leitað að af- komendum eða ættingjum kapt- einsins en án árangurs, þar til nú. Síðasta haust birtist grein í bresku stangveiðitímariti, Trout and Sal- mon. Eftir útkomu blaðsins gerð- ust merkilegir hlutir. Þrír bræð- ur sem bera nafnið Aspinall höfðu samband við enskan sölumann sem selur veiðileyfi í Norðurá. Kom í ljós að þeir voru frændur kapt- einsins og höfðu undir höndum öll gögn frá frænda sínum; dagbækur, veiðibækur og myndir. Þeir vildu gjarnan koma til Íslands og feta í fótspor frænda. Í dagbókunum talar kapteinn- inn um „the boy“ eða drenginn. Það mun vera dr. Sturla Friðriks- son sem er drengurinn, enda man hann vel eftir Aspinall við veiðar, orðinn 14 ára gamall síðasta sum- ar kapteinsins við ána. Sturla hitti frændur Aspinall við Laxfoss á fimmtudaginn. „Ég vissi að Aspi- nall hélt nákvæmar dag- og veiði- bækur,“ sagði Sturla í samtali við Skessuhorn. „Ég sá hann oft skrifa í þessar bækur. Hann leigði ána af föður mínum, Friðriki Jónssyni um tíu ára skeið. Lítið veiðihús stóð þá við ána, á klettinum fyrir ofan Lax- foss. Við það hús hefur verið marg- byggt síðan en herbergi Aspinall er að mestu óbreytt og ýmsir munir til sem minna á dvöl Englendinga hér. Það var sannarlega óvænt ánægja að hitta þessa menn og ekki síður að vita að bækur Aspinall eru til. Það er ómetanlegt,“ segir dr. Sturla Friðriksson. bgk Miklar breytingar eiga sér stað í stjórnunarstöðum í skólum Grund- arfjaðar um þessar mundir, en stöð- ur eru lausar bæði í grunn- og leik- skólanum. Til að mynda er Anna Bergsdóttir að láta af störfum eft- ir 17 ár við stjórnun Grunnskóla Grundarfjarðar. Þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferð í Grundar- firði á dögunum hitti hann Önnu að máli, en það var þá einn síð- asti vinnudagur hennar í skólan- um. Hún á þó eftir að koma í skól- ann í 3-4 daga til að koma nýjum skólastjóra inn í starfið, en nýbúið er að auglýsa stöðuna. Anna hef- ur verið ráðin skólastjóri Hamra- skóla í Grafarvogi sem er álíka stór skóli og skólinn í Grundafirði hef- ur oft verið, það er um 140 nem- enda skóli. Skólinn í Grafarvogi er eftir endurskipulagningu og hag- ræðingu í borgarkerfinu fyrir yngri nemendur grunnskólastigsins, frá 1.-7. bekk. Anna segir að það séu fyrst og fremst persónulegar ástæð- ur fyrir því að hún sé á förum frá Grundarfirði. „Tvö af börnunum eru farin að heiman í borgina og nú er maður kominn á þann aldur að það verður að taka ákvörðun um búsetuna þegar kemur að efri árun- um. Ég held það sé líka nauðsyn- legt fyrir fólk að skipta um vett- vang eftir svona langan starfstíma eins og hjá mér hér í Grundarfirði. Hættan er sú að maður verði svolít- ið samdauna umhverfinu sem leiði til stöðnunar. Það verður spenn- andi að koma á nýjan vinnustað og takast á við nýjar áskoranir, þótt til- finningarnar séu blendnar að fara héðan,“ segir Anna. Ung að heiman Anna fæddist og ólst upp á Egils- stöðum. Að loknu grunnskólaprófi innritaðist hún í Verslunarskóla Íslands og eftir stúdentspróf þar 1982 fór hún í Kennaraháskólann þaðan sem hún útskrifaðist vorið 1985. „Meðan ég var í Verslunar- skólanum starfaði ég á sumrum og með námi hjá Stjórnunarfélagi Ís- lands. Ég vann síðan frá árunum 1985-‘89 við verkefnisstjórnun og kennslu í Stjórnunar- og ritaraskól- anum sem félagið starfrækti. Ég og maðurinn minn Dagbjartur Harð- arson húsasmiður vildum gjarn- an hvíla okkur aðeins á búsetunni í borginni og flytja út á land. Ég sá svo stöðu skólastjóra á Djúpavogi auglýsta og ákvað að sækja um. Við fluttum austur og þá hittist reyndar þannig á að ég var ófrísk, þannig að við eignuðumst fyrsta barnið strax á fyrsta vetri á Djúpavogi. Það kom í heiminn 22. febrúar 1990. Ég fékk sex vikna fæðingarorlof og náði að klára þennan vetur í skólanum. Þegar fæðingarorlofinu lauk fékk ég stúlku til að hugsa um barnið meðan ég kláraði vinnudaginn, en þurfti að skreppa heim einu sinni til tvisvar á dag til að gefa. Þetta byrjaði skemmtilega hjá okkur fyrir austan og var ágætur tími þessi átta ár sem við vorum þar.“ Börnunum fer að fjölga aftur Anna segir að þau Dagbjartur hafi verið á leið í borgina aftur þeg- ar hún frétti það fyrir tilviljun að staða skólastjóra í Grundarfirði væri laus. „Ég varð spennt fyrir að skoða þetta þótt ég hafi þá bara einu sinni keyrt hérna í gegn og þekkti því ekkert til staðarins. Okk- ur var boðið hingað í heimsókn eft- ir að ég hafði sýnt stöðunni áhuga. Það var tekið vel á móti okkur og við ákváðum að flytja hingað. Þetta var sumarið 1997. Á þessum árum var fólksfjölgun hérna á staðn- um og börnunum í skólanum fór fjölgandi fyrstu árin. Þegar ég kom voru 180 nemendur í skólanum en á næstu árum fór nemendafjöld- inn upp í 220 þegar mest var. Síð- an kom tímabil þar sem börnunum fækkaði og þau eru nú komin niður í 90. Skólinn er orðinn of fámenn- ur. Nemendur þurfa að vera rúm- lega 150 til að allt innra skipulag nýtist sem best. Við höfum í raun verið yfirmönnuð í mörg ár. Ef ekki hefðu komið til námsfrí og fæðing- arorlof hjá kennurum og starfsfólki skólans hefðum við þurft að fækka fólki. Ég sjálf fékk m.a. námslaun á árinu 2008 og nýtti það til stjórn- unarnáms í Háskóla Íslands. Starfs- mannaveltan hefur verið mjög lít- il síðustu árin. Það eru hins veg- ar teikn um að börnum sé aftur að fjölga í skólanum. Nokkrir ung- ir foreldrar eru að koma með börn í skólann. Það sést að unga fólkið skilar sér að einhverju leyti heim og væntanlega fer börnunum að fjölga smám saman aftur. Ég held að botninum hafi verið náð hvað barnafjöldann varðar.“ Á eftir að sakna Grundarfjarðar Anna segist frá upphafi hafa kunn- að vel við sig í Grundarfirði. „Ég hef sagt það við alla sem heyra vilja að Grundfirðingar kunni mjög vel að taka á móti fólki. Andinn hérna er þannig að það er gott að koma inn í þetta samfélag. Hérna er margt yndislegt fólk sem við höfum kynnst og tengst. Við eigum eft- ir að sakna þess og nú verður það undir okkur sjálfum komið hvað við verðum dugleg að rækta tengsl- in,“ segir Anna. Spurð um þátttöku í félagsmálum segist hún hafa tekið talsverðan þátt í starfi golfklúbbs- ins Vestarrs en lítið hafi farið fyr- ir spilamennskunni hjá sér. Þá sé hún mikil lionsmenneskja og þetta árið er hún gjaldkeri í Lionsklúbbi Grundarfjarðar. „Hér er mjög öfl- ugur lionsklúbbur þar sem félögum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin og við erum nú um 35 félagar í klúbbnum. Gott að hafa val á mismunandi skólum Einnig segist Anna hafa starfað þó nokkuð að málum sem tengjast skólastjórastarfinu, það er mennta- málunum. „Ég var meðal þeirra sem beitti sér fyrir því að félags- og skólaþjónusta yrði efld á Snæfells- nesi. Okkur þótti skrifstofan fyrir Vesturland sem staðsett var í Borg- arnesi ekki þjóna okkur nógu vel, sérstaklega var það sálfræðiþjón- ustan sem okkur fannst á skorta. Við náðum því í gegn að stofnuð var félags- og skólaþjónusta fyrir Snæfellsnes í Snæfellsbæ og hefur sú breyting reynst vel. Þá var ég í hópi sem beitti sér fyrir því að byrj- að var með dreifnám hér í Grund- arfirði. Sú framhaldskennsla var til húsa í kjallara íþróttahússins og þar voru nemendur í sambandi í gegn- um tölvur sínar við kennara hingað og þangað. Það má segja að þetta hafi verið vísirinn að stofnun Fjöl- brautaskóla Snæfellinga og þeirri námstækni sem þar er beitt, það er að grunni til upplýsingatækni. Við höfum lagt áherslu á þannig nám í okkar skóla. Það er að mínu mati frábært að hafa val milli mismun- andi skóla og mismunandi náms- framboðs,“ sagði Anna Bergsdóttir að endingu. þá Grundfirðingar kunna mjög vel að taka á móti fólki -segir Anna Bergsdóttir fráfarandi skólastjóri grunnskólans Anna Bergsdóttir er að hætta skólastjórn í Grundarfirði að loknu 17 ára starfi. Að veiðum í Norðurá. Drengurinn er orðinn 92 ára gamall Áttatíu ára saga, sem tengist stærsta laxi sem veiðst hefur í Norðurá, rifjuð upp Dr. Sturla Friðriksson með frændum Geoffrey Aspinall. Sturla hefur ekki hitt neinn með þessu eftirnafni í nærri 80 ár. Geoffrey Aspenal með laxinn stóra árið 1934. Fiskurinn var 36 pund og hefur ekki nú, 80 árum síðar veiðst stærri fiskur í ánni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.