Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Byggingarmannvirki, lagnir, stálsmíði og rafbúnaður: Útboðsverkið fellst í tengingu gufuveitu frá borholum í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun. Byggja skal skiljustöð 4, sem samanstendur af skiljum og dæluhúsi við Hverahlíð, og lagningu gufuaðveitulagnar (DN1000) og skiljuvatnsaðveitulagnar (DN600) frá Hverahlíð og að Hellisheiðarvirkjun. Verkkaupi gerir kröfu um lágmarks meðalveltu og eiginfjárstöðu bjóð- enda síðustu þrjú ár, sjá nánar í útboðsgögnum. Verkkaupi býður væntanlegum bjóðendum til kynningarfundar og vettvangsskoðunar sem hefst í kynningarrými stöðvarhúss Hellisheiðar- virkjunar miðvikudaginn 2. júlí, kl. 13:00. Verklok eru í síðasta lagi 30. júní 2016. Aðrir skiladagar eru nánar skilgreindir í útboðsgögnum. Útboðsgögnin verður hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu OR http://www.or.is/um-or/utbod frá og með þriðjudeginum 24. júní 2014. Verkinu er nánar lýst í útboðsgögnum ONV 2014/01 Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilboð verða opnuð hjá Orku náttúrunnar ohf. að Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, þriðjudaginn 12. ágúst 2014, kl. 13.00. ONV 2014/01 2.06.2014 ÚTBOÐ ORKA NÁTTÚRUNNAR OHF. ÓSKAR EFTIR TILBOÐUM Í ÚTBOÐSVERKIÐ HELLISHEIÐARVIRKJUN 6. ÁFANGI HVERAHLÍÐARLÖGN SK ES SU H O R N 2 01 4 Ljósuganga til minningar um hundrað ár frá útskrift úr Yfirsetukvennaskólanum Helgina 4. - 6. júlí næstkomandi verður svokölluð Ljósuganga geng- in í minningu Guðrúnar Teitsdótt- ur ljósmóður. Guðrún fæddist 1889 og útskrifaðist úr Ljósmæðraskól- anum árið 1914 og á því 100 ára ljósmóðurafmæli í ár. Hún lést þann 17. júní 1978. Konur tengdar Guð- rúnu og fjölskyldu hennar ætla að heiðra minningu hennar með því að ganga sömu leið og hún gekk eft- ir að hún lauk „Yfirsetukvennaskól- anum“ fyrir hundrað árum. Gekk hún frá Borgarnesi að Grænumýr- artungu, sem er fyrsti bær norðan við Holtavörðuheiði, í hríð og lé- legu skyggni, klædd pilsi og dönsk- um skóm. Þangað var hún sótt á hesti en áfangastaðurinn var heim- ili hennar, Kringla í Austur - Húna- vatnssýslu. Ljósugangan hefst við Hyrnuna í Borgarnesi föstudaginn 4. júlí og er mæting kl. 8:00. Gangan hefst kl. 8:30 og er fyrsta dagleið alls 35 km þar sem gengið verður að Bif- röst. Önnur dagleið verður geng- in á laugardeginum, frá Bifröst að Fornahvammi, alls 27 km og hefst gangan kl. 8:30. Þriðja og síðasta dagleiðin hefst kl. 8:30 sunnudag- inn 6. júlí. Gengið verður frá Forna- hvammi að Grænumýrartungu, alls 25 km. Öllum konum, ungum sem öldnum, er velkomið að ganga með og er hægt að koma inn í göng- una hvenær sem er og ganga hluta úr dagleið. Allt eftir því sem hverj- um og einum hentar best. Hvert spor skiptir máli. Konur eru beðnar um að tilkynna þátttöku og áætlaða göngulengd á ljosuganga@gmail. com. Gert er ráð fyrir að allar konur gangi á eigin forsendum hvað varð- ar gistingu, fæði og klæði. Göngu- stjóri er Vala Friðriksdóttir, farar- stjóri hjá Útivist. Hún gerir ráð fyr- ir að hver dagleið taki að meðaltali um tíu klukkustundir, þar sem ekki er ætlunin að fara hratt yfir. Sagð- ar verða sögur frá starfi Guðrún- ar ljósu á leiðinni. Heiðursgöngu- félagar eru Hildur Harðardóttir, yfirlæknir fæðinga- og kvensjúk- dómadeildar LSH og Guðrún Anna Guðmunda Árnadóttir, sem er eina eftirlifandi barn Guðrúnar ljósu. Hún verður 93 ára í ár. Í tilefni göngunnar ætlar göngu- hópurinn að safna áheitum. Þau munu renna óskipt til LÍF, styrkt- arfélags Kvennadeildar Landspítal- ans. Hægt er að leggja inn upphæð að eigin vali inn á eftirfarandi reikn- ing og merkja innleggið LJÓS- UGANGA. Áheit verða notuð til góðs í nafni Guðrúnar Teitsdótt- ur. Bankanúmer: 515-14-411000, kennitala 501209-1040. Þá er einn- ig er hægt að hringja í síma 907- 1115 og styrkja verkefnið um 1.500 kr. Nánari upplýsingar um göng- una má finna á facebook síðu henn- ar undir nafninu Ljosuganga. grþ Hjónin Guðrún Teitsdóttir ljósmóðir og Árni Kristófersson í Árnesi. Ljósm. Ljósmyndasafn Skagastrandar. Kort af hinni 87 km gönguleið sem gengin verður í Ljósugöngunni. Opið alla helgina Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Góða skemmtun á Írskum dögum! Mikið magn rauðra háralita fáanlegt Ekki örvænta þótt þú sért ekki rauðhærðasti Íslendingur í heimi Afgreiðs lutímar: Virka dag a 9–18 Laugarda ga 10–14 Sunnudag a 12–14

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.