Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Sumarlesari vikunnar Nú eru skráð 126 börn í sumar- lestrinum á Bókasafni Akraness. „Við viljum minna á að ennþá er hægt að taka þátt,“ segja starfs- menn þar. En hér er sumarles- ari vikunnar: Nafn: Agnes Mist Flosadóttir Aldur: 8 ára Hvenær lestu? Bara einhvern tímann Áttu uppáhalds bók? U, já það er Skúli skelfir Áttu einhvern uppáhalds höf­ und? Nei Hvaða bók lastu síðast? Dep- ill í London Viltu mæla með einhverri bók fyrir aðra krakka að lesa? Já, Skúli skelfir Í hvaða skóla ertu? Brekkó Áttu einhver önnur áhuga­ mál? Teikna, perla og lesa. Tónlistar- og áhugaleikkonan Guð- rún Lára Pálmadóttir var valin bæj- arlistamaður Snæfellsbæjar 2014 af lista- og menningarnefnd Snæfells- bæjar. Guðrún Lára spilar á nokkur hljóðfæri og hefur lært söng. Hún hefur sungið með mörgum kórum ásamt því að hafa komið fram sem einsöngvari og trúbador. Hún hefur einnig lagt stund á leiklist um langa hríð. Guðrún Lára hefur haldið fjölda tónleika á Snæfellsnesi ásamt því að hafa stigið á svið í söng- og leikskemmtunum á Snæfellsnesi undanfarin ár. Hún er umhverfis- og auðlindafræðingur að mennt og starfar nú sem ferðaskipuleggjandi á Hellissandi, þar sem hún býður upp á göngu- og fræðsluferðir. Varð hálf feimin Gunna Lára segir í samtali við Skessuhorn að það hafi komið henni skemmtilega á óvart að hafa verið valin bæjarlistamaður Snæ- fellsbæjar. Hún segir heilmikið lista- og menningarlíf í Snæfellsbæ og að margir hefðu verið vel að titl- inum komnir. „Ég var hálf feim- in við fyrstu fréttir því ég hafði sjálf ekki skilgreint sjálfa mig sem listamann. Ég hef mest haft starf við annað og stundað listina sem áhugamál að mestu leyti. En þeg- ar maður hugsar út í það eru eflaust mjög margir listamenn á þeim stað að vinna við annað til að hafa efni á að stunda list sína.“ Hún hefur einnig brennandi áhuga á umhverfismálum og valdi að mennta sig á því sviði en hefði allt eins getað hugsað sér að leggja fyr- ir sig tónlist eða leiklist. Hún segir tilnefninguna vera mikla hvatningu til að sinna listinni meira. „Ég hef verið að grípa í að semja lög und- anfarna mánuði með það fyrir aug- um að gefa út plötu. Þetta verður til þess að ég set enn meiri kraft í það. Vill halda áfram að þroskast og þróast sem listamaður Rætt við Guðrúnu Láru Pálmadóttur ferðaskipuleggjanda og bæjarlistamann Snæfellsbæjar Að vísu geng ég líka með skáldsögu í maganum sem mig langar að skrifa, það er aldrei að vita nema ég leggi í það. Svo eru einnig uppi hugmynd- ir um að stofna leikfélag hér í haust sem myndi starfa í Frystiklefanum í Rifi og ég ætla mér að taka þátt í því og ef til vill stíga á svið næsta vet- ur,“ segir Gunna Lára. Hún bætir því við að hún og Fanney Kristjáns- dóttir söngkona og vinkona henn- ar úr Aðaldal hafi nýlega stofnað bandið Kvenfélagið Skjónu. „Við ætlum meðal annars að koma fram á Sandara- og Rifsaragleðinni núna í júlí og stefnum svo á frekara tón- leikahald. Það verður spennandi að sjá hvernig bandið þróast en við flytjum lög eftir okkur og aðra í takttegundum íslenska hestsins.“ Forréttindi að búa við þjóðgarðsmörkin Gunna Lára er fædd í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Um tví- tugt fluttist hún norður í Aðaldal í Suður - Þingeyjarsýslu. Þar bjó hún í ellefu ár en stundaði þá einn- ig nám á Hvanneyri og einn vetur í Bandaríkjunum. „Eftir að ég flutti að norðan kom ég við í Reykjavík í nokkur ár á meðan ég var í námi við Háskóla Íslands í umhverfis- og auðlindafræði. Ég flutti á Snæfells- nesið 2006 þegar mér bauðst starf í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli,“ rifj- ar hún upp. Gunnu Láru líkar vel á nesinu og festi því fljótlega kaup á fasteign þar. „Mér finnst frábært að búa á Snæfellsnesi. Hér er gott fólk og skemmtilegt mannlíf og nátt- úrufegurðin auðvitað alveg einstök. Það er hún sem dró mig hingað og það er mér mjög mikilvægt að búa í nálægð við náttúruna. Ég bý á Hell- issandi og hér er ég rétt við þjóð- garðsmörkin, með Snæfellsjökulinn út um stofugluggann og Krossavík- ina rétt við húsgaflinn. Ég lít í raun á það sem forréttindi að geta búið á slíkum stað og líkar það svo vel að ég keypti mér fljótlega hús hérna í bænum. Það er eitt af elstu hús- unum sem enn standa hér, heitir Blómsturvellir og er byggt 1913,“ segir Gunna Lára. Skemmtilegast að vera sýningarstjóri hjá Eddu Gunna Lára hefur komið víða við bæði í tónlist og leiklist í gegn- um ævina. Hún byrjaði í tónlistar- skóla fimm ára gömul og var í tón- listarnámi til 16 ára aldurs. Seinna lærði hún klassískan söng í nokkur ár. „Ég byrjaði að stunda leiklist í Aðaldalnum með Leikfélaginu Bú- kollu 1995. Þá fékk ég leiklistar- bakteríuna og fór á nokkur leiklist- arnámskeið. Ég hef síðan leikið með nokkrum öðrum leikfélögum, með- al annars Leikfélaginu Sýnir, Hug- leik og Leikfélagi Ólafsvíkur. Þegar ég bjó í Reykjavík og var í háskóla- náminu þá starfaði ég sem tækni- maður, við leikmunagerð, sviðs- stjórn og sýningarstjórn o.fl. aðal- lega í Borgarleikhúsinu, í Íslensku óperunni og hjá Eddu Björgvins- dóttur. Það er einhver skemmtileg- asta vinna sem ég hef verið að vera sýningarstjóri hjá Eddu, ég vann með henni í hátt í 100 sýningum á Brilljant skilnaði,“ segir Gunna Lára. Hún hefur sjálf samið töluvert af lögum og textum en aðeins gefið út eitt lag. Á tónleikum flytur hún þó alltaf eitthvað frumsamið ásamt tónlist eftir aðra í bland. Í dag kem- ur Gunna Lára fyrst og fremst fram sem trúbador. „Ég er alltaf með gít- arinn, þó ég spili einnig á hljóm- borð og semji á það líka. Ég byrjaði samt ekki að koma fram sem trúba- dor fyrr en fyrir tæpum sjö árum. Ég „kom út úr skápnum“ í fertugs- afmælinu mínu sem slík. Það má eiginlega segja að Svavar Knútur, stórvinur minn og trúbador með meiru, sem spilaði í afmælinu mínu eigi stærstan þátt í því að ég fór þá leið. Hann hvatti mig mikið til dáða og kom hérna vestur skömmu eft- ir afmælið og spilaði með mér á fyrstu tónleikunum mínum á Hót- el Hellissandi. Ég hef síðan svona smám saman verið að færa mig upp á skaftið og finna mína fjöl í tónlist- inni og mína rödd. Ég held reyndar að það sé ferli sem heldur stöðugt áfram. Maður heldur alltaf áfram að þroskast og þróast sem listamað- ur,“ útskýrir Gunna Lára. Datt í hug að bjóða fólki með Í dag starfar Gunna Lára sem ferða- skipuleggjandi á Hellissandi þar sem hún býður upp á gönguferðir fyrir ferðamenn. „Við göngum frá tjaldstæðinu og Hótel Hellissandi á morgnana um bæinn, þar sem ég segi frá sögu hans og helstu kenni- leitum. Sagan er löng og merki- leg því Hellissandur er að líkind- um eitt elsta þorp landsins, byrjaði að myndast fljótlega upp úr land- námi. Svo geng ég með fólkinu út í Krossavík, sem er rétt við bæinn. Hún er sérlega falleg, rík af sögu, fuglalífi og náttúru almennt. Ég segi ferðamönnum líka frá helstu þjón- ustu sem er í boði hér og í nágrenn- inu og sest gjarnan niður með þeim eftir gönguna með kort og bendi á hvað er markverðast að skoða hér í þjóðgarðinum og á Snæfellsnesi. Ég bæti svo stundum við fróðleik um land, þjóð og náttúrufræði eft- ir því hver áhugi gestanna er hverju sinni. Ég spila þetta oftast af fingr- um fram.“ Gunna Lára hefur geng- ið mikið um svæðið en hún er mik- ill náttúruunnandi og fuglaáhuga- manneskja. Hún hefur setið kúrs við HÍ í fuglafræði og fylgst með fuglalífinu í Krossavík og þar um kring síðan hún flutti vestur. „Sjálf hef ég farið nánast daglega í göngu- ferðir í Krossavíkinni og þekki orð- ið hverja þúfu hér í kring. Eftir að ég missti starfið mitt hjá Umhverf- isstofnun í vor vegna niðurskurð- ar þá datt mér í hug að prófa að bjóða fólki með mér í gönguferð- irnar og ákvað að fara þá hring um bæinn líka. Ég komst að því fljót- lega að ég þyrfti að verða mér úti um ferðaskipuleggjandaleyfi þann- ig að þá ákvað ég að gera þetta af alvöru. Nú er ég til dæmis búin að setja upp vefsíðu á gunna.is þar sem ég kynni morgungöngurnar og fleira sem ég hyggst bjóða upp á.“ Hingað til hafa einungis erlend- ir ferðamenn komið með í göng- urnar. Hún segir gestina hafa ver- ið ákaflega jákvæða og skemmti- lega og að sumir hafi jafnvel viljað borga meira en uppsett verð fyrir. „Viðbrögðin eru því alveg frábær og þetta er alveg stórskemmtileg vinna. Einnig hefur margt heima- fólk lýst mikilli ánægju með þetta framtak og Smári Lúðvíksson færði mér m.a. stórmerkilegar teikning- ar sem hann gerði af öllum hús- um sem vitað er um að staðið hafi á Hellissandi og nágrenni, bátalend- ingum og gömlu höfninni í Krossa- vík og þeirri útgerðarstarfsemi sem stunduð var þar milli 1922-1976. Ég hef sjálf lært heilmikið um svæðið á þessu og mikill fengur að því að geta fræðst af þeim sem hér hafa alist upp eða búið lengi,“ segir hún. Hver ganga er þriggja til fimm kílómetra löng og tekur um 1,5 - 2 klst. Gunna Lára fer alla morgna þegar veður leyfir en þarf að vera í burtu vikuna 2. - 8. júlí. Ýmislegt á prjónunum Gunna Lára segir ýmislegt vera á prjónunum bæði í listinni og ferða- mennskunni. Hún kemur fram með Kvenfélaginu Skjónu og Drengja- kór íslenska lýðveldisins á Sand- ara- og Rifsaragleðinni 11. - 13. júlí og tekur svo þátt í leiksýningum í Frystiklefanum sömu helgi. „Svo er ég að semja lög fyrir Skjónu og fyrirhugaða sólóplötu. Mig langar að halda tónleikaröð í haust, bæði hér heima á Snæfellsnesi og jafn- vel víðar. Svo er skáldsagan að gerj- ast einhversstaðar í kollinum líka. Ég fékk einnig það skemmtilega verkefni að leiðbeina á þriggja daga náttúruljósmyndanámskeiði fyrir börn og unglinga í júlí ásamt Stef- áni Ingvari Guðmundssyni áhuga- ljósmyndara,“ útskýrir hún. Gunna Lára mun að auki halda galvösk áfram með gönguferðirnar þegar hún kemur til baka úr sumarfríinu, þann 9. júlí. „Ég er einnig að velta fyrir mér að bjóða upp á dagsferðir um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul eft- ir pöntunum, ásamt sérferðum sem eru sniðnar að þörfum og áhuga hvers og eins. Auk þess er að ég að íhuga að bjóða upp á stofutónleika. Þá hef ég einnig tekið að mér verk- efni í vefsíðugerð og bæti ef til vill við mig á því sviði þegar hægist um í gönguferðunum,“ segir fjölhæfi bæjarlistamaður Snæfellsbæjar að lokum. grþ /Ljósm. af. Gunna Lára býður meðal annars upp á morgungöngur um Hellissand og Krossa- vík, þar sem fjölbreytt fuglalíf er. Hér er hún við tjaldshreiður með eggjum. Guðrún Lára Pálmadóttir er bæjarlistamaður Snæfellsbæjar 2014.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.