Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Fjórtán verkefni fengu fyrr í vik- unni umhverfisstyrki úr Samfélags- sjóði Landsbanka Íslands. Sex verk- efni hlutu 500 þúsund krónur hvert og átta verkefni 250 þúsund krónur, samtals fimm milljónir króna. Um- hverfisstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar og dómnefnd leitast við að velja metnaðarfull verkefni sem hafa skýra þýðingu fyrir íslenska náttúru og vistkerf- ið. Meðal þeirra sem hlutu hálfrar milljónar króna styrk er K. Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum í Skorra- dal. Styrkinn fær hún til þróunar á búnaði til forvarna vegna mögu- legra gróðurelda á sumarhúsasvæð- inu í Fitjahlíð. mm Ólafur Adolfsson lyfsali og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi var á dögunum kjörinn formaður bæj- arráðs og fulltrúi Akraneskaupstað- ar í stjórn Faxaflóahafna. Flokkur- inn fékk eins og kunnugt er naum- an meirihluta í bæjarstjórn með fimm af níu bæjarfulltrúum í sveit- arstjórnarkosningunum og mynd- aði meirihlutasamstarf með Bjartri framtíð. Blaðamaður Skessuhorns tók Ólaf tali á dögunum og forvitn- aðist meðal annars um helstu verk- efni og úrlausnarmál nýrrar bæjar- stjórnar. Tækifærin í höfninni „Þetta er allt að mjakast af stað. Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn er nýlega afstaðinn og það hefur ver- ið haldinn einn fundur í bæjarráði,“ segir Ólafur um upphaf starfsins á nýju kjörtímabili. „Við erum með fullt af verkefnum. Ég er spennt- astur fyrir því sem snýr að atvinnu- málum. Við höfum mörg tæki- færi í höfninni og svo eru auðvi- tað mikil atvinnutækifæri á Grund- artanga. Þar mun vonandi nýtt há- tækni framleiðslufyrirtæki rísa og við sjáum mikil tækifæri í því, ásamt þeim fyrirtækjum sem þar eru fyr- ir. Við viljum fá meira líf í höfnina. HB Grandi hefur lýst yfir vilja til að auka umsvif sín á Akranesi og fögn- um við því. Hér eru einnig tækifæri í haftengdri ferðaþjónustu. Þetta mun vonandi laða að fólk og fyrir- tæki sem styrkir rekstur bæjarins,“ útskýrir Ólafur. Hann segir einnig að nýkjörin bæjarstjórn vilji leggja áherslu á að fegra bæinn. „Sérstak- lega neðri Skagann. Þar bíða fjöl- mörg verkefni allt frá Stillholti og niður úr. Það tókst mjög vel til með Akratorg og er það nú sannarlega orðið bæjarprýði. Við viljum halda áfram með það verkefni að fegra í kringum okkur og erum að leita fjármuna til þeirra verkefna. Við- ræður eru í gangi við Íbúðalánasjóð um að sjóðurinn sinni viðhaldi og fegrun þeirra fjölmörgu eigna sem hann á hér á Akranesi eða bjóði þær ella til sölu á raunhæfu verði. Bæjarstjórinn hefur átt í viðræðum við Íbúðalánasjóð um þessi mál og við munum áfram þrýsta á um að lausnir verði fundnar.“ Halda viðræðum við íbúa áfram Í skipulagsmálum segir Ólafur að Sementsreiturinn sé aðalverkefni nýs kjörtímabils. Hann segir að það sé spennandi að tengja reitinn hafn- arsvæðinu, miðbænum og Langa- sandi með einhverjum hætti. „Það þarf að halda áfram viðræðum við íbúa á Akranesi um framtíðarskipu- lag á Sementsreitnum. Við eigum eftir að finna út úr því hvernig því samráði verði best fyrirkomið. Að auki stendur bæjarstjórnin frammi fyrir öðrum áskorunum, meðal annars í skólamálum. „Við erum með tvo nær fulla grunnskóla hérna í bænum. Ef uppbygging á Grund- artanga gengur eftir og veruleg fjölgun íbúa verður á Akranesi þarf að hraða ákvörðunum í skólamál- um. Einnig eru málefni fólks með fötlun á viðkvæmu stigi og unnið að úrbótum í þeim málaflokki.“ Ólafur segir ekkert óvænt hafa dottið inn á borð eftir kosning- arnar. Það séu því helst þessi áður- nefndu málefni, sem voru efst á baugi í kosningabaráttunni, sem séu til umræðu hjá bæjarstjórninni. „En við þurfum einnig að gæta ákveð- inna hagsmuna í málum sem snúa að landsstjórninni. Það er til dæm- is ekki búið að ákveða hvar sýslu- manns- og lögreglustjóraembætt- in verða staðsett í landshlutanum. Það er skýlaus krafa okkar Skaga- manna að lögreglustjóraembætt- ið verði staðsett á Akranesi enda langfjölmennasta sveitarfélagið á Vesturlandi og hefur þeim skila- boðum verið komið á framfæri við Styrkþegar og fulltrúar Landsbankans þegar umhverfisstyrkirnir voru afhentir. Fékk styrk til að þróa áfram slökkvibúnað í Skorradal Mörg verkefni framundan á Akranesi í upphafi nýs kjörtímabils Innanríkisráðuneytið með skýrum hætti.“ Byrjaði snemma að vinna Ólafur Adolfsson er Vestlendingur í húð og hár, borinn og barnfæddur í Ólafsvík. „Ég hef verið hér á Skag- anum meira og minna síðan 1991, með örlitlum hléum. Ég kom hing- að upphaflega til að spila fótbolta en ílengdist hér og hér vil ég vera,“ segir hann. Líkt og margir vita er Ólafur eigandi Apóteks Vesturlands á Akranesi og Reykjavíkur Apóteks. Hann hefur lítið komið að sveitar- stjórnarmálum áður fyrir utan að hann var í starfshópi um atvinnu- og ferðamál hjá Akraneskaupstað á síðasta kjörtímabili. Hann hefur að auki gegnt trúnaðarstöðum á vett- vangi Lyfjafræðingafélagsins. „Þetta leggst vel í mig og ég hef áhuga og ánægju af þessu. Mér hef- ur reyndar oft verið bent á að það sé mikil vinna á mér. Ég er með apótekið hér á Akranesi og annað í Reykjavík. Ég sinni einnig tíma- bundið lyfjaþjónustu HVE.“ Ólaf- ur segist alltaf hafa unnið mikið og hann byrjaði snemma að vinna. „Ég byrjaði sem krakki í salthúsinu í Ólafsvík. Þar vann ég við að skera af skreið en þar var okkur krökkun- um treyst fyrir flugbeittum hníf- um undir vökulum augum gamals höfðingja,“ rifjar hann upp og bros- ir. Þaðan fór Ólafur yfir í flökun og vann þar öll sumur þar til hann var búinn með menntaskólann. „Vinn- an við bæjarmálin er tímafrek ef vanda á til verka, en þetta grund- vallast auðvitað á því að vera með gott og öflugt starfsfólk hjá bæn- um og skilvirka stjórnsýslu,“ segir Ólafur um bæjarstjórnarstörfin. grþ Ólafur Adolfsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.