Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Egilssögu­ göngutúr BORGARNES: Í tilefni af Brákarhátíð hefur starfs- fólk leikskólans Uglukletts í Borgarnesi verið að kynna Egilssögu og víkingatímann. „Við höfum aflað okkur ým- issa upplýsinga um hvern- ig lífshættir víkinganna voru og hvað þeir tóku sér fyrir hendur. Þá lásum við Egils- sögu og fórum í Egilssögu- göngutúr. Við lögðum af stað frá Uglukletti og stoppuðum á ýmsum stöðum í Borgar- nesi þar sem atburðir í Egils- sögu gerast. Á hverjum stað sýndu kennarar leikþætti þar sem brúður voru í hlutverki helstu sögupersóna. Við fór- um til dæmis upp á vatnstank og sáum Borg, heyrðum um það sem gerðist í Sandvík- inni, skoðuðum hauginn í Skallagrímsgarði auk þess sem við fórum að Brákar- sundi og heyrðum um örlög Brákar. Í hádeginu grilluðum við pylsur og hvíldum okkur í Skallagrímsgarði. Við fór- um að lokum á Bjössaróló áður en við héldum til baka í Ugluklett. Egilssögugang- an er skemmtilegur hluti af undirbúningi fyrir Brákarhá- tíð og okkur finnst frábært að geta kynnast menningu okkar á lifandi hátt,“ segir í tilkynningu. -mm Alvarlegt bifhjólaslys HVALFJ:SV: Alvarlegt bif- hjólaslys varð á Akrafjalls- vegi rétt austan við Kjalardal um klukkan 17:30 síðastlið- inn laugardag. Að sögn lög- reglunnar á Akranesi lenti ökumaður bifhjólsins út af veginum í aflíðandi beygju. Hann var fluttur á slysa- deild Landspítalans og er al- varlega slasaður. Maðurinn liggur á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sof- andi í öndunarvél. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir og er málið í rannsókn. -grþ Mógil með tónleika í Vinaminni AKRANES: Hljómsveitin Mógil verður með tónleika í Vinaminni í kvöld, miðviku- dag og hefjast þeir klukkan 20. Hljómsveitin Mógil hef- ur gefið út tvær plötur, ann- ars vegar Ró sem tilnefnd var til íslensku tónlistarverð- launanna 2008 og Í stillunni sem kom út árið 2012. Að- gangseyrir á tónleikana eru 2000 krónur en 1500 krónur fyrir Kalmansvini. –jsb Skessuhorn minnir á sumarhátíð- ir af ýmsu tagi sem framundan eru eða standa yfir, því aldrei er ráð nema í tíma sé tekið. Írskir dagar verða t.d. á Akranesi um næstu helgi sem og Landsmót hesta- manna á Hellu. Það er af nógu að taka. Röð lægða gengur þessa dagana yfir landið með hvassviðri og mikilli úrkomu miðað við árstíma. Heldur kólnar í veð- ur. Á fimmtudag er spáð norðlægri átt, víða 8-15 m/s og rigning, en mun hæg- ari vindur og stöku skúrir suðaustanlan til á landinu. Hiti 8 til 15 stig. Á föstudag verður norðan- og norðaustan 8-15 m/s, hvassast hér vestantil á landinu. Súld eða rigning, en skýjað með köflum og úr- komulítið suðvestanlands. Hiti 8 til 16 stig. Á laugardag og sunnudag verður ákveðin norðanátt með rigningu, en yfir- leitt þurrt sunnanlands. Hiti breytist lítið. Á mánudag verður minnkandi norðanátt og sumsstaðar skúrir, en rigning norð- vestanlands. Að þessu sinni hvetjum við lesendur til að fylgjast daglega með veð- urspám því þær eiga það til að breytast heilmikið. Að þessu sinni var spurt á vef Skessu- horns: „Stundar þú reglubundna hreyf- ingu eða líkamsrækt?“ Flestir svara því til að þeir geri það stundum, eða 46,5% þeirra sem afstöðu tóku. 31% stund- ar hreyfingu reglulega allt árið. Loks eru 22,6% sem stunda aldrei líkamsrækt og hreyfingu. Í næstu viku er spurt: Ertu fylgjandi massaferðaþjónustu í þínu sveitarfélagi? Að þessu sinni eru veðurfræðingar Vest- lendingar vikunnar. Þeim er vorkunn, eiga erfitt með að gera öllum til hæfis. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Lögreglan í Borgarfirði og Döl- um var sl. fimmtudagsmorg- un kölluð að Munaðarnesi. Til- efni útkallsbeiðni var að maður í annarlegu ástandi hafði brotist inn í gröfu sem lagt hafði verið á staðnum og byrjað að vinna á henni. Í ljós kom að viðkomandi hafði einnig átt við vörubíl. Við nánari skoðun kom í ljós að sam- kvæmi hafði farið fram í orlofs- húsi í skóginum þar sem bæði fíkniefna og áfengis hafði ver- ið neytt. Að sögn lögreglu hafði mikið gengið á um nóttina, ýmis- legt skemmt í húsinu og ástand- ið í samræmi við neyslu. Þá fund- ust fíkniefni við leit í húsinu. Rann- sókn leiddi í ljós að þrír ein- staklingar höfðu átt hlut í sam- kvæminu. Einn hafði flúið sam- kvæmið um morguninn illa til reika og húkkað sér far í Borg- arnes og þaðan til Reykjavíkur. Einn var handtekinn og færður til yfirheyrslu en sá þriðji slapp og hefur ekki sést til hans síð- an. Lögreglan á frekar von á því að viðkomandi hafi einnig feng- ið far af staðnum. Lögregla tel- ur málið upplýst og tekur jafn- framt fram að það voru ekki unglingar sem áttu í hlut. mm Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra hefur tekið ákvörðun um heildarafla til- tekinna fisktegunda fyrir næsta fisk- veiðiár, 2014/2015. Ráðherra fylgir tillögum Hafrannsóknastofnunn- ar um ráðlagðan heildarafla í öllum tegundum. Þannig verður kvótinn í þorski 218 þúsund tonn og ýsu 30,4 þúsund tonn svo dæmi séu tekin. „Mér finnst mikilvægt að viðhalda orðspori okkar meðal fiskveiðiþjóða og á markaðssvæðum sem sjálfbær nýtingarþjóð sem byggir ákvarðanir sínar á vísindum. Mér finnst einn- ig mikilvægt að við tryggj- um sem best gæði og getu til rannsókna. Því kalla ég eftir samstarfi og samráði vísindamanna og sjómanna því reynsla sjómanna stang- ast stundum á við niður- stöðu vísindanna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Ástand nytjastofna á Ís- landsmiðum er gott, eins og fram kemur í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar. Ráðgjöf stofnunarinnar í þorski, ýsu, ufsa og gull- karfa tekur mið af langtímanýting- arstefnu. Aflaregla í þorski er nú að renna sitt skeið, en umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lögum samkvæmt skipað samráðsnefnd um mótun langtímanýtingarstefnu fyrir fiskistofna til að fjalla um nýja afla- reglu. Samráð verður haft við hags- munaðila við endurskoðun aflaregl- unnar, segir í tilkynningu ráðuneyt- isins. Loks er gert ráð fyrir að út- flutningsverðmæti sjávarafurða næsta fiskveiðiárs verði sambærilegt við yfirstandandi ár. mm/ Ljósm. úr safni: af. Þriðja af fjórum strandveiðitíma- bilum sumarsins hófst á miðnætti Nýr Guðmundur Jensson SH kom til Ólafsvíkur á fimmtudagskvöldið. Eigandi skipsins er útgerðarfélag- ið Guðmundur ehf. en félagið var búið að hafa makaskipti við útgerð- arfélagið Blikaberg í Hafnarfirði, á minni báti sem félagið átti. Nýi Guðmundur Jensson SH hét áður Markús HF. Er hann 242 brúttó- tonn að stærð og smíðaður í Nor- egi árið 1968. Aðalvélin er Cater- pillar og vélarafl 526 kW. Báturinn hefur að undanförnu verið í slipp í Skipavík í Stykkishólmi, þar sem fram fóru ýmsar lagfæringar. Var hann málaður auk þess sem straum- mælir og fjölgeislatæki var sett um borð. Mun Guðmundur SH fara á makrílveiðar í byrjun júlí og síðar á dragnót. af Eignatjón í kjölfar neyslu og óláta í Munaðarnesi Örn SI frá Ólafsfirði kominn alla leið í Breiðafjörðinn til að ná í makríl. Nýtt strandveiðitímabil hafið 1. júlí sl. Mikið kapp var að venju hjá sjómönnum strandveiðiflotans að komast út. Vegna slæmrar veð- urspár fóru allmargir strandveiði- bátar á sjó strax á miðnætti, til að vera á undan veðrinu eins og einn sjómaðurinn tók til orða. Magnús Snorrason og tengda- sonur hans Ævar Þrastarson á Bjarna Jó SH frá Rifi fóru á sjó fyrir allar aldir. Þegar meðfylgj- andi mynd var tekin, um hánótt, lét Magnús ekki vel af aflabrögðum og sagði þó brosandi að venju: ,,Þú færð mynd af eina fiskinum sem við höfum fengið enn sem komið er.“ Afli bátanna var mjög misjafn þennan fyrsta dag. Makrílkrókabátarnir máttu einn- ig hefja veiðar í gær, 1. júlí. Sama var þar uppi á teningnum og hjá strand- veiðibátunum að fara snemma út áður en hvessa tæki. Magnús Em- anúelsson á Manga frá Búðum var sáttur þegar Skessuhorn hafði sam- band við hann rétt eftir miðnætt- ið. „Ég er kominn með 500 kíló af stórum og flottum makríl,“ sagði Magnús, „það lóðar vel eins og er.“ Nánar er rætt við Magnús á öðrum stað í Skessuhorni í dag. af Ævar Þrastarson og Magnús Snorri á Bjarna Jó SH frá Rifi. Leyfilegur heildarafli sami og ráðgjöf Hafró Nýr Guðmundur Jensson SH 717 kominn til Ólafsvíkur Illugi Jónasson skipstjóri og faðir hans Jónas Gunnarsson útgerðarmaður. Guðmundur Jensson SH að koma til hafnar í Ólafsvík fánum skreyttur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.