Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 SK ES SU H O R N 2 01 4 Skemmtilegri fimmtudagar á Aggapalli! 3. júlí kl. 15.00 - 17.30: Heimagert límonaði og blöðrur í boði Fjöliðjunnar. Skemmtilegt uppistand um kl. 17.00 10. júlí kl. 17.00: Þóra Gríms sagnaþula segir sögur 17. júlí kl. 17.00: Sjávarperlur. Þórður Sævarsson og Valgerður Jónsdóttir flytja tónlist tengda hafinu 24. júlí kl. 17.00: Kjartan Trausti les ljóð sín Frábær útistemning á Aggapalli! Norðurálsvöllur Pepsideild kvenna ÍA – Breiðablik Þriðjudaginn 8. júlí kl. 19.15 Allir á völlinn SK ES SU H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er MODEL Fyrstu nemendur Menntagáttar útskrifaðir Fimmtudaginn 5. júní var útskrif- aður hjá Símenntunarmiðstöð Vest- urlands fyrsti hópurinn úr námleið- inni Menntastoðir. Um er að ræða undirbúningsnám fyrir Háskóla- gáttina á Bifröst, Háskólabrú Keil- is og frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Einnig er mögulegt að fá námið metið inn í framhalds- skóla allt að 50 einingum. Námið í Menntastoðum hentar vel fyrir þá sem eiga stutta fomlega skólagöngu að baki og/eða hafa ekki stundað nám í langan tíma. Er það því góð- ur undirbúningur til að koma sér af stað í námi á ný og undirbúa næstu skref að settu markmiði eða draumi um nám eða starf sem ekki hefur verið uppfyllt. „Við hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands fórum þá leið að kenna Menntastoðir í svokölluðu dreif- námi sem þýðir að námið er blanda af staðlotum og fjarnámi þar sem nemendur fá námsefnið í gegnum kennslukerfið Moodle og svo hitta þeir kennara og aðra nemendur einu sinni í mánuði í staðlotum. Með því að bjóða upp á þannig kennsluað- ferð erum við að miða kennslu að þörfum fullorðinna nemenda og koma til móts við nemendur með þeim sveigjanleika sem þeir þurfa til að ná markmiðum sínum,“ segir Helga Lind Hjartardóttir verkefna- stjóri hjá Símenntun Vesturlands og Náms- og starfsráðgjafi. „Nú í vor útskrifuðum við 14 nemendur úr fullu námi í Mennta- stoðum og fimm til viðbótar með hlutaútskrift. Nemendur í Mennta- stoðum fá ráðgjöf frá náms- og starfsráðgjafa á meðan á náminu stendur og einnig hvað framhaldið varðar og mikið er lagt upp úr því að efla sjálfstraust nemenda á meðan á náminu stendur. Stærsti hluti hóps- ins sem útskrifaðist núna ætlar sér í undirbúningsnám fyrir nám í há- skóla og aðrir setja stefnuna á fram- haldsskólanám. Það verður mjög spennandi að fá að fylgja hópnum eftir í framtíðinni, enda stóðu nem- endur sig með eindæmum vel og voru við útskrift fullir tilhlökkun- ar að takast á við næstu skref,“ seg- ir Helga Lind. Hún bætir því við að Menntastoðir fara af stað aftur í haust með sama sniði og verður kynnt í ágúst. mm Kirkjubraut 11 / 300 Akranesi / www. gamlakaupfelagid.is / 431-4343 Írskir dagar 2014 3. - 6. júlí Föstudagskvöldið 4. júlí dj RED Róbertsson ásamt félögum FRÍTT inn og allir glaðir Laugardagskvöldið 5. júlí ásamt hljómsveit miðaverð kr. 1.500 Fimmtudagskvöldið 3. júlí Leitin að partýljóninu 2014 hefst kl 21:00 FRÍTT inn 50.000 kr. verðlaun í boði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.