Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Freisting vikunnar Fátt er betra á sólríkum sumar- dögum en grillmatur. Kjúklinga- bringur eru góðar á grillið og kærkomin tilbreyting frá pylsum, hamborgurum og öðru grillkjöti. Þær eru ótrúlega léttar, safarík- ar og bragðgóðar, sé rétt haldið á spöðunum. Ekki er mælt með því að taka bringuna beint úr pakkn- ingunni og henda henni á grill- ið. Hún þarf smá undirbúning og besta aðferðin við að grilla kjúk- lingabringu krefst þess að hún sé látin marinerast þannig að hún verði safarík og mjúk. Fyrsta skrefið er að snyrta bringurnar. Fjarlægja fitu og sin- ar og reyna að snyrta þær þann- ig að þær verði svipaðar að þykkt. Því næst skal skera litlar raufar varlega í hverja bringu en passa að þær fari alls ekki í gegnum kjöt- ið. Þetta er gert til að kjötið mar- inerist betur, eldist jafnar og líti betur út. Því næst eru bringurnar látnar marinerast í ísskáp í nokkr- ar klukkustundir. Góður tími er að láta þær liggja í kryddlegi í 6 - 8 klukkustundir, jafnvel lengur en helst ekki styttra en fjóra tíma. 4 kjúklingabringur 1 -2 pressuð hvítlauksrif 2 msk. ólífuolía eða önnur grænmetisolía 4 msk. tómatsósa 1 msk. hunang 1. msk. paprikuduft svartur pipar og salt. Hrærið hvítlauknum saman við olíuna, tómatsósuna, hunangið og kryddið. Látið liggja í kryddleg- inum í a.m.k. fjórar klukkustund- ir. Áður er kjúklingurinn er sett- ur á grillið er gott að láta hann ná stofuhita. Hitaðu svo grillið að miðlungshita og grillið bringurn- ar í 10 - 20 mínútur. Snúið bring- unum á nokkurra mínútna fresti og grillið þar til kjúklingurinn er farinn að brúnast og orðinn þétt- ur viðkomu en ekki harður. Mik- ilvægt er að ofgrilla bringurn- ar ekki, því þá verða þær þurrar. Gott er að grilla þær þar til þær eru hér um bil tilbúnar, taka þær þá af grillinu og vefja þeim snögg- lega inn í álpappír og klára eld- unina þannig í álpappírnum - ekki á grillinu. Það tryggir að bring- urnar verða meyrar og safaríkar. Berið fram með hverju sem hug- urinn girnist! Grillaðar og kryddlegnar kjúklingabringur Orka náttúrunnar (ON) hefur í sam- starfi við N1 sett upp nýja hrað- hleðslustöð í Borgarnesi þar sem ökumenn rafbíla geta nú sótt sér snögga áfyllingu á bílinn. Stöðin sem stendur við N1 er sjöunda stöðin af tíu sem ON opnar á Suður- og Vest- urlandi og sú fyrsta sem stendur við þjóðveg númer eitt. Fyrirhugað er að setja upp stöðvar í uppsveitum Suðurlands og í miðborg Reykjavík- ur. Eiríkur Hjálmarsson upplýsinga- fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur segir fyrstu hraðhleðslustöðina hafa ver- ið opnaða í vor. „Svo hafa þær verið opnaðar hver á fætur annarri. Flest- ir eigenda rafbíla eru á höfuðborg- arsvæðinu og hefur það ráðið stað- setningum stöðvanna. Með uppsetn- ingu þessara stöðva er verið að reyna að auka drægi bílanna og þannig að auðvelda fólki að komast út úr borg- inni.“ Eiríkur segir flesta rafbíla geta nýtt þessar hleðslustöðvar og styttri tíma taki að hlaða bílinn á þeim en heima fyrir. „Það tekur um 20 mín- útur að ná allt að 80% hleðslu í hrað- hleðslustöð en það tekur um þrjá til fjóra tíma heima. Reynslan hér og erlendis sýnir þó að flestir hlaða bíl- inn yfir nótt,“ segir Eiríkur. Ódýrari rekstur María Thors rafbílaeigandi vígði hraðhleðslustöðina í Borgarnesi síð- astliðinn mánudag þegar hún setti fyrstu áfyllinguna á bíl sinn. María hefur farið sinna ferða á rafmagnsbíl frá 2007. „Ég valdi þann kost til að forðast útblástur og önnur umhverf- isáhrif sem aðrir bílar valda. Rekst- urinn er einnig talsvert ódýrari og orkukostnaðurinn hefur ekki áhrif á ákvarðanir um bíltúra.“ María fagn- ar tilkomu hraðhleðslustöðva og seg- ir þær mikilvægar fyrir marga eig- endur rafbíla. „Það er mikilvægt að geta fyllt á bílinn með skjótum hætti, sérstaklega á lengri leiðum. Helst myndi ég vilja sjá þær við allan hring- veginn. Rafbílanotkun kallar líka á að hægt sé að hlaða bílinn heima við. Ég hef heyrt í fólki sem býr í fjölbýlis- húsum sem segist eiga erfitt með að koma bílnum í samband við raf- magn. Fyrir þá koma hleðslustöðv- arnar sér vel,“ bætir hún við. Mann- virkjastofnun hefur gefið út fræðslu- rit um hleðslu rafbíla og raflagnir. Þá má finna reiknivél þar sem hægt er að bera saman orkukostnað rafbíla og annarra bíla og útblástur gróður- húsalofttegunda á vef Orkusetursins. Tíu nýir rafbílar á mánuði Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. ON fram- leiðir og selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um allt land og rek- ur fjórar virkjanir; jarðvarmavirkj- anirnar á Hellisheiði og Nesjavöll- um og vatnsaflsvirkjanirnar í Anda- kílsá og Elliðaám. Auk rafmagns- framleiðslu framleiða jarðvarma- virkjanirnar heitt vatn fyrir hitaveit- una. Hraðhleðsluverkefni ON er unnið í samstarfi við B&L og Niss- an Europe, sem lögðu hleðslustöðv- arnar endurgjaldslaust til verkefnis- ins. ON sér um uppsetningu þeirra og rekstur. Þetta er tilraunaverkefn- ið til tveggja ára og á meðan tilraun- inni stendur verður hleðslan á stöðv- unum gjaldfrjáls. Frá áramótum hafa bæst að jafnaði tíu rafbílar í hverj- Vinkonurnar Andrea Ósk og Harpa Dögg héldu tombólu í Grundar- firði á dögunum þar sem þær söfn- uðu fyrir vökudeild Landspítalans. Ljósm. Sverrir Karlsson. Sumarstarf Þorpsins á Akranesi, Gaman-saman, lauk á föstudag- inn en það hefur staðið yfir síðan í byrjun júní. Í sumarstarfinu var boðið upp á tómstundastarf í þrjár vikur fyrir börn fædd á árunum 2001 til 2004 og fengu krakkarnir færi á að læra smíðar undir hand- leiðslu fullorðinna á smíðavelli. Var ýmislegt smíðað á námskeiðinu og má þar nefna glæsilega kofa, verk- færakassa og margt fleira. Kofun- um sem krakkarnir byggðu verð- ur að endingu komið fyrir í Garða- lundi þar sem þeir munu nýtast til leikja. „Þetta er búið að vera rosa- lega gaman og við lærðum að smíða alveg helling af dóti. Skemmtileg- ast var að negla og setja þakið á kof- ann,“ segja þær vinkonur, Bergrún og Thelma sem ásamt öðrum lögðu sitt af mörkum við byggingu kof- anna í sumarstarfi Þorpsins. jsb Bjarni Þór Bjarnason listamaður á Akranesi opnar á morgun, fimmtu- dag, myndlistarsýningu í Akranes- vita á Breiðinni. Sýningin verður opin út júlímánuð. Sýningin nefn- ist „Hafið gaf – hafið tók“ með skírskotun í eitt mannskæðasta sjó- slys á Akranesi fyrr og síðar, þegar Hafmeyjan fórst. Á fyrstu hæðinni verða vatnslitamyndir sem tengjast Hafmeyjarslysinu. Á annarri hæð í vitanum verða málverk unnin í ak- ryl sem tengjast hafinu. „Um miðjan september 1905 lögðu af stað frá Reykjavík ell- efu ungmenni sem höfðu verið í sumar vinnu og á vertíð, öll á aldr- inum 20-30 ára. Fljótlega eftir að þau lögðu af stað frá Reykjavík rauk veðrið upp með hríð, roki og blind- sorta. Bátinn rak að endingu upp á Suðurflösina á Breiðinni og sat hann þar fastur. Sterkar líkur eru á að fólkið hafi haldist í bátnum jafn- vel fram undir morgun. En það sár- asta við þetta hörmulega slys var að það komst enginn lífs af, enda voru allir ósyndir,“ segir Bjarni Þór um slysið hörmulega. Meðal annarra voru í bátnum sem fórst þrír bræð- ur frá Innsta Vogi sem höfðu ver- ið á sumarvertíð á Kútter Sigur- fara og fimm systkini frá Kringlu, börn Helga bónda Guðmundsson- ar. „Mér er þetta svo hugleikið, því ég er fæddur og uppalinn á Kringl- unni hálfri öld síðar, en er þó ekki skyldur þessu fólki. Staðreyndin er hins vegar sú að við höfum öll leik- ið okkur á Kringluhólnum þegar við vorum börn. Svo er líka önnur tenging. Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi hafði frumkvæði að því að reisa minnisvarða um þetta slys og var ég fenginn í verkið. Minnis- varðinn Hafmeyjan var afhjúpaður af biskupi Íslands árið 1998 á svip- uðum stað og báturinn fórst,“ seg- ir Bjarni Þór. Sýningin „Hafið gaf – hafið tók“ verður opnuð við upphaf Írskra daga á Akranesi, fimmtudaginn 3. júlí klukkan 17 - 20. Sýningin verð- ur opin alla daga frá klukkan 13 - 16 í júlí. „Allir eru hjartanlega vel- komnir,“ segir Bjarni Þór. mmBjarni Þór Bjarnason. Myndlistarsýningin Hafið gaf ­ Hafið tók Eitt verka Bjarna Þórs á sýningunni. Fyrsta áfylling úr hraðhleðslustöðinni í Borgarnesi. Frá vinstri: Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1, María Thors rafbílaeigandi, Ásdís Gíslason, markaðs- stjóri ON, Ingunn Sveinsdóttir, Arnar Sigurðsson B&L, Stefán Jökull Stefánsson, Ómar Jóhannsson og Sigurður Guðmundsson stöðvarstjóri N1 Borgarnesi. Fyrsta hraðhleðslan við hringveginn opnuð í Borgarnesi um mánuði við bílaflota Íslendinga. Í Noregi er fjöldi rafbílategunda á markaði kominn í 21 gerð og er þró- unin svipuð hér á landi. Aðspurður um hvort hraðhleðslustöðvum mun halda áfram að fjölga um landið seg- ir Eiríkur: „Fljótlega verða allar tíu hraðhleðslustöðvarnar sem samið var um að opna komnar í gagnið. Að svo stöddu verða ekki teknar ákvarð- anir að opna fleiri stöðvar á vegum ON. En það getur hver sem er opn- að svona stöðvar. Með þessari fjölg- un rafbíla á landinu eru kannski ein- hverjir sem sjá hag sinn í því að setja upp þjónustu við þá.“ N1 hefur þjónustustöðvar hring- inn í kringum landið, þar sem þeir selja viðskiptavinum sínum elds- neyti og veita ýmsa þjónustu. Að sögn Eggerts Benedikts Guðmunds- sonar, forstjóra N1 hefur fyrirtækið skýra sýn þegar kemur að umhverf- ismálum. „Með fyrstu hraðhleðslu- stöðinni við hringveginn er N1 að auka þjónustu við viðskiptavini sína og þróa hana með það fyrir augum að minnka áhrifið á umhverfið. Með opnuninni tekur N1 því skref í átt að umhverfisvænni lífstíl með viðskipta- vinum sínum.“ grþ Héldu tombólu Krakkahópurinn í Gaman-saman ásamt starfsmönnum. Kofasmíði kennd á Gam­ an­saman á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.