Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Í ár eru liðin 125 ár síðan fyrsti nem- andinn innritaðist í Bændaskólann á Hvanneyri. Mikið vatn hefur runn- ið til sjávar síðan þá. Enn innritast bændur í skóla á Hvanneyri ásamt öðrum nemendum á önnur skóla- stig en þar er starfræktur leikskóli, grunnskóli, auk Bændadeildarinn- ar og háskóladeilda LbhÍ. Þessi langa skólasaga og mikla fram- boð menntunar er nokkuð sérstakt í ekki stærra þorpi og líklega eins- dæmi. Því verður mikið um dýrð- ir á Hvanneyri laugardaginn 12. júlí þegar þessarar tímamóta verð- ur fagnað samhliða dráttarvéla- deginum. Til fagna þessum tíma- mótum verður blásið til fagnaðar á Hvanneyri þennan laugardag og hátíðarhöldin tengd við hinn ár- lega safnadag. Landbúnaðarsafnið verður með sína dráttarvélasýningu sem vakið hefur athygli og félagar Fornbílafjélagi Borgarfjarðar mæta með lystikerrur á ýmsum aldri og gerðum. Í myndarlegum tjöldum verð- ur m.a. bændamarkaður, hand- verksfólk og Kvenfélagið 19. júní með veitingasölu. Elsta hús stað- arins, Skemman, hýsir nú kaffihús sem býður upp á rjúkandi kaffi- bolla og belgískar vöfflur. Húsdýr verða á vappi og boðið upp á fjöl- breytt tónlistaratriði heimamanna og annarra. Sem fyrr verður í tilefni safn- adagsins veitt leiðsögn um Land- búnaðarsafnið og Halldórsfjós sem fljótlega mun hýsa aðalsýningu safnsins, gestum að kostnaðarlausu en frjáls framlög þegin. Rölt verð- ur um gamla skólastaðinn á Hvann- eyri með leiðsögn þar sem bygg- ingar eru einkennandi fyrir íslenska húsagerðarlist frá öndverðri síðustu öld. Hátíðardagskránni lýkur með tónleikum Brother Grass í íþrótta- húsinu um kvöldið. bgk Hópur Rússa mun heimsækja Her- námssetrið á Hlöðum á Hvalfjarð- arstönd laugardaginn 6. júlí frá klukkan 14 - 16. Með í för verð- ur stríðshetjan Anatoliy Lifshitc. Hann var foringi á sovéskum tund- urspilli í seinni heimsstyrjöld og tók þátt í aðgerðum vegna skipalest- anna sem sigldu milli Hvalfjarðar og Norðvestur Rússlands. Hann er einn fárra sjóliðsforingja Rússa sem enn eru á lífi og tóku þátt í styrjöld- inni. Lifshitc munu halda erindi um reynslu sína og svara spurningum. Rússarnir munu einnig segja frá skipalestinni QP13 sem var á leið frá Rússlandi til Reykjavíkur og Hvalfjarðar í júlí 1942 þegar skip- in sigldu inn í tundurduflabelti við Vestfirði og nokkur hundruð manns fórust. Daginn fyrir komu rússneska hópsins í Hernámssetrið verður af- hjúpaður minnisvarði um þennan atburð við Bolungarvík. Rússar hafa sýnt sögu þessarar skipalestar mik- inn áhuga en eitt skipanna sem fórst var í þeirra eigu. Alex Max Mik- haylov kafari sem hefur leiðað að flökum skipanna við Vestfirði mun greina frá reynslu sinni af því. Síð- ast mun svo Nikolay Borodin safn- stjóri safns um sögu hergagnarað- stoðar Vesturlanda til Sovétríkjanna í seinni heimsstyrjöld flytja stutta ræðu. Rússneski hópurinn mun af þessu tilefni afhenda Hernámssetr- inu góðar gjafir. Öllum er velkom- ið að vera viðstödd viðburðinn og fyrirlestana. Hernámssetrið verður opið, aðgangur ókeypis og veitingar í boði. -fréttatilk. Helgina 11. - 13. júlí nk. verður haldin þjóðbúningahátíð í Stykk- ishólmi sem nefnist Skotthúfan 2014. Fyrir um tíu árum var fyrst haldinn sérstakur þjóðbúninga- dagur í Norska húsinu í Stykkis- hólmi. Þá klæddu konur sig upp og skunduðu í Norska húsið og fengu viðurgjörning á annarri hæðinni. „Fyrir tveimur árum kom upp sú hugmynd að gera meira úr þess- ari helgi nú í ár í tilefni tímamót- anna. Undirbúningur síðustu ár fyrir þjóðbúningadaginn hefur verið í höndum starfsfólks Norska hússins og Ingibjargar Ágústs- dóttur en í fyrra tók Listvinafélag Stykkishólmskirkju einnig þátt í dagskránni þegar boðið var upp á tónleika í gömlu kirkjunni,“ seg- ir Hjördís Pálsdóttir safnstjóri í Norska húsinu. Hátíðin hefst föstudagskvöld- ið 11. júlí og lýkur sunnudag- inn 13. júlí. Tónlistarmenn líta meðal annars við í Norska hús- ið og taka lagið, Guðrún Bjarna- dóttir frá Hespuhúsinu í Anda- kíl verður á staðnum og kynnir jurtalitað íslenskt garn og Hörð- ur Geirsson sýnir ljósmyndatækni fyrri tíma. Ýmislegt annað verður um að vera þessa helgi í Stykkis- hólmi og má þar nefna þjóðdansa, tónleika, Heimilisiðnaðarfélagið verður með pop-up verslun, lang- spilssmiðja og ýmislegt fleira. Samkeppni um frum­ lega skotthúfu „Í tilefni hátíðarinnar hefur verið ákveðið að efna til samkeppni um flottustu og frumlegustu skotthúf- una. Hugmyndin er að búa til glað- lega, notadrjúga, fallega, skrítna og/eða skemmtilega húfu. Húf- an þarf að vera handprjónuð eða hekluð í grunninn en notkun á öðr- um efnum til skrauts er leyfð. Húf- an getur verið í hvaða stærð sem keppandi óskar, fyrir börn, kon- ur eða karla. Allir geta tekið þátt og þarf að skila húfunni í Norska húsið - BSH fyrir 8. júlí. (Hafnar- götu 5, 340 Stykkishólmi). Glæsi- leg verðlaun verða veitt við upphaf hátíðarinnar í gömlu kirkjunni, fyrir flottustu húfuna og frumleg- ustu húfuna,“ segir Hjördís. mm Dag ur í lífi... Nafn: Helga Elínborg Guð- mundsdóttir. Starfsheiti/fyrirtæki: Bóndi á Erpsstöðum í Dölum. Fjölskylduhagir/búseta: Í hjóna- bandi með Þorgrími og börnin eru fimm, á aldrinum 10 - 21 árs. Áhugamál: Búskapurinn, fjöl- skyldan og hreyfing. Vinnudagurinn: Fimmtudagur- inn 29. júní 2014. Mætt til vinnu og fyrstu verk: Komin í fjósið kl. 7. Fyrstu verk eru að tékka á hvort öll tæki séu ekki örugglega í gangi og að skila sínu. Tékka á tölvunni, hvernig mjaltir hafa gengið fyrir sig síðan kvöldið áður. Þá er heilsað upp á kýrnar, rölt um á milli þeirra og tékka á heilbrigði og gangmáli. Best að gera það áður en flest- ar standa upp. Hringdi í talhólfið hjá sæðingarmönnunum og pant- aði sæðingu og kom kúnni fyr- ir í sæðingarstíunni. Þá er kálfum gefið mjólk og kúm hey. Einnig fá hænur, kanínur, svín, heimaln- ingar, naggrísir og hamstur sitt, en við erum með vísir af húsdýra- garði. Klukkan 10? Setið við tölvu og sötrað kaffi. Spjallað við krakk- ana og kallinn og dagurinn kort- lagður. Hádegið? Eftir hressilegar morg- unskúrir, kom ágætis veður og ég aðstoðaði tvo 13 ára drengi sem höfðu verið hjá okkur í nokkra daga að komast á hestbak. Þeir höfðu verið duglegir að aðstoða okkur við að smúla fjósið og voru á heimleið um kvöldið. Klukkan 14? Moð tekið frá kún- um og settar inn nýjar rúllur. Kýrnar ganga við opið yfir dag- inn, komast á beit. En við verð- um að hafa eitthvað bitastætt sem dregur þær inn yfir daginn svo þær skili sér í mjaltir hjá mjalta- þjóninum. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég sótti kú út í haga eftir kvöldmat- inn. Hún hafði borið um miðjan daginn, kálfurinn var orðinn þurr og sprækur og gat labbað heim með móður sinni þó leiðin væri löng og þúfótt. Mjólkaði kúna og gaf kálfinum að drekka og var komin heim kl. 21. Fastir liðir alla daga? Fóðra dýr- in, fylgjast með mjöltum, skafa skít og þrífa. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Falleg kvíga fædd. Hressir krakkar í kringum mig. Og skemmtilegt fólk sem kom í heimsókn. Var dagurinn hefðbundinn? Nokkuð hefðbundinn, föst verk í kringum dýrin og svo hlaupið í verk í kringum ferðaþjónustuna. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði 1997. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Það eru komin 17 ár, ég fer að ná tengdó. Hlakkar þú til að mæta í vinn­ una? Já, ég geri það. Sumrin eru æðisleg í sveitinni, þrátt fyrir rign- ingarnar núna í júní. Við erum alltaf með margt fólk í heimili á sumrin og með puttana í mörgu. Heimavinnsla og ferðaþjónusta í bland við mjólkurframleiðsluna. Eitthvað að lokum? Skyrkonfekt og kaffi í ísbúðinni á Erpsstöðum er allra meina bót. Kúabónda með ferðaþjónustuívafi Rússar sækja Hlaði heim Byggingar gamla skólastaðarins á Hvanneyri eru einkennandi fyrir íslenska húsagerðarlist frá öndverðri síðustu öld. Ljósm. áþ. Mikil hátíð framundan á Hvanneyri Dráttarvélasýning Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri hefur vakið athygli víða. Ljósm. mm. Þessi mynd var tekin í betri stofunni 2011. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Skotthúfan 2014 verður í Stykkishólmi Svipmynd frá þjóðbúningadegi í Norska húsinu í fyrra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.