Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Brákarhátíð hin besta skemmtun í blíðskaparveðri Veðrið lék við þátttakendur á Brákarhátíð í Borgarnesi um liðna helgi. Hátíðin hófst á föstudags- kvöldinu með götugrilli víða í hverfum bæjarins. Á laugardeg- inum var gríðarlegur mannfjöldi í bænum og virtust allir skemmta sér hið besta. Greinilegt var að hátíðin er farin að virka sem átt- hagamót burtfluttra og annarra velunnara Borgarness. Fjölbreytt dagskrá var í boði og greinilegt að fólk var almennt að sýna sig og sjá aðra, eins og sagt er, hitta vini og kunningja og njóta góða veð- ursins. Leðjubolti hefur verið fast- ur liður á Brákarhátíð, haldinn á leirunum fyrir neðan Edduver- öld í Englendingavík. Fór svo eftir harða keppni að gulir unnu með einu marki. Margir keppend- ur sýndu snilldartakta þótt leðjan hafi gert keppendum heldur erfitt fyrir. Hátíðardagskráin var á svæði fyrir aftan Hjálmaklett. Yngsta kynslóðin steig fyrst á stokk, hóf upp raust sína og söng m.a. „Burtu með fordóma,“ við mikinn fögnuð viðstaddra. Hægt var að kaupa sér veitingar og ýmsan varning. Sú hefð hefur skapast að skreyta bæinn vegna hátíðarinnar og mik- il stemning skapast í götum þeg- ar skreytingameistar fara á stúf- ana. Bænum hefur verið skipt í gul, rauð og blá hverfi. Mik- ill keppnisandi hefur oft skapast milli hverfa og margar skemmti- legar og óvenjulegar skreytingar sem líta dagsins ljós. Þetta ár var engin undantekning og var bær- inn sannarlega fagurlega skreytt- ur. Hvanneyri var einnig með þar sem íbúar skreyttu hús sín og göt- ur. Dómnefnd er skipuð árlega og fyrir árið 2014 voru þær Ása Er- lingsdóttir á Laufskálum og Bryn- dís Geirsdóttir í Árdal sem sáu um dómgæsluna. Sögðu þær vandann hafa verið ærinn þar sem margt væri listilega gert. Viðurkenning- ar voru veittar fyrir best skreytta fyrirtækið, flottustu götuna innan hvers hverfis, flottasta hverfið og hvaða mynd fékk flestu „lækin“ á Facbook-síðu hátíðarinnar. Tvær myndir fengu flest „læk“ og var varpað hlustkesti og fékk mynd af Stýripinnunum, hressum konum á Hvanneyri, verðlaunin en það var mynd af borgfirskum læk og átti það vel við. Fyrirtækjaverðlaunin fékk Edduveröld sem þótti hagan- lega skreytt. Í Gula-hverfinu fékk Kvíaholt götuverðlaunin. Dóm- nefnd sagði í umsögn sinni að þar hefði greinilega verið góð sam- staða, kynslóðirnar hefðu unnið saman og ýmsar skemmtilegar nýj- ungar í skreytingum. Helgugatan fékk verðlaunin í Rauða-hverfinu og Túngata á Hvanneyri þau bláu. Gula-hverfið í Borgarnesi fékk hin eftirsóttu hverfisverðlaun að þessu sinni. Dómnefnd fannst hverfið fagurlega skreytt, fersk stemning, mikil samvinna og mikið af lifandi blómum sem henni fannst góð ný- breytni. Kvöldvaka var í Englendingavík að kvöldi laugardags og var mikil stemning. Gengið var frá mennta- skólanum niður að Brákarsundi og hlaðin steinvarða eins og á síðasta ári úr gulum, rauðum og bláum steinum. Þaðan var gengið í Eng- lendingavíkina þar sem hljóm- sveitin Bland spilaði sveitaballa- hljómsveit, svo hægt var að dilla sér eða syngja með að vild. Há- tíðinni lauk svo með Sálarballi í Hjálmakletti þar sem aðsóknin var mjög góð og að sögn Eiríks Jóns- sonar verkefnisstjóra fór allt mjög vel fram. Hann segir að á sínum tíma hafi verið samið við veður- guðina, þar hafi verið um eilífð- arloforð að ræða sem standi enn. Eiríkur segir að bærinn hafi aldrei verið eins mikið skreyttur og nú og hátíðin sé komin til að vera. bgk/ Ljósm. Birna G Konráðsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Björn Húnbogi Sveinsson. Fjöldi gesta naut skemmtiatriða á flötunum fyrir aftan Hjálmaklett á Brákarhátíð sl. laugardag. Ljósm. bgk. Í Englendingavík fylgdust margir spenntir með leðjuboltanum. Ljósm. bgk. Fjölmenn skrúðganga fór Landsnámssetrinu og upp að Hjálmakletti. Ljósm. gj. Víkingarnir mættu á svæðið. Ljósm. bgk. Þessi dama, Guðrún Daníelsdóttir, var góður fulltrúi bláa hverfisins. Ljósm. bgk. Ýmsir buðu vörur sínar til sölu. Ljósm. gj. Unga kynslóðin steig á stokk og söng m.a. „burtu með fordóma.“ Ljósm. bgk. Þetta blasti við þegar komið var inn í bæinn. Ljósm. bgk. Gríðarlega margar skemmtilegar skreytingar voru í bænum. Ljósm. bgk. Margir gera sér lítið að góðu. Ljósm. bgk. Fulltrúar gulra, rauðra og blárra gatna tóku við viðurkenn- ingum Ljósm. gj.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.