Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Fylgist þú með HM í fót- bolta og hverjir verða heimsmeistarar? Spurning vikunnar Anton Reed Oliver: Já. Ég held það verði Kostaríka. Þeir spila flottan fótbolta. Margrét Helga Jónsdóttir: Ég geri það stundum. Ég vona að það verði Þjóðverjar. Dagný Ágústsdóttir: Nei, ég fylgist ekkert með fót- bolta. Óðinn Víglundsson: Já. Ég held að Þýskaland sé með besta liðið, besta hópinn og liðs- heildina. Sveinn Hermann Jakobsson: Ég fylgist nú ekki mikið með. Maður hefur náttúrlega ekki hugmynd um hverjir verða meistarar en mér þykir Þjóð- verjar frekar líklegir núna. (Spurt í Snæfellsbæ og Grundarfirði) Hið árlega Opna Helena Rubin- stein mót fór fram í blíðskaparveðri á Garðavelli á Akranesi laugardag- inn 28. júní. 84 konur frá 18 golf- klúbbum víðsvegar af landinu tóku þátt í mótinu og kepptu um glæsi- lega vinninga, Helena Rubinstein snyrtivörur. Gríðarleg barátta var um efstu sætin í öllum flokkum en úrslit mótsins voru eftirfarandi: Leikforgjöf 0­17,9: 1. sæti: Ingibjörg Ketilsdóttir GR 33 punktar 2. sæti: Hrafnhildur Óskarsdóttir GR 32 punktar 3. sæti: María Björg Sveinsdóttir GL 30 punktar (fleiri punktar en Hugrún á seinustu 6 holunum) 4. sæti: Hugrún Elísdóttir GVG 30 punktar Leikforgjöf 18­ 27,9: 1. sæti: Ingunn Þóra Ríkharðsdóttir GL 34 punktar 2. sæti: Sigríður Ingibjörg Sveins- dóttir GOB 31 punktur (fleiri punktar en Jakobína og Þóranna á seinni 9 holunum) 3. sæti: Jakobína H Guðmunds- dóttir GR 31 punktur (eftir hlut- kesti við Þórönnu) 4. sæti: Þóranna Halldórsdóttir GL 31 punktur Leikforgjöf 28­36: 1. sæti: Kolbrún Haraldsdóttir GVG 35 punktar 2. sæti: Edda Elíasdóttir GL 33 punktar (fleiri punktar en Margrét á seinustu 6 holunum) 3. sæti: Margrét Rós Sigurðardóttir GHG 33 punktar (fleiri punktar en Sólrún á seinni 9 holunum) 4. sæti: Sólrún Birna Færseth GKJ 33 punktar Á mótinu voru veitt vegleg nánd- arverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Nándarverðlaunin féllu í hlut eftirfarandi kvenna: 3. braut: Margrét Elsa Sigurðar- dóttir GK, 3,47 m. 8. braut: Ingveldur Bragadóttir GKJ 1,32 m. 14. braut: Guðrún Erna Guð- mundsdóttir GO 8,22 m. 18. braut: Hugrún Elísdóttir GVG 3,69 m. Mikil eftirvænting er jafnan fyr- ir verðlaunaafhendingu á mótinu og ekki síst vegna útdreginna skor- korta en fimm vinningar eru veitt- ir fyrir útdregin skorkort hjá við- stöddum. Þær heppnu sem hreptu þá vinninga voru: Ragnheiður Ríkharðsdóttir GK Erna Margrét Gunnlaugsdóttir GVS Guðrún Kristín Guðmundsdótt- ir GL Brynja Guðmundsdóttir GL Guðrún Ása Ásgrímsdóttir GR „Kvennanefnd Leynis þakkar öllum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna í mótinu sem og heild- versluninni Terma ehf og Verslun- inni Bjarg á Akranesi fyrir veglegan stuðning við mótið í ár sem og und- anfarin ár. Þá er þeim sem hjálpuðu til við mótahaldið með einum eða öðrum hætti jafnframt færðar bestu þakkir.“ mm/gl Skagamærin Dagmar Elsa Jónas- dóttir hefur byrjað söfnun áheita fyr- ir Krabbameinsfélag Íslands þar sem hún lofar að láta klippa á sér hárið fyr- ir söfnunina. Dagmar sem verður 21 árs í september hefur leyft hári sínu að vaxa árum saman en ákvað fyrir stuttu að láta klippa það í þágu góðs málstaðar. „Ég hef leyft hárinu mínu að vaxa í rúm átta ár en verið á leið- inni í klippingu síðastliðin tvö ár. Fyr- ir tæplega hálfum mánuði fékk ég svo þá hugmynd að klippa hárið og gefa það til krabbameinssjúkra einstak- linga. Hárleysi er eitthvað sem mér finnst einkenna krabbamein og var upphaflega hugmyndin að gefa hárið í efnivið í hárkollu fyrir þá sem hafa misst hárið sitt í krabbameinsmeð- ferð. Það var hins vegar ekki í boði hér á landi en ég hef sett mig í sam- band við aðila í Bandaríkjunum sem sjá um slík mál. Fyrst sú leið gekk ekki eins vel og ég vonaði ákvað ég einnig að stofna Facebook-síðuna; „Söfnun fyrir Krabbameinsfélagið“ og safna áheitum fyrir Krabbameinsfélagið,“ segir Dagmar um hugmyndina af söfnuninni. Dagmar mun taka um 30 til 40 sm. af hárinu sínu fimmtudaginn 10. júlí á hárgreiðslustofunni Mozart á Akranesi. Eftir klippinguna mun hún gefa allan ágóðann af söfnuninni til Krabbameinsfélagsins. Hægt er að fylgjast með Dagmar á Facebook-síð- unni: Söfnun fyrir Krabbameinsfé- lagið og heita á hana á reikningsnúm- erið: 0186-26-100125, kt:140993- 3289. jsb Áttatíu og fjórar konur á Helena Rubinstein mótinu á Akranesi Á myndinni má sjá þær heppnu sem hlutu skorkortavinninga: Ragnheiður Ríkharðsdóttir GK, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir GVS, Guðrún Kristín Guð- mundsdóttir GL, Brynja Guðmundsdóttir GL og Guðrún Ása Ásgrímsdóttir GR. Ljósmyndari er Jensína Valdimarsdóttir. Sjá má fleiri myndir frá mótinu og verðlaunaafhendingu á Fésbóksíðunni Leynisskvísur. Dagmar Elsa Jónasdóttir hefur safnað hári í rúm átta ár en mun fljótlega láta klippa það fyrir góðan málstað. Klippir sig til styrktar Krabbameinsfélaginu Nú í sumar tekur lið Snæfells- nes í þriðja flokki karla þátt í Ís- landsmóti sjö manna liða í fót- bolta ásamt tveimur öðrum lið- um, Einherja frá Vopnafirði og Kormák/Hvöt frá Blönduósi og Hvammstanga. Liðin þrjú mætt- ust á sunnudaginn í Grundar- firði þar sem lið Snæfellsnes vann báða sína leiki. Fyrst Einherja 3-2 og svo Kormák/Hvöt 24-3 en í þeim leik skoruðu allir leikmenn Snæfellsnes. Þar á meðal skor- aði markvörður Snæfellsnes fjög- ur. Þessi lið mætast svo aftur 17. ágúst en verður leikið á Vopna- firði. jsb Góð byrjun hjá þriðja flokki Snæfellsnes í fótbolta

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.