Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014
Síðastliðinn föstudag hélt Slysa-
varnafélagið Landsbjörg sinn árlega
SafeTravel dag, en hann er helgað-
ur öryggi ferðamanna. Ýmislegt var
gert til að vekja athygli landsmanna
og annarra ferðalanga á málefninu.
Til að mynda stóðu sjálfboðalið-
ar björgunarsveitanna vakt á fjölda
Olís stöðva um landið síðdegis á
föstudasginn, hittu ferðalanga, af-
hentu þeim fræðsluefni og hvöttu
til öruggra ferðalaga í sumar. Dag-
urinn markaði einnig upphaf há-
lendisvaktar björgunarsveitanna en
þetta er níunda sumarið sem hún
starfar. Á hverjum tíma munu fjór-
ir hópar sjálfboðaliða björgunar-
sveita af öllu landinu standa vakt-
ina á hálendinu; tveir að Fjallabaki,
Norðan Vatnajökuls og á Sprengi-
sandi, þar sem þeir munu upplýsa
ferðafólk, bregðast við útköllum
og aðstoða á annan hátt. Búið er
að lengja það tímabil sem sveitirn-
ar standa vaktina og er það nú út
ágústmánuð enda hefur reynslan
sýnt að ekki fer að hægja á straumi
ferðamanna fyrr en þá.
Sjálfboðaliðarnir hafa á fyrri
árum tekist á við fjölbreytt verk-
efni; allt frá því að gefa tepptum
ferðamönnum sveskjudjús yfir í al-
varlegri hluti eins og endurlífgun
og banaslys. Þannig sinntu þær um
2000 atvikum síðasta sumar, þar af
vour um 500 atvik er hefðu að öll-
um líkindum orðið að útkalli björg-
unarsveitar úr byggð. Vinnufram-
lag björgunarsveitanna á hálendinu
jafngildir um fimm ársstöðugild-
um.
Á föstudaginn var einnig farið af
stað með nýtt skjáupplýsingakerfi
SafeTravel á landsbyggðinni og var
Hlíðarendi á Hvolsvelli fyrsti stað-
urinn sem slíkt er sett upp utan
höfuðborgarsvæðisins. Skjáupplýs-
ingakerfið byggir á að settir verða
upp skjáir á allt að 30 helstu við-
komustöðum ferðamanna víðsveg-
ar um landið; á stærri upplýsinga-
miðstöðvum, umferðarmiðstöðv-
um, flugvöllum, stærri gististöðum
og bensínstöðvum. Um er að ræða
byltingu í upplýsingagjöf til ferða-
manna hér á landi, ekki síst vegna
þess hversu víðtækt samráð ýmissa
aðila, svo sem Vegargerðar, Veður-
stofu, almannavarnadeildar Ríkis-
lögreglustjóra, ferðaþjónustunnar
og fleiri, liggur að baki átakinu.
mm
Nýtt upplýsingatæknifyrirtæki hef-
ur tekið til starfa á Akranesi, VS
Tölvuþjónusta ehf. Eigendur eru
Sigurþór Þorgilsson og Valdimar
Þór Guðmundsson sem báðir eru
búsettir á Akranesi. Þeir hafa tek-
ið við þeim hluta af rekstri Tölvu-
þjónustunnar Securstore ehf sem
snýr að hýsingu á tölvubúnaði,
rekstrarþjónustu og skýjalausn-
ir. Þeir taka einnig við umboði og
þjónustu á svokölluðu Cloud Bac-
kup eða skýja-afritunarþjónustu
hér á Íslandi fyrir hönd Keepitsafe,
sem er hluti af j2 Global, en það
fyrirtæki keypti afritunarþjónustu
Securestore nýlega. Nýja fyrirtæk-
ið mun verða staðsett að Esjubraut
49 á Akranesi, þar sem Tölvuþjón-
ustan Securstore var áður. Því má
segja að hið nýja fyrirtæki hvíli
engu að síður á gömlum merg.
Sigurþór og Valdimar sögðu í
samtali við Skessuhorn að ástæðan
fyrir kaupum þeirra á fyrirtækinu
væri í raun einföld. Þeir hefðu báð-
ir verið starfsmenn þess um nokk-
urra ára skeið og líkað vel. Þeirra
framtíðarsýn væri að vinna áfram
skemmtilega vinnu og búa og starfa
á Akranesi. Báðir hafi þeir próf-
að að vinna á höfuðborgarsvæð-
inu og voru orðnir leiðir á akstr-
inum á milli og vildu því fyrir alla
muni skapa sér atvinnu á staðnum.
Þeir ákváðu því að bjóða í rekstur-
inn sem eftir stóð hjá Securstore og
eru sáttir við útkomuna.
Guðveig Anna Eyglóardóttir skip-
aði fyrsta sæti á lista Framsóknar-
flokks í Borgarbyggð í sveitarstjórn-
arkosningum í maí síðastliðnum.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæð-
isflokkur mynduðu líkt og kunn-
ugt er meirihluta í sveitarfélaginu
stuttu eftir að niðurstöður kosning-
anna lágu fyrir. Björn Bjarki Þor-
steinsson oddviti sjálfstæðismanna
verður forseti sveitarstjórnar fyrri
tvö ár kjörtímabilsins og Guðveig
Anna verður formaður bæjarráðs.
Eftir tvö ár munu þau síðan víxla
embættum. Guðveig Anna er fædd
og uppalin í Borgarnesi. Hún starf-
ar í gestamóttöku á Icelandair Hót-
el Hamri og stundar auk þess fjar-
nám frá Háskólanum á Hólum í
ferðamálafræði en hefur ekki verið
í sveitarstjórnarpólitík áður.
„Ég hef verið hér með annan fót-
inn alla tíð, þar sem mín stórfjöl-
skylda býr hér. Síðustu ár bjó ég
á Akureyri og starfaði þar í gesta-
móttöku á Hótel KEA. En eftir að
ég eignaðist börnin mín fór ég að
finna fyrir löngun til að flytjast aft-
ur í Borgarnes og vera í nálægð við
fjölskylduna og æskustöðvarnar.
Það var ótrúlega góð tilfinning að
koma aftur „heim“ þar sem hjartað
slær,“ segir Guðveig Anna í samtali
við blaðamann Skessuhorns. Eins
og áður segir er hún á nýjum vett-
vangi í sveitarstjórnarmálum. Guð-
veig Anna segir áhuga fyrir sveitar-
stjórnarmálum hafa vaknað fljótlega
eftir að hún fluttist aftur í Borgar-
nes. „Ég hef þó lengi haft áhuga á
landsbyggðarmálum og verið um-
hugað um byggðarþróun í landinu.
Síðasta vetur sat ég svo fyrir hönd
foreldrafélags Grunnskóla Borgar-
ness sem áheyrnarfulltrúi í fræðslu-
nefnd. Ég er sérstaklega ánægð
með að geta starfað áfram nú sem
formaður fræðslunefndar,“ útskýr-
ir Guðveig.
Samgöngumál og fjar
skipti mikilvægur þáttur
Guðveig Anna segir stöðu Borgar-
byggðar ágæta í dag. „Við þurfum
auðvitað að halda vel utan um fjár-
málin og tryggja örugga fjármála-
stjórnun á öllum sviðum sveitar-
félagsins. Við finnum fyrir auknum
slagkrafti í atvinnulífinu og við vilj-
um ná að virkja hann hér í Borgar-
byggð.“ Hún segir atvinnumálin og
tækifærin til að fjölga íbúum vera
stærstu viðfangsefnin sem Borg-
arbyggð stendur frammi fyrir nú í
upphafi kjörtímabils. „Þetta þýðir
einfaldlega það að okkar markmið
er að auka tekjur sveitarfélagsins
svo bæta megi alla grunnþjónustu
og auka lífsgæði íbúa. Við þurfum
að einbeita okkur að hlúa að þeim
þáttum sem eru á valdi sveitar-
félagsins til að bæta búsetuskilyrði
og gera svæðið eftirsóknarverðara
sem valkost fyrir bæði fjölskyldur
og fyrirtæki,“ segir Guðveig Anna.
Hún bætir því við að samgöngumál
og fjarskipti séu mikilvægur þáttur
fyrir uppbyggingu í sveitarfélaginu
og gætu talist til mikilvægustu úr-
lausnarefna nýrrar sveitarstjórn-
ar. „Það er mikilvægt að bæta sam-
göngur og fjarskipti hér í Borgar-
byggð. Þau mál verða aftur á móti
að vinnast örugglega með hlutað-
eigandi aðilum og í samvinnu við
hið opinbera.“
Góð breidd í
sveitarstjórninni
„Við teljum að tækifærin séu víða
í sveitarfélaginu og mannauðurinn
sé mikill. Til að mynda felur aukin
starfsemi á Grundartanga og fjölg-
un á starfsfólki þar í sér tækifæri
fyrir Borgarbyggð sem við verðum
að grípa,“ segir Guðveig aðspurð
um helstu tækifæri sveitarfélags-
ins í dag. „Tækifærin í ferðaþjón-
ustu blasa við okkur og við sjáum
frábæra uppbyggingu í þeim geira
um allt sveitarfélagið. Háskólarn-
ir á Bifröst og Hvanneyri og sam-
félögin sem þeir tilheyra eru gríð-
arlega mikilvægir fyrir sveitarfé-
lagið. Að því verðum við að hlúa.
Við höfum auk þess mikið af góð-
um fyrirtækjum sem hafa alla burði
til að vaxa og stækka.“ Guðveigu
líst afar vel á þann hóp fólks sem
skipar nýju sveitarstjórnina og segir
þetta góða blöndu af fólki úr sveit-
arfélaginu. „Breiddin er góð. Þetta
eru bæði nýir einstaklingar og fólk
með mikla reynslu. Við erum auk
þess með frábæran hóp af fólki sem
starfar á vegum sveitarfélagsins á
ýmsum stöðum sem skiptir lykil-
hlutverki. Það er mikið af kraft-
miklu fólki í Borgarbyggð og það
var til að mynda frábært að upplifa
samvinnuna og gleði meðal fólks
um síðustu helgi þegar við héldum
frábæra Brákarhátíð,“ segir Guð-
veig Anna Eyglóardóttir að lokum.
grþ
Nýtt upplýsingatæknifyrirtæki tekið til starfa á Akranesi
Valdimar Þór Guðmundsson og Sigurþór Þorgilsson eigendur VS Tölvuþjónust-
unnar ehf.
Valdimar segir markmiðið
að sinna vel þeim viðskiptavin-
um sem voru áður hjá fyrirtæk-
inu og bæta síðan við þegar tímar
líða fram. „Við höfum talað við
þá sem voru í viðskiptum við fyr-
irtækið og þeir vilja allir halda
áfram samstarfi með okkur, enda
þekkjum við flesta í tengslum við
störf okkar hér. Stærsta breyting-
in til að byrja með er í raun bara
eigendaskiptin en við viljum sækja
á sem víðast og svo kemur bara
í ljós hvert straumarnir liggja en
hér eru bæði stór og smá fyrirtæki
í þjónustu úr öllum starfsgrein-
um.“
Þegar talið berst að tæknimálun-
um og örygginu segir Sigurþór að
fyrir öllu sé hugsað þar. „Við erum
með sérútbúin kerfissal, bæði með
góða varaaflgjafa sem taka flökt af
rafmagninu sem getur komið til
dæmis frá Grundartangasvæðinu
og dísel rafstöð sem tekur við og
keyrir tölvukerfin ef rafmagnið fer
af. Til að halda okkur tengdum við
umheiminn erum við einnig með
mjög öflugar og öruggar netteng-
ingar.“
Félagarnir segja að svona vinna
sé oft ekki sýnileg því ef tölvukerfi
gangi vel þá tekur fólk ekki endi-
lega eftir því hvaða vinna liggur á
bak við þau. „Okkar markmið er
að halda áfram að bjóða viðskipta-
vinum upp á fyrsta flokks þjónustu,
sækja svo á með sígandi lukku og
aukinni þjónustu. Fólk gengur að
okkur vísum á sama stað.“
Sigurþór og Valdimar vilja að
lokum koma að þakklæti til fyrrver-
andi eigenda Tölvuþjónustunnar
Securstore fyrir samstarfið á liðn-
um árum. bgk
Tækifæri víða í sveitarfélaginu
Rætt við Guðveigu Önnu Eyglóardóttur formann bæjarráðs í Borgarbyggð
Svipmynd tekin eftir annan fund nýrrar sveitarstjórnar. Ljósm. borgarbyggd.is
Guðveig Anna Eyglóardóttir, formaður bæjarráðs Borgarbyggðar er hér lengst til
vinstri. Hér er hún ásamt Helga Hauk Haukssyni bæjarfulltrúa, Finnboga Leifssyni
bæjarfulltrúa og Kristínu Erlu Guðmundsdóttur varabæjarfulltrúa þegar meiri-
hlutasamstarfið var kynnt.
Hálendisgæsla
björgunars veitanna hafin