Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Stykkið pizza­ gerð eins árs STYKKISH: Stykkið pizza- gerð í Stykkishólmi hefur nú verið starfrækt í eitt ár. Í til- efni þess rann öll innkoma af- mælisdagsins í gær, 1. júlí, til minningarsjóðs Valtýs Guð- mundssonar. Sjóðurinn mun nota peninginn til kaupa á hjartahnoðtækinu Lúkasi, eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni. –jsb Hjólhýsi endaði útaf LBD: Dráttarbeisli gaf sig hjá ökumanni með hjólhýsi í eftirdragi með þeim afleið- ingum að hjólhýsið endaði utan vegar í Norðurárdaln- um skammt frá Hreðavatns- skálanum. Óhappið átti sér stað á sunnudagskvöldið við Grábrók. Hjólhýsið var svo laskað að það var fjarlægt með kranabíl. Lögreglunni í Borgarfirði og Dölum barst tilkynning frá vegfaranda um að lok á farangursgeymslu rútubifreiðar hefði fokið upp og opnast rétt um leið og við- komandi var að mæta rútunni. Gat vegfarandinn rétt forðast hurðina með því að beygja frá. Ökumanni rútunnar var gert viðvart en hann hafði þá áttað sig og gengið betur frá. Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæmi LBD í vikunni, öll án teljandi meiðsla. Alls voru 15 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. –jsb Snæfríður í fyrirtækjaheim­ sóknir SNÆFELLSNES: Snæfríð- ur er félag ungs fólks á Snæ- fellsnesi sem lætur sér annt um framtíð svæðisins og er tilgangurinn að gera Snæfells- nes enn skemmtilegra. „Við viljum efla menningarlíf ungs fólks (20-30 ára) á svæðinu og kynnast því hvernig hægt er nýta tækifærin á svæðinu og jafnvel búa sér til sitt eig- ið starf,“ segir í tilkynningu. Á morgun, fimmtudaginn 3. júlí kl 17:00 ætlar Snæfríður að heimsækja Frystiklefann á Rifi og kynnast þeirri starf- semi sem þar er starfrækt. Á sama tíma ætla Vatnshellir og Glacier Hiking, bæði ný- leg fyrirtæki í Snæfellsbæ, að kynna þá starfsemi sem þar er. „Við hvetjum allt ungt fólk og áhugasama til þess að nýta tækifærið og mæta og kynnast betur þessum spennandi fyr- irtækjum,“ segir Snæfríðar- fólk. Heimsóknin í Frystiklef- ann er sú fyrsta af nokkrum heimsóknum sem Snæfríð- ur mun standa fyrir í sumar. Markmiðið er að kynna fyrir ungu fólki atvinnulíf og ólík fyrirtæki á Snæfellsnesi. „Við munum heyra í þeim sem hafa reynslu af því að starta og reka fyrirtæki og eru í leið- inni að gera það sem þeim finnst skemmtilegt. Heim- sóknirnar eru líka tækifæri fyrir ungt fólk á Snæfellsnesi að hittast og hafa gaman.“ –mm Samið um skólaakstur BORGARBYGGÐ: Alls bárust níu tilboð í þær fimm akstursleiðir sem boðnar voru út í skólaakstur í Borg- arbyggð, en tilboðin voru opnuð fyrir skemmstu og eiga að gilda til næstu tveggja skólaára. Átta tilboðanna voru gild, en einu var vísað frá þar sem ekki komu fram í því þær upplýsingar sem krafist var í útboðsgögnum. Á fundi sveitarstjórnar sl. fimmtudag var samþykkt að hafna öllum tilboðum í leið 19, nýja leið sem átti að setja á Mýrar en hefur verið hætt við þar sem í ljós kom að ekki var þörf fyrir hana. Ákveð- ið var að ganga til samninga við lægstbjóðendur á öllum hinum leiðunum. Þeir eru Jósef Rafnsson sem var með lægsta boð í leið 8 í Varma- land, Ben og félagar í leið 9 í Þverárhlíð, Sigurður Ingi Þorsteinsson var með lægsta tilboð í akstur innan Borgar- ness og hann fær einnig akst- ur í tómstundastarf, sem var leið 18 í tilboðinu. Á leið 18 var Sigurður Ingi með ná- kvæmlega sömu krónutölu og Þorsteinn Arilíusson. –þá Vitakaffi opnað á föstudaginn AKRANES: Vitakaffi, nýtt kaffihús við Stillholt 16-18 á Akranesi, verður opnað á föstudaginn klukkan 11. Ýmis opnunartilboð verða um helgina auk þess sem fótbolti helgarinnar verður sýndur á breiðtjaldi. Til sölu verða írskir drykkir í tilefni Írskra daga en einnig verður hægt að fá veitingar, heima- bakaðar kökur og kaffi frá Kaffitári. –jsb Í vetur keypti Skógræktarfélag Reykjavíkur jörðina Múlastaði í Flókadal. Að sögn Helga Gísla- sonar framkvæmdastjóra félags- ins er þetta eina jörðin sem fé- lagið á þótt það hafi svæði í fóstri eins og Heiðmörk og Esjuhlíðar. Áform eru hins vegar um að planta í megnið af jörðinni Múlastöðum, bæði sem útivistar- og nytjaskóg. Húsin verða notuð sem vinnustofa og til útleigu fyrir félagsmenn sem eru um 1200. „Þessi kaup voru einnig að hluta til hugsuð sem fjárfesting fyrir fé- lagið en þegar plantað hefur verið í jörðina verður svæðið opnað fyr- ir almenningi,“segir Helgi Gísla- son framkvæmdastjóri félagins í samtali við Skessuhorn. „Íbúðar- húsið var orðið nokkuð illa farið og er verið að gera það upp. Byrj- að var að utan, skipt um klæðingu og glugga. Það verður líklega klárt í júlí. Verkið hefur gengið svo vel að við erum að vona að hægt verði að leigja íbúðarhúsið út til félags- manna strax næsta vor. Verkefnið er mjög spennandi og hafa menn haft mikla ánægju af vinnunni.“ Helgi segir ennfremur að rífa eigi útihúsin sem standa uppi í hlíðinni en hin eigi að nota, loka þeim og brúka sem geymslur. Þau eigi vel að standa undir því hlutverki. „Okkur lýst mjög vel á sveitina og þá granna okkar sem við erum búnir að hitta og hlökkum til að halda áfram með þetta verkefni,“ segir Helgi Gísla- son framkvæmdastjóri Skógræktar- félags Reykjavíkur. bgk „Það er alltaf gott að vinna úti, bara misjafnlega gott. Þetta er fínt núna og við þurfum nú ekki að kvarta yfir tíðarfarinu þótt demburnar hafi verið þó nokkrar síðustu dagana,“ sagði Sturla Magnússon smiður. Hann var við annan mann að ganga frá áfellum við glugga á gömlu síldar mjölsverksmiðjunni á Akra- nesi í blíðunni sl. miðvikudag. Ný- lega var gamla síldarverksmiðjan færð í nýjan búning með því að ein- angra og klæða húsið að utan með áli. Sturla er þessa dagana að vinna við lokafrágang í því verkefni, með frágangi við glugga og kanta. „Þeir eru duglegir að halda við sínum húsum hjá HB Granda. Við erum undirverktakar hjá Rud- olf Jósefssyni byggingameistara,“ sagði Sturla en með húsasmiðnum í þessari blikkvinnu var Ingi Björn Róbertsson blikksmíðanemi, grín- ari, trommuleikari og tónlistar- maður með meiru. „Ég lýk iðn- náminu um næstu áramót, er búin með allt faglega má segja. Það eru gamlar syndir eftir hjá mér, nokk- ur „skítafög“ sem ég kalla,“ sagði Ingi Björn glaðbeittur þar sem þeir Sturla voru að ljúka við setja áfell- urnar á einn gluggann sem sneri út að höfninni. þá Ingi Björn Róbertsson og Sturla Magnússon að störfum við gömlu síldarverk- smiðjuna. Smiðirnir á fullu í fráganginum Múlastaðir í Flókadal. Eina jörð Skógræktarfélags Reykjavíkur. Plantað verður í jörðina en íbúðarhúsið leigt út til félagsmanna. Eins og sjá má er verið að gera íbúðarhúsinu til góða. Múlastaðir verða afdrep skógræktarmanna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.