Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Páll Brynjarsson lét af störfum sem sveitarstjóri Borgarbyggðar nú í júní eftir að hafa gegnt starfinu í tólf ár. Fyrstu fjögur árin bar hann titilinn bæjarstóri Borgarbyggðar en eftir sameiningu Borgarbyggð- ar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeins- staðarhrepps og Borgarfjarðarsveit- ar árið 2006 varð hann að sveitar- stjóra. Þessi tólf ár hafa verið miklir umbrotatímar í sögu sveitarfélags- ins með tilkomu sameiningar, mik- illar uppbyggingar og kreppu sem öðru fremur hefur einkennt síðari hluta tímabilsins. Páll er Skagfirð- ingur, fæddur og uppalinn á Sauð- árkróki, en á þó ættir að rekja suð- ur til Borgarfjarðar. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri og eft- ir stúdentspróf lærði hann stjórn- málafræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Árósum. Páll elti síð- an eiginkonu sína, Ingu Dóru Hall- dórsdóttur, til Volda í Noregi í meistaranám þar sem hann lærði stefnumótun og stjórnsýslu áður en stefnan var tekin á Borgarnes þar sem hann tók við starfi sveit- arstjóra, en Inga Dóra tók við for- stöðu Símenntunarmiðstöðvarinn- ar á Vesturlandi. Viku sumarfrí í Borgar­ firði var afdrifaríkt Páll segir að hann hafi ekki var- ið miklum tíma í Borgarfirði áður en hann tók við æðsta embætti í sveitarfélaginu. „Við höfðum í raun aldrei verið neitt í Borgarnesi eða Borgarfirði fyrr en við fluttum þangað. Ég hafði jú eins og flestir aðrir Íslendingar keyrt ótal sinn- um í gegnum Borgarnes en ekk- ert mikið meira en það. Það var hins vegar fyrir algjöra tilviljun að ég og konan mín fórum í sumar- bústað í Húsafelli sumarið 1999 en þá nýttum við tímann, skoðuð- um svæðið og heilluðumst af því. Á þeim tíma óraði mig þó ekki fyrir því að ég ætti raunverulega eftir að flytja með fjölskylduna til Borgar- ness. Ég var að klára meistaranám í Noregi og hafði verið sveitarstjóra- efni sjálfstæðismanna í Skagafirði við kosningarnar 2002. Ég er það- an og hafði áður starfað fyrir sveit- arfélagið svo að sú staða hljómaði mjög vel fyrir mig en hins vegar varð ekki af því að ég fengi stöð- una. Ég var svo úti í Noregi þeg- ar síminn hringdi og mér var boð- ið að gerast bæjarstjóri í Borgar- byggð. Við fengum tvo daga til að hugsa okkur um en eftir það þurfti ég að gefa skýrt svar. Við eydd- um því öllum stundum í að skoða heimasíðu sveitarfélagsins og lesa fréttir Skessuhorns til að kynnast svæðinu örlítið betur. Við vissum þó hversu fallegt væri í Borgarfirði eftir að hafa varið þar viku í sumar- bústað. Þetta var í raun nóg til að sannfæra mig um að taka starfið að mér og flytja.“ Bæjarstjóri sem þekkti nánast engan „Ég þekkti fáa í Borgarbyggð þeg- ar ég mætti þangað sem bæjar- stjóri. Einn af þeim sem ég þekkti var Gísli Einarsson blaðamaður en við spiluðum fótbolta saman með Neista á Hofsósi hér á árum áður þegar ég var þjálfari þar og reyndi m.a. að gera fótboltamann úr Gísla. Síðan er föðurættin mín að hluta úr Borgarfirði og mögulega hjálp- aði það mér að ná til íbúa. Mér var allavega mjög vel tekið allsstað- ar í sveitarfélaginu. Sennilega voru það helst hestamenn sem urðu fyr- ir vonbirgðum, en þeir bjuggust ef- laust við að ég væri mikill hestamað- ur þar sem ég væri úr Skagafirðin- um. Það er því miður ekki svo, ég er enginn hestamaður og fór ekki einu sinni í sveit sem barn.“ Alltaf verið mikill sameiningarsinni Árið 1994 sameinuðust Borgarnes- bær, Hraunhreppur, Norðurárdals- hreppur og Stafholtstungnahrepp- ur í eitt sveitarfélag sem kallað var Borgarbyggð. Fjórum árum síð- ar sameinðust svo hreppar í Borg- arfirði sunnan Hvítár og úr varð sveitarfélagið Borgarfjarðarsveit. Það var svo árið 2004 að viðræð- ur hófust á milli Borgarbyggðar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðar- hrepps, Skorradalshrepps og Borg- arfjarðarsveitar um undirbúning að sameiningu þessara sveitarfélaga. Kosið var um þá sameiningu 2005 og samþykktu íbúar þeirra allra sameiningu nema íbúar Skorra- dalshrepps. Borgarbyggð í núver- andi mynd varð svo formlega til eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2006. „Þegar ég hef störf árið 2002 var ég með titil sem bæjarstjóri en eftir sameininguna 2006 breyttist það og ég varð sveitarstjóri í Borg- arbyggð. Ég hef alltaf verið mikill stuðningsmaður sameiningar sveit- arfélaga og því var mjög ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni sem ég trúði að væri af hinu góða fyrir samfélagið til lengri tíma litið.“ Fór heilan hring í fjármálum Á þeim tólf árum sem Páll starf- aði sem bæjar- og síðar sveitar- stjóri Borgarbyggðar komst hann í snertingu við að reka sveitarfé- lag í mikilli uppsveiflu, verða síð- an fyrir hruni og loks hefja á ný uppbyggingu. „Árin 2004 til 2008 einkenndust af mikilli uppsveiflu á Íslandi og sú þróun náði líka til Borgarbyggðar. Mikið var byggt og næga atvinnu var að fá og íbú- um fjölgaði hratt. Nemum við há- skólanna fjölgaði gríðarlega og nýr menntaskóli var stofnaður. Hér er öflugur byggingaiðnaður, fyrirtæki eins og Loftorka og Límtré Vírnet nutu góðs af framkvæmdum lands- manna, auk þess sem Sparisjóður Mýrasýslu var sífellt að stækka og afkoman var góð. Aðstæður í Borg- arbyggð voru að mörgu leyti mjög sérstakar. Einna helst vegna þess að sveitarfélagið átti allt stofnfé í Sparisjóði Mýrarsýslu og sveitarfé- lagið og samfélagið allt naut góðs af góðri afkomu hans. Skjót skip- ast svo veður í lofti. Það var 19. júní 2008 að ég var boðaður ásamt byggðarráði á fund sem ég gleymi aldrei. Þar útskýrði stjórn Spari- sjóðs Mýrasýslu fyrir okkur stöðu sjóðsins sem á þeim tímapunkti var orðin það slæm að sennilega yrði honum ekki bjargað. Þetta var gríðarlega mikið áfall enda Spari- sjóður Mýrasýslu mjög mikilvæg- ur fyrir Borgarbyggð. Það reyndist svo rétt að ekki var hægt að bæta stöðu bankans og var Sparisjóður Mýrasýslu fyrsti íslenski bankinn til að falla í bankahruninu 2008. Eftir þetta syrti í álinn. Högg kreppunn- ar féll einstaklega þungt á Borgar- byggð miðað við nærliggjandi sveit- arfélög þar sem stóriðja eða fisk- veiðar náðu að draga verulega úr afli kreppunnar. Byggingaiðnaður- inn sem hér hafði verði mjög sterk- ur lenti í erfiðleikum þar sem fram- kvæmdir minnkuðu mikið sökum kreppunnar. Þetta varð til þess að fólk flutti úr sveitarfélaginu, útsvar- stekjur lækkuðu og úr varð nánast vítahringur sem erfitt var að kom- ast úr. Í árslok stóð sveitarfélagið frammi fyrir þremur stórum mál- um. Í fyrsta lagi að tapa ekki stofnfé sveitarfélagsins í SPM, í öðru lagi að tryggja eignarhald heimamanna á nýju mennta- og menningarhúsi sem stóð tæpt vegna þess að á því hvíldu erlend lán og loks varð að sníða rekstur sveitarfélagsins að lægri tekjum. Vel gekk að greiða úr þessum málum með aðstoð ým- issa góðra aðila og þéttu starfsemi sveitarstjórnar. Segja má að í árs- lok 2010 hafi sveitarfélagið ver- ið komið yfir erfiðasta hjallann og fjármál þess komin í jafnvægi. Árin 2008 til 2011 voru erfið en eftir tæp þrjú ár í kreppu má segja að við höfum náð lendingu og séum far- in að spyrna okkur upp aftur. Þrátt fyrir erfiða tíma tókst að vernda stoðir samfélagsins sem eru okkur mjög mikil vægar. Það eru því bjart- ir tímar framundan að mínu mati,“ segir Páll. Gleymdu nærri því kosningunum Páll keðst hafa lent í ýmsu í starfi sínu. Sumir hlutir hafa verið erfið- ir eins og áhrif kreppunnar en það hafa líka gerst mjög skemmtilegir og jafnvel furðulegir hlutir. „Það er margt skemmtilegt sem ég hef lent í mínu starfi sem mætti jafnvel flokkast sem undarlegt. Til að byrja með hef ég tæknilega verið sveitarstjóri í fjögur kjörtímabil en ekki þrjú. Þannig er mál með vexti að kosningarnar 2002 voru dæmd- ar ólöglegar eftir að ég hafði ver- ið þrjár vikur í starfi. Það þurfti því að kjósa að nýju í desember sama ár, meirihlutinn hélt velli og ég hélt starfinu. Það má því segja að þetta hafi verið heilmikil eldskírn. Ann- að sem er mjög eftirminnilegt var þegar Kjartan Ragnarsson kom og kynnti fyrir mér hugmynd sína um Landnámssetur í Borgarnesi. Það var sumarið 2003. Kjartan var stór- huga og sagði við mig: „Það væri fínt ef ég gæti fengið þessa eyju þarna,“ og benti á Brákarey! Kjart- an fékk að vísu ekki Brákarey und- ir þessa hugmynd sína en fékk þó annan stað og hefur það verkefni svo sannarlega tekist vel til hjá hon- um og Sigríði Margréti konu hans. Landnámssetur og ýmsir aðrir að- ilar í ferðaþjónustu hafa verið að gera mjög góða hluti að undan- förnu. Annað sem ég verð að nefna er í sambandi við körfuboltann í Borgarnesi. Það var alveg ótrúlegt á þeim árum þegar best gekk að upp- lifa hvernig stemning myndaðist í bænum. Þetta bókstaflega rændi allri athygli íbúa. Ég man sérstak- lega eftir því þegar Skallagrím- ur komst í úrslit árið 2006 og það var ekki talað um annað en körfu- bolta. Meira að segja kosningarn- ar 2006 gjörsamlega gleymdust al- veg á meðan úrslitakeppnin var í gangi.“ Lagar til í garðinum „Ég er því búinn að upplifa allar hliðar stjórnsýslunnar, þegar geng- ur vel, þegar illa gengur og þeg- ar viðsnúningurinn á sér stað og uppbygging hefst. Þetta hefur ver- ið góður tími og mér er efst í huga þakklæti til íbúa fyrir ánægjuleg samskipti. Ég hef fengið tækifæri til að starfa með öflugum hópi sveit- arstjórnarmanna og síðast ekki síst notið samstarfs og samskipta við starfsfólk sveitarfélagsins. Ekki er komið í ljós hvaða gerist næst í mínu lífi og fjölskyldunnar, en við erum ánægð í Borgarbyggð og myndum vilja búa þar áfram. Ég hef sótt um stöðu framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi en það kemur í ljós á næstu dögum hvort ég fái það starf. Annars verð ég í sumarfríi þangað til í september og ætla því að nýta tímann með fjöl- skyldunni og laga til í garðinum,“ segir Páll léttur í bragði. jsb Páll lætur nú af starfi sveitarstjóra og Kolfinna Jóhannesdóttir tekur við því 1. ágúst nk. Hér er mynd af þeim frá því nýr meirihluti var kynntur fyrir um mánuði síðan. Náði sem sveitarstjóri að upplifa þenslu, hrun og síðan vöxt að nýju Páll Brynjarsson lætur af sveitarstjórn eftir tólf ára starf fyrir Borgarbyggð Páll Brynjarsson, bæjar- og sveitarstjóri Borgarbyggðar síðastliðin tólf ár. Páll sést hér við Borgarvog og í fjarska má sjá gamla höfuðbólið og prestssetrið á Borg á Mýrum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.