Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 HB Grandi fékk Fjörusteininn SV­LAND: HB Grandi fékk á föstudaginn sl. Fjörustein- inn, umhverfisviðurkenningu Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2014. Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Faxaflóa- hafna, segir að HB Grandi sé vel að þessari viðurkenningu komið. Fyrirtækið hafi stað- ið fyrir ýmsum umhverfis- bótum og verið í fararbroddi þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem vinna ötullega að því að tryggja sjálfbæra nýtingu á auðlindinni. –jsb Hækkun viðbótariðgjalds í 4% LANDIÐ: Lífeyrissjóðir hafa vakið athygli á því að frá deginum í gær, 1. júlí, gefst starfandi einstaklingum á ný kostur á að leggja að hámarki 4% af launum í viðbótarlíf- eyrissparnað og draga frá skattskyldum tekjum, en þann 1. janúar 2012 var há- marksframlag lækkað tíma- bundið í 2%. Mótframlag launagreiðenda verður 2% eins og áður. Ef samning- ur um viðbótarlífeyrissparn- að miðast við 2% framlag launþega þarf að skrifa und- ir breytingu á samningi til að nýta 4% heimildina, ann- ars ætti launagreiðandi að hækka iðgjaldið í 4% frá 1. júlí. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 21. ­ 27. júní. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 14 bátar. Heildarlöndun: 7.678 kg. Mestur afli: Sæli AK: 1.051 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 6 bátar. Heildarlöndun: 9.828 kg. Mestur afli: Hafnartindur SH: 2.722 kg í tveimur lönd- unum. Grundarfjörður 3 bátar. Heildarlöndun: 3.178 kg. Mestur afli: Birta SH: .1308 kg í einni löndun. Ólafsvík 11 bátar. Heildarlöndun: 75.378 kg. Mestur afli: Gunnar Bjarna- son SH: 20.551 kg í þremur löndunum. Rif 12 bátar. Heildarlöndun: 237.540 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 53.187 kg í einni löndun. Stykkishólmur 11 bátar. Heildarlöndun: 28.581 kg. Mestur afli: Fríða SH: 4.384 kg í tveimur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Rifsnes SH – RIF: 53.187 kg. 24. júní 2. Örvar SH – RIF: 50.665 kg. 23. júní 3. Tjaldur SH – RIF: 43.860 21. júní 4. Egill SH – ÓLV: 20.390 24. júní 5. Markús SH – RIF: 18.519 25. júní mþh Markaðurinn fer vel af stað AKRANES: Matar-og antik- markaðurinn í Landsbanka- húsinu við Suðurgötu 57 á Akranesi hefur farið vel af stað, að sögn Regínu Ásvalds- dóttur bæjarstjóra. Bæjarráð ákvað í vetur að gera tilraun með markað á Akranesi sem væri opinn á laugardögum í sumar, til að skapa meira líf við nýuppgert Akratorgið og það hefur tekist vel að sögn Reg- ínu. „Matar-og antikmarkað- urinn hefur verið starfrækt- ur í þrjú skipti, í fyrsta sinn á 17. júní og tvo síðustu laugar- daga. Markaðurinn verður op- inn alla laugardaga til og með 2. ágúst. Tæplega 20 söluað- ilar eru með varning á mark- aðnum, flestir eru með eitt- hvað matarkyns. Um síðustu helgi var til dæmis heimagert sushi á boðstólum og svokall- aðar ,,ekki kleinur“ frá Ingi- mar bakara. Einnig hefur ver- ið rekin svokallað ,,Pop-up“ kaffisala á 3. hæð í Lands- bankahúsinu og hafa bæði starfsmenn í Fjöliðjunni á Akranesi og þeir sem taka þátt í starfinu í endurhæfingarhús- inu Hver annast kaffisölu,“ segir Regína. Við Akratorg er einnig rekið róbótasafn í sum- ar og hefur verið ágæt aðsókn á safnið. Um næstu helgi, á Írskum dögum, verður enn- fremur haldinn handverks- markaður í íþróttahúsinu við Vesturgötu þannig að það verður sannkölluð markaðs- stemning í bænum. -mm Panta þrjá ísfisktogara HB GRANDI: Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við tyrk- nesku skipasmíðastöðina Ce- liktrans Deniz Insaat Ltd. um smíði á þremur ísfisktogurum á grundvelli tilboðs frá skipa- smíðastöðinni. Heildar verð- mæti þessara viðskipta er 6,8 milljarðar króna. Á vef fyrir- tækisins segir að áætlað sé að gangi samningar eftir muni fyrri tvö skipin verða afhent árið 2016 en það þriðja 2017. Fyrir er tyrkneska skipasmíða- stöðin með tvö uppsjávarskip í smíðum fyrir HB Granda. Fjárfesting HB Granda í þess- um fimm skipum er metin á um 14 milljarða króna. Við þessar fjárfestingar mun með- alaldur íslenska fiskiskipaflot- ans lækka, en hann er nú um 30 ár. –mm Hvetja íbúa til að flokka betur BORGARFJ: Meðal álykt- ana á 83. aðalfundi Sambands borgfirskra kvenna, sem hald- inn var í vor á Hótel Glym, var hvatning til íbúa um að flokka betur sorp. Benda kvenfélags- konur í sambandinu á að það yrði bæði íbúum og sveitar- félögum til sparnaðar. Einn- ig vilja konurnar benda fólki á að nota margnota innkaupa- poka í stað plastpoka. „Flokk- un á sorpi ætti að vera öllum hvatning til að lækka sorp- hirðukostnað og til umhverf- isverndar,“ segir m.a. í ályktun frá aðalfundinum. –þá Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti samhljóða á fundi sínum sl. fimmtudag að taka 200 milljón króna lán hjá Lánasjóði sveitarfé- laga. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir ársins 2014 auk þess sem 60 milljónir af lánsfénu skulu notaðar til að endurfjármagna af- borganir lána hjá lánasjóðnum. Björn Bjarki Þorsteinsson for- seti sveitarstjórnar segir lántökuna m.a. gerða vegna kaupa á lóðun- um Borgarbraut 57 og 59 og niður- rif húsa þar fyrir samtals 53 millj- ónir króna. Aðgerð sem talin var nauðsynleg vegna gerðs nýs mið- bæjarskipulags. Einnig hafi þurft að greiða 15 milljónir vegna skila á lóð bílasölunnar Geisla, sem bund- ið hafi verið í samningum við lóð- arhafann frá árinu 1999. Björn Bjarki sagði í samtali við Skessuhorn að legið hafi fyr- ir í nokkurn tíma að grípa þyrfti til þessarar lántöku. Sveitarstjórn hafi á síðasta kjörtímabili verið sam- stíga í því að vinna að málum sveit- arfélagsins og samhljóða samþykki fyrir afgreiðslu á lántöku í sveitar- stjórninni núna sýndi að ekki sé um harða pólitík að ræða innan sveit- arstjórnar. Fulltrúar Samfylkingar í sveitarstjórn lögðu þrátt fyrir sam- þykki við lántökunni fram bókun á fundinum þar sem þeir gagnrýndu að lántakan væri gerð til að greiða niður yfirdráttárlán sem stæði í 180 milljónum króna og kostnaður vegna yfirdráttar væri áætlaður 19,5 milljónir á þessu ári. Sveitafélag- ið hafi verið rekið með 42 milljón króna tapi árið 2013. Ljóst sé að Borgarbyggð þurfi að skila umtals- verðum hagnaði á árinu til að vinna upp tap síðasta árs og að lækka þurfi útgjöld eða hækka tekjur verulega árið 2015 til að jafnvægi verði á rekstri á árunum 2013-2015. Í bók- un þeirra Geirlaugar Jóhannsdótt- ur og Magnúsar Smára Snorrason- ar segir ennfremur að nýlegur mál- efnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kveði m.a. á um að unnið verði markvisst að lækkun skulda sveitarsjóðs. „Með hvaða hætti það verður gert hefur ekki komið fram og ósk- um við eftir að nýr meirihluti skýri fyrir sveitarstjórn og íbúum með hvaða hætti því verður fylgt eft- ir,“ segir í bókun tvímenninganna. Björn Bjarki forseti sveitarstjórnar segir þau gleðilegu teikn að útlit sé fyrir að útsvarstekjur fari hækkandi og ágætt útlit sé í rekstri sveitarfé- lagins á árinu. „En auðvitað þurfum við að halda vel á spilunum núna sem endranær,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson. þá Miklar framkvæmdir eru nú í gangi inni í Dal, austan við Ólafsvík, en þar er lítið vatn. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir að sett verði upp lítil bryggja og brú þannig að göngufólk komist betur um svæðið. Kristinn segir að í fram- haldinu verði núverandi göngustíg- ur tengdur þeim nýja, sem geri fólki auðveldar um vik að komast þar um sem og inn í Mjóadal. af Byrjað er á miklum lagfæringum á bændakirkjunni á Húsafelli í Hálsa- sveit. Búið er að rífa timburklæðn- ingu sem var og verður kirkjan ein- angruð og klædd með nýrri klæðn- ingu, skipt um alla glugga og hún loks máluð að innan. Þessu verki á að vera lokið fyrir 9. ágúst nk. en þá verður ferming í kirkjunni. Við- gerðin er kostuð af afkomendum Þorsteins og Ingibjargar á Húsafelli en einnig mun Eiríkur Ingólfsson smiður leggja fram ákveðið vinnu- framlag. Kirkjan er bændakirkja og var það Ásgrímur Jónsson listmál- ari sem teiknaði hana. Arkitekt var hins vegar Halldór H. Jónsson. mm Nýverið undirrituðu fulltrúar Loft- orku í Borgarnesi, Landsmenntar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi samning um ,,Fræðslu- stjóra að láni.“ Markmiðið með þessum samstarfssamningi er að gera þarfagreiningu með öllum al- mennum starfsmönnum Loftorku og í framhaldinu verður mótuð heildstæð fræðsluáætlun sem bygg- ir m.a. á niðurstöðum þarfagrein- ingarinnar. Símenntunarmiðstöðin hefur umsjón með verkefninu, en verkefnið er fjármagnað af Lands- mennt sem er starfsmenntunar- sjóður verkafólks á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreina- sambands Íslands. Nánar er hægt að lesa um Landsmennt á www. landsmennt.is Meðfylgjandi mynd var tek- in við þetta tækifæri. F.v. er Anna Halldórsdóttir sem heldur utan um verkefnið f.h. Loftorku, Krist- ín Njálsdóttir frá Landsmennt, Helga Björk Bjarnadóttir verk- efnastjóri Símenntunarmiðstöðvar- innar á Vesturlandi, Bergþór Óla- son fjármálastjóri Loftorku og Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmda- stjóri Símenntunarmiðstöðvarinn- ar á Vesturlandi. -fréttatilkynning Skipt um föt á Húsafellskirkju Taka fræðslustjóra að láni Borgarbyggð tekur lán til að fjármagna framkvæmdir Tengingu komið á. Nýja brúin verður tengd við göngustíga á svæðinu. Reisa bryggju og brú inni í Dal

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.